Andri

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Andri

Post by Andri »

Andri heiti ég, ég byrjaði í þessu hobbýi í október 2008 en var búinn að skoða og lesa um bjórgerð í circa ár áður en ég datt almennilega í þetta. Eyvindur kom mér svo inn í "Bjórgerð" hópinn á facebook eftir að hann sá kynningu mína á www.homebrewtalk.com
Ég hef ekki bruggað mikið, ég hef gert 4 stykki 23 lítra úr síróp kittum sem ég hef keypt í Ámunni og fyrsti bjórinn var algjört success að mínu mati, hin 3 skiptin hafa ekki tekist neitt svakalega vel en ég kenni fáfræði um (var að gera lager og gerjunin var ekki við rétt hitastig.) Ég er núna með bjórinn í tunnu í gerjun í litlum ískáp með thermostati sem heldur honum í einhverjum 8,5°C
Ég eins og flestallir aðrir íslendingar byrjaði á að drekka lager en ég lærði síðan að drekka alvöru bjór, Thule er samt alltaf jafngóður í gleri.
Hef verið að fikta við gerjun hunangs og það er að heppnast nokkuð vel, ég spjallaði vð afa minn og hann ráðlagði mér að nota jurtina mjaðlyng til að krydda mjöðinn í sumar.
Ég og hinn afi minn erum að fara að brugga saman Johannisberg Riesling hvítvín saman og vona ég að það heppnist vel.

Ég verð að gefa ykkur eitt gott ráð, það er að geyma alltaf eina kippu af hverjum skamti einhverstaðar á góðum stað. Njóta hennar svo eftir 3-6 mánuði, bjórinn batnar svo mikið með aldrinum. (Ég á ennþá eitt stykki af fyrsta bjórnum mínum, vildi að þeir væru fleiri.)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Andri

Post by arnilong »

Sæll Andri, nóg er um mjaðjurt í elliðaárdal, líklega um miðjan maí eða byrjun júní.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Andri

Post by Andri »

Brilliant ég á heima rétt hjá :D
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Andri

Post by arnilong »

Úps, það er víst mjaðjurt sem ég veit af í elliðaárdal en ekki mjaðarlyng. En ég hef prófað að nota mjaðjurtina en ekki mjaðarlyngið.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Andri

Post by Andri »

Það gæti verið að ég hafi ruglast, þetta kallast örugglega mjaðjurt. Google sýnir allavegna ekkert þegar maður leitar að mjaðlyng.
Með smá vafri á netinu þá fann ég út að þessi planta Filipendula ulmaria er notuð til að búa til aspirín...
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Andri

Post by arnilong »

Prófaðu mjaðarlyng.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Andri

Post by halldor »

Andri wrote: Ég verð að gefa ykkur eitt gott ráð, það er að geyma alltaf eina kippu af hverjum skamti einhverstaðar á góðum stað. Njóta hennar svo eftir 3-6 mánuði, bjórinn batnar svo mikið með aldrinum. (Ég á ennþá eitt stykki af fyrsta bjórnum mínum, vildi að þeir væru fleiri.)
Þetta er gott ráð og mjög skemmtilegt að bragða bjórinn sinn löngu seinna. Við vinirnir erum með ónýta frystikistu í um 15°C sem við notum undir 6 stk af hverjum bjór sem við bruggum.
Plimmó Brugghús
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Andri

Post by Andri »

Var að spjalla við afa um þetta. Hann sagðist hafa prófað bjórgerð eitthvað um 1963-64. Félagi hans keypti all grain kit frá þýskalandi, þetta varð að einhverjum dökkum öl, hann vissi ekki hvaða malt & humlar voru notaðir. En hann sagði svo að eftir að þetta var búið að gerjast og carbonated í flöskunum þá sagði hann mér að þetta hefði verið viðbjóður. Hann gleymdi svo einhvernveginn flöskunum niðrí geymslu í 2 ár og smakkaði svo... þá var þetta víst bara besti bjór sem hann hafði smakkað en hann þorði ekki að vera að drekka hann þannig að hann fór í ræsið
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Andri

Post by Eyvindur »

Þá er kannski vert að benda öllum á það, svo góður bjór endi ekki í fleiri niðurföllum, að það er nákvæmlega ekkert sem getur komið fyrir bjór sem getur verið heilsuspillandi. Ef bjórinn bragðast vel er alltaf óhætt að drekka hann.

Skammaðu afa þinn frá mér. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply