Eyvindur wrote:Leiðbeiningarnar hjá Ámunni geta verið varhugaverðar mjög. Hvað gerið varðar þarf ekkert að vera að það sé dautt - það getur hæglega tekið 2-3 vikur fyrir bjórinn að kolsýrast. Þú ert annars örugglega með hann í stofuhita, er það ekki?
All grain krefst einhverra tækja (fyrst og fremst þarf 35-50l pott), en kunnáttan sem þarf er nú ekki ýkja mikil. Ef þú kannt að lesa á hitamæli og getur haldið vatni sæmilega heitu með einhverju móti (kælibox með krana virkar vel) er það í raun allt og sumt. Fólk miklar þetta svolítið fyrir sér, en þetta er ekki flóknara en að baka köku. Ef þú getur farið eftir bakstursuppskrift geturðu bruggað AG.
Ég var með hann við örlítið lægri hita en stofuhita en var í þessu að flytja hann úr bílskúr inn í hús. Við það datt einn bjórinn á hliðina og virðist tappinn hafa losnað þannig það heyrðist þegar loft slapp úr flöskunni þannig ég skellti nýjum tappa á undir eins, en ekki þó áður en ég þefaði úr flöskunni. Hvað annað en þessi yndislega bjórlykt, laus við alla sætulykt, sem blasti við mér. Við nánari athugun virðist semsagt vera að byggjast upp kolsýra í flöskunum auk þess að freyðivínslyktin virðist ekki vera í miklu magni. Ég ætla samt að taka annað tékk á töppunum á öllum flöskunum, þeir virðast vera eitthvað leiðinlegir á sumum flöskunum, sérstaklega stóru flöskunum svo sem Móra og Budweiser. Sem betur fer eru lang flestar flöskurnar mínar 330ml flöskur.
En annars gæti verið að maður fari í frekari aðgerðir í næsta bruggi, svo sem AG eða partial mash, en það kemur allt í ljós.
Vill ég svo bæta við að þetta er frábær síða, ég bjóst ekki við að fá svona mörg góð svör á svo stuttum tíma, þetta virðist vera mjög gott og virkt samfélag.