Andri heiti ég, ég byrjaði í þessu hobbýi í október 2008 en var búinn að skoða og lesa um bjórgerð í circa ár áður en ég datt almennilega í þetta. Eyvindur kom mér svo inn í "Bjórgerð" hópinn á facebook eftir að hann sá kynningu mína á www.homebrewtalk.com
Ég hef ekki bruggað mikið, ég hef gert 4 stykki 23 lítra úr síróp kittum sem ég hef keypt í Ámunni og fyrsti bjórinn var algjört success að mínu mati, hin 3 skiptin hafa ekki tekist neitt svakalega vel en ég kenni fáfræði um (var að gera lager og gerjunin var ekki við rétt hitastig.) Ég er núna með bjórinn í tunnu í gerjun í litlum ískáp með thermostati sem heldur honum í einhverjum 8,5°C
Ég eins og flestallir aðrir íslendingar byrjaði á að drekka lager en ég lærði síðan að drekka alvöru bjór, Thule er samt alltaf jafngóður í gleri.
Hef verið að fikta við gerjun hunangs og það er að heppnast nokkuð vel, ég spjallaði vð afa minn og hann ráðlagði mér að nota jurtina mjaðlyng til að krydda mjöðinn í sumar.
Ég og hinn afi minn erum að fara að brugga saman Johannisberg Riesling hvítvín saman og vona ég að það heppnist vel.
Ég verð að gefa ykkur eitt gott ráð, það er að geyma alltaf eina kippu af hverjum skamti einhverstaðar á góðum stað. Njóta hennar svo eftir 3-6 mánuði, bjórinn batnar svo mikið með aldrinum. (Ég á ennþá eitt stykki af fyrsta bjórnum mínum, vildi að þeir væru fleiri.)