Bjórúrval í Vínbúðunum

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Bjórúrval í Vínbúðunum

Post by halldor »

Sælir

Ef þið eruð eitthvað eins og ég þá drekkið þið meira af bjór en þið bruggið. Úrvalið í vínbúðunum hefur verið að breytast alveg svakalega mikið síðustu mánuði. Einhverjir bjórar detta út og aðrir koma inn. Mig langaði bara að minna ykkur á að þetta er á okkar valdi, hvort gæðabjórarnir haldist í sölu eða ekki. Það er ótrúlegt hversu mikil (hlutfallsleg) áhrif maður getur haft með því að benda vinum og vandamönnum á að kaupa þennan en ekki hinn o.s.frv. Til dæmis er ég búinn að kaupa 3% af öllum London Porter sem selst hefur á árinu 2009 :D (skv tölum í link hér fyrir neðan) og ábyggilega stuðlað að sölu að öðru prósenti.

Það er grátlegt að hugsa til þess að bjórar eins og Westmalle (Dubbel og Tripel), Hoegaarden, Franziskaner, Chimay, Duvel ofl. hafa dottið úr sölu.

Linkurinn hér fyrir neðan sýnir sölu sem af er ári... tölur um öl eru á síðustu bls. Ath. tölur frá 2000-2009 aðgengilegar á vinbud.is
http://www.vinbudin.is/Portaldata/1/Res ... n_2009.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Mig langar að benda á að Orval er greinilega á "gömlu" verði, kr. 395 og því býsna góð kaup. Mér þykir einnig líklegt að hann hverfi úr vínbúðum í nú í ár eða hækki um allavega 100 kr.. Þeir sem ekki hafa smakkað þann gæðabjór ættu að gera það hið fyrsta og þið hin ættuð að kaupa ykkur hann og geyma í 1 til 2 ár :)
Ég vil taka fram að ég tengist Orval eða heildsölum hans ekki á neinn hátt... ég var bara loksins að taka Orval í sátt og vil ekki að þið missið að tækifærinu til að gera hið sama.

Endilega kommentið ef þið hafið einhverju við þetta að bæta.

Jæja þetta er orðin langloka... takk fyrir að lesa
Plimmó Brugghús
User avatar
Korinna
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 7. May 2009 19:34
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Bjórúrval í Vínbúðunum

Post by Korinna »

Þetta er mjög áhugaverður listi og takk fyrir að senda hann hingað inn. Mér finnst mest grátlegt að austurrískt rauðvín er flokkað undir "annað" en ég á rúmlega 10% af heildarsölu hvítvíns frá Austurríki. Ég vona samt innilega að það fer ekki að detta út úr vínbúðum, þetta er oftast til hágæða vín á sæmilegu verði. Því miður fæst ekki bjór frá mínu heimalandi hérna á klakanum og ég efast um að þau fara að færa út kvíarnar eins og stendur :(
man does not live on beer alone
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Bjórúrval í Vínbúðunum

Post by Hjalti »

Væri nú gaman að sjá Stiegl og Gösser í ríkinu hérna :)

Við verðum bara að versla eins og við getum að Veingut Brundlmeier víninu okkar góða...

Ætli Keli eigi ekki hin 90%?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Post Reply