Samuel Adams Boston Ale

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Samuel Adams Boston Ale

Post by Oli »

Ég fór semsagt í Heiðrúnu um daginn og verslaði nokkrar tegundir, Samuel Adams Boston ale var einn af þeim, opnaði eina flösku í kvöld. Þessi er meðaldökkur eða amber eins og kanarnir segja, góður haus sem hélst nokkuð vel í glasinu. Meðalsætur maltkeimur og humlabragðið er þokkalega mikið, enda nota þeir víst Fuggles, Kent, Goldings og Saaz humla. Mæli með þessum :thumbsup:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Samuel Adams Boston Ale

Post by Idle »

Þetta er einn af mínum uppáhalds, og hefur verið í nokkur ár. Ekki bara uppáhalds bjórinn frá Samuel Adams, heldur almennt! Þú færð prik frá mér fyrir að hafa góðan smekk. :fagun:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Samuel Adams Boston Ale

Post by Oli »

Takk fyrir það ;) Bara ef það væru nú seldir almennilegir bjórar hér fyrir vestan....jæja það er svosem hægt að panta allt á netinu núna. Já eða bara búa þetta til sjálfur :beer:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Samuel Adams Boston Ale

Post by Eyvindur »

+1

Ég er svakalegur aðdáandi Boston Ale. Varð mjög vonsvikinn þegar ég hætti að sjá hann í vínbúðum, en hann er allavega í Heiðrúnu núna (kaupi hann alltaf þegar ég á leið þangað). Móri er reyndar í svipuðum flokki og ég drekk hann jafnvel meira, enda alltaf gott að velja íslenskt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Samuel Adams Boston Ale

Post by Oli »

Eyvindur wrote: Móri er reyndar í svipuðum flokki og ég drekk hann jafnvel meira, enda alltaf gott að velja íslenskt.
Mórinn situr í kælinum og bíður síns tíma ;) Maður verslar alltaf öl frá Ölvisholti líka þegar maður kemst í vínbúð sem hefur e-h úrval...
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Samuel Adams Boston Ale

Post by kristfin »

ég er mjög hrifinn af samuel, og drekk hann ætiíð í boston.

ég smakkaði hinsvegar móra um síðstu helgi og það var ást við fyrsta sopa
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Samuel Adams Boston Ale

Post by Eyvindur »

Ég fæ allavega 3/4 af framboði ÖB í litlu Vínbúðinni í Firði - man ekki hvort ég hef séð Lava þar, enda er ég hvort sem er lítið fyrir hann. En við hjónin kaupum alltaf Skjálfta og Freyju þegar leiðin liggur í ríkið, og oftast smá Móra líka.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Samuel Adams Boston Ale

Post by Hjalti »

Keypti þennan í ríkinu í dag!
389 krónur

Miðin og flaskan eru týpísk Samuel Adams BBC flöskur ekkert nýtt hér á ferð.

Útlit: Sæmilega dökkur og minnir soldið á rauðan ale en vantar aðeins upp á rauðuna. Ágæt froða.
Angan: Góð humla lykt en maltið hefur vinningin hér.
Bragð: Gott jafnvægi, greinilega "professional" bjór á ferð með miklu malt bragði og góðum humlum til að hjálpa til
Í munni: Ekki alveg jafn góður að drekka eins og útlit var fyrir en samt mjög flottur en samt smá vonbrigði
Drekkanleiki (hér vantar gott ísl. orð): Ekki sérlega flókin að drekka en hentar mjög vel með mat. Borðaði pólskar pulsur og sauerkraut með honum og það hitti vel í mark.

Fær 3 skálar af 5 mögulegum!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Samuel Adams Boston Ale

Post by Oli »

Hjalti wrote: Angan: Góð humla lykt en maltið hefur vinningin hér.
Mér fannst einmitt samsetning á maltinu og humlunum gera hann svona góðann, mikið maltbragð og mikið humlabragð, en ekki mikill biturleiki.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Samuel Adams Boston Ale

Post by Eyvindur »

Hjalti wrote: Miðin og flaskan eru týpísk Samuel Adams BBC flöskur ekkert nýtt hér á ferð.
Enda er þetta annar af tveimur upprunalegu bjórunum frá BBC...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Samuel Adams Boston Ale

Post by Hjalti »

Enda ekkert neikvætt við þetta... bara athugun.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Post Reply