Ég hef aðeins verið að svipast um eftir hentugri eldhúsvog fyrir korn, humla og ger. Flestar sem ég hef rekist á taka hámark 3 eða 5 kg. með 1 gr. skekkjumörkum, og eru á verðbilinu 3.490 til 7.990. Rakst svo á eina í Elko sem mér líst bara nokkuð vel á.
Hámark 5 kg, nákvæmni 0,1 gr. 4.995 kr.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
keypti hitamæli í elkó, fór með hann út í bíl og ákvað að prófa hann og sjá hvernig hann myndi virka... hann virkaði ekki. Fór inn skipti, prófaði hann og hann virkaði ekki... skipti aftur... fannst þetta skrítið þannig að í þriðja skiptið prufaði ég annað batterý en það sem fylgdi með og þá virkaði ruslið.
Hefur örugglega setið inni á lager í 4 ár þannig að þú skalt checka á batterýinu í þessu hvort það virki
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
yup, kjöthitamæli sem er algjört sorp... þurfti að rífa hann í sundur og lóða vírana aftur saman
lætur mig þó vita ef hitastigið fer upp fyrir X gráður & X-ið er stillanlegt
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Ég keypti hitamæli á Ámunni sem var algjör snilld...þangað til ég lánaði Eyjólfi hann. Hef ekki séð hann síðan. Annars nota ég tvær vogir. Eina analog úr góða hirðinum sem mælir 0-10 Kg með 50 gr námkvæmni og svo venjulega eldhúsvog sem mælir 0 - 2 Kg með 1 gr nákvæmni. Sérstaklega ánægður með þessa úr góða.
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.