Porter úr hráefnum frá Ölvisholti?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Porter úr hráefnum frá Ölvisholti?

Post by kristfin »

ég sá uppskrifna að hafra porternum frá eyvindi þar eru hráefni sem ég sé ekki hjá ölvisholti.

er hægt að búa til porter úr hráefnum hér heima? lumar einvher á uppskrift.

ég ætlaði að fara gera pöntun til þeirra, langaði að eiga í nokkrar ale og jafnvel porter ílagnir.

[edit: hafraporterinn var rangfeðraður hjalta]
Last edited by kristfin on 28. Aug 2009 14:23, edited 1 time in total.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Porter úr hráefnum frá Ölvisholti?

Post by Idle »

Ég held - án þess að fullyrða nokkuð - að í porter sé jafnan notað Black Patent eða Chocolate malt til viðbótar við önnur hráefni. Þessar tegundir eru a. m. k. ekki í verðlistanum. Hugsanlega mætti nota CaraAroma og Roasted Barley í staðinn?

Hugmynd: Hnoðaði þessu saman í BeerSmith rétt í þessu.

18,93 lítrar.

3,50 kg Pale Malt
0,50 kg Caraaroma
0,25 kg Roasted Barley
40 gr. Fuggles (60 mín.)
30 gr. Fuggles (5 mín.)


OG est: 1.049
FG est: 1.013
SRM est: 26,5
IBU: 22,2
ABV: 4,75%
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Porter úr hráefnum frá Ölvisholti?

Post by Idle »

Virðist þessi hugmynd mín vera í ágætu samræmi við BJCP skilgreininguna.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Porter úr hráefnum frá Ölvisholti?

Post by kristfin »

ég talaði við jón stjórnarformann hjá ölvisholti og spurði hann út í malt fyrir porter bjóra. hann sagði að þeir ættu meira úrval en væri á listanum sem við erum með. jafnvel súkkulaði og dökkt malt. hann ætlar að senda mér eða setja hér á vefinn uppfærðan lista yfir hráefni.

þá reikna ég með að pannta meŕ eftir helgi hráefni í ale og portera og fara all-greina á fullu

Image
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Porter úr hráefnum frá Ölvisholti?

Post by Idle »

Frábært! Einu áhyggjurnar sem ég hef eru vegna þess hve innkaupalistinn minn gæti lengst mikið við uppfærðan vörulista. :drunk:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Porter úr hráefnum frá Ölvisholti?

Post by arnilong »

CarafaSpecial III er súkkulaðimalt.

Hér er einn sem ég hef gert áður og hráefnin frá Ölvisholti passa vel í það. Ég notaði reyndar ekki Carafa Special III þá en það má vel setja smá ristað bygg með þessari uppskrift:

OG: 1.054

Þýskt pale malt: 85%
CaraMunich II: 10%
Carafa Special III: 5%

100 gr. Hellertauer Hersbrucker(3.5%)
30 gr. Cascade (4.5%)

Gerjað með US-05


Kent Goldings gætu líka verið góðir seint í suðuna uppá ilm og bragð.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Porter úr hráefnum frá Ölvisholti?

Post by Idle »

arnilong wrote:CarafaSpecial III er súkkulaðimalt.
Ég var meira að hugsa um bragðið heldur en ilm og lit; skv. þessari töflu fæst það aðeins úr "Chocolate" malti. Má vera að ég misskilji þetta eitthvað. :s
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Porter úr hráefnum frá Ölvisholti?

Post by Eyvindur »

Formsins vegna langar mig að árétta að Hafra-Porter uppskriftin er úr minni smiðju, ekki Hjalta. En allt um það.

Ég myndi halda að Carafa gæti virkað vel í Porter. Porter er mjög víður bjórstíll, og er í raun erfitt að skilja hann frá t.d. sætum stout. Ég myndi þó fara varlega með að nota ristað bygg, svo þú fáir ekki of mikið af súru og beisku ristuðu bragði, sem mér finnast frekar eiga heima í stout. Annars líst mér býsna vel á uppskriftina hans Árna.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Porter úr hráefnum frá Ölvisholti?

Post by Hjalti »

Ohh... ég sem hélt að ég væri geðveikt klár og væri farinn að uppskriftast eins og vindurinn án þess að vita af því :fagun:
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Porter úr hráefnum frá Ölvisholti?

Post by arnilong »

Eyvindur wrote:Ég myndi þó fara varlega með að nota ristað bygg, svo þú fáir ekki of mikið af súru og beisku ristuðu bragði, sem mér finnast frekar eiga heima í stout.
Já, ég er sammála Eyvindi hér. En svona til að hafa einhverjar tölur hér, þá var ég bara að hugsa um 50-70 gr. af Ristuðu byggi.

Pælingin mín með ristaða byggið var í raun bara komin til vegna þess að ég hef áður notað soldið af Carafa en ekki CarafaSpecial, en CarafaSpecial(sem Ölvisholt eru með) gefur mildara súkkúlaðibragð heldur en Carafa, sem mér finnst gefa smá ristað bragð.

Munurinn á þessu tvennu er að CarafaSpecial er afhýtt(dehusked) að miklu leyti og gefur því minni beiskju en Carafa.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Porter úr hráefnum frá Ölvisholti?

Post by arnilong »

Reyndar hefði ég líklega frekar notað S-04 ger ef að um þurrger væri að ræða.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
Post Reply