Anchor Liberty Ale

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Anchor Liberty Ale

Post by ulfar »

Nammi namm hugsaði ég í ÁTVR þegar ég sá Liberty Ale til sölu. Allir sem kunna að meta IPA ættu að kaupa Liberty ale. Bitur og með notalegri humlaangan. Dásamlegt!
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Anchor Liberty Ale

Post by Andri »

Er hann svipaður og ipa eða er hann í þessum IPA stíl?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Anchor Liberty Ale

Post by ulfar »

Hann uppfyllir öll skilyrði til þess að teljast IPA
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Anchor Liberty Ale

Post by Hjalti »

Keypti þennan í ríkinu í dag!
439 nýíslenskar krónur!

355 ml flaska þannig að hún passar ekki alveg í spariglasið mitt (Bodum tvöfalt glerglas)

Flaskan er dropalaga og ótrúlega flottir miðar á henni. Gefur bjórnum mjög ákveðin fíling!

útlit: frekar ljós, Pale Ale alla leið og mjög fín froða
angan: Góður humla ilmur og greinilegar lyktir sem ég hef ekki fundið áður. Eina orðið sem ég finn fyrir þetta er "gæði"
bragð: Flott humlabragð, ekki yfirþyrmandi en flott, ekki mikið Malt bragð
í munni: Góð fylling og humlabragðið er áberandi en ekki of mikið
drekkanleiki (hér vantar gott ísl. orð): Skemtilegur bjór en engin "Session" bjór, svona bjór sem þú drekkur svipað og gott rauðvín.

Hverar krónu virði!
Fær 4 skálar af 5 mögulegum!

Takk fyrir mig!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Post Reply