Splæsti á mig ljósu malti, CaraPils og CaraAroma, ásamt Cascade, Fuggles og First Gold humlum. Skýst svo á heimaslóðirnar eftir vinnu í dag, og sæki 28 lítra kælibox sem verður notað í meskiker. Ef allt gengur að óskum, gæti fyrsti bjórinn úr korni litið dagsins ljós um næstu helgi. Þangað til verð ég að láta mér nægja þennan unaðslega ilm af malti og humlum sem situr eftir í bílnum.
Frúin Freyju smakkaði,
fældist ögn og bakkaði.
Draup aftur á
og ljósið þá sá,
tísti og fyrir sig þakkaði.
Óttalegur leirburður er þetta...