Hæ
Frábært að sjá að framtakssamir einstaklingar hafi stofnað þetta félag og opnað síðu.
Ég heiti Elli og hef haft áhuga á víngerð í mörg ár, líklega eru 17 ár frá að ég lagði í mína fyrstu lögun og eru þær orðnar nokkuð margar síðan. Ég hef aðallega verið að gera vín úr íslenskum jurtum og berjum og hef með árunum þurf ansi oft að læra af mistökunum.
Maður byrjaði með bók um heimavíngerð sem ég fann á útimarkaði í UK en þegar netið kom gat maður fundið nánast allar upplýsingar sem mann vantaði. (og komast á því að það er ekki mikið úrval af efnum til víngerðar til á Íslandi).
Ætlaði að prófa bjórgerð "all grain" fyrir ca. 10 árum en þá voru 2 fyrirtæki sem fluttu inn malt og humla og hvorugt vildi sýna mér skilning á þessu áhugamáli:-( Greinilega aðrir tímar í dag og kannski ekki langt í að maður prufi að leggja í einn Öl
Ég segi bara, stofnendur þessarar síðu eiga skilið einn ....
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.