Styttist í fyrsta all grain!

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Styttist í fyrsta all grain!

Post by Idle »

Ég brá mér í Ölvisholt í gær, og móttökurnar voru að sjálfsögðu höfðinglegar. Þarna er ekki hægt að ganga inn, taka við pokum, borga og ganga út. Heimförin dróst svo á langinn, að Andri kom áður en við fórum! Bakvaktasíminn þagði, svo það slapp til. Frúin smakkaði Freyju og líkaði svo vel að hún hélt áfram að tala um hana á heimleiðinni.

Splæsti á mig ljósu malti, CaraPils og CaraAroma, ásamt Cascade, Fuggles og First Gold humlum. Skýst svo á heimaslóðirnar eftir vinnu í dag, og sæki 28 lítra kælibox sem verður notað í meskiker. Ef allt gengur að óskum, gæti fyrsti bjórinn úr korni litið dagsins ljós um næstu helgi. Þangað til verð ég að láta mér nægja þennan unaðslega ilm af malti og humlum sem situr eftir í bílnum.

Frúin Freyju smakkaði,
fældist ögn og bakkaði.
Draup aftur á
og ljósið þá sá,
tísti og fyrir sig þakkaði.

Óttalegur leirburður er þetta... :shock:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Styttist í fyrsta all grain!

Post by Oli »

Til hamingju með það :) Nú verður ekki aftur snúið...

meiri leirburður:
Á suðurlandi spúsan ljósið sá
Fékk hún þá Freyju að smakka
Þeim í Ölvisholti ber að þakka
Nú segir spúsan alltaf JÁ :mrgreen:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Gummi P
Villigerill
Posts: 14
Joined: 15. Aug 2009 21:46

Re: Styttist í fyrsta all grain!

Post by Gummi P »

Til hamingju með þetta!!!
Sjálfur er ég að stefna á að vera klár með allt í lok þessa mánaðar. Er búinn að græja 45l pott og gashellu og meskikerið klárast um helgina. vantar þá bara að versla inn...
Ertu búinn að negla uppskrift að þeim fyrsta?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Styttist í fyrsta all grain!

Post by Idle »

Ég er með einhverjar hugmyndir. Hér er ein, til dæmis.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Styttist í fyrsta all grain!

Post by Eyvindur »

Djöfull líst mér vel á ykkur strákar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Styttist í fyrsta all grain!

Post by Andri »

Uss ég keypti kíló af humlum, rosalega lyktar bíllinn minn vel. Kærastan mín er ekki jafn glöð með bjórinn frá ölvisholti en hún er eitthvað hálf rugluð.
Ég ætla að fara út í all grain, ég sá aðstöðuna sem Valli var að gera þetta við og það var bara kjánalega einfalt, en ég ætla að fara í aðeins flóknari hluti en það :p
Kanski ég byrja að græja mig upp í næsta mánuði
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply