Fyrsti bjórinn hans Stjána

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by kristfin »

sælt veri fólkið.

eǵ hef verið svo önnum kafinn við önnur verkefni að ég hef ekki komist í að búa til öll tólin og tækin sem ég stefndi að. var kominn með kornmilli á teikniborðið og alles.

allavega. mig langar að leggja í bjór sem allra fyrst og gera hann úr maltextract. getið þið snillingarnir gefið mér einvherja uppskrift og helstu skref og tímasetningar. ég er búinn að lesa mér soldið til, en ég er ekki alveg með allar þessar mælingar og tímasetningar á hreinu. síðan eru uppskriftirnar soldið torf (ég er líka óþolinmóður). bjórinn verður að vera það góður að konan gúdderi þessar æfingar. hún hefur enga trú á bjórbruggi, en er æst í að búa til eplavín sem verður væntanlega lagt í líka.

uppáhaldið mitt er ale og mig mundi langa að búa til eitthvað svoleiðs.

þannig að. ef þið getið skotið á mig uppskrift með hráefnum sem ég get fengið hér á landi þá yrði ég þakklátur.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by Idle »

Það er náttúrlega maltsíróp í dósunum frá Coopers - en það er humlað malt. Annars sagði mér einhver að hreint maltsíróp fengist í apótekum, en ég veit svo sem ekki hvernig það virkar í bruggið?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by halldor »

kristfin wrote:
uppáhaldið mitt er ale og mig mundi langa að búa til eitthvað svoleiðs.
Ale er svolítið vítt hugtak, sjá hér:
http://www.hoppy.com/family/family.gif" onclick="window.open(this.href);return false;

Veldu endilega einhvern stíl undir ale sem þér finnst góður og eflaust geta einhverjir góðir gerjarar hjálpað þér með upppskrift.

Ég mæli alllllllls ekki með að nota malt extraktið úr Heilsuhúsinu eða apótekunum sem grunn í bjórinn þinn þar sem það er dýrt og maður veit ekkert með bragðið á þessu. Apótekin eru að selja þetta sem eitthvað hægðalosandi lyf þannig að ég efast um að mikil áhersla sé lögð á bragð þar.

Coopers sírópið er forhumlað en getur komið ágætlega út ef maður er ekki að bæta strásykri út í það
Plimmó Brugghús
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by kristfin »

ég keypti mér real ale í ámunni til að byrja með.

á ég ekki bara að bæta 1 kg af dekstrosa í það í stað strásykurs og laggó?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by halldor »

Jújú kýldu bara á það :)

Svo gætirðu líka keypt hunang ef þú fílar svoleiðis. Reyndar er ekkert svakalega mikið hunangsbragð af hunangsbjór finnst mér. Þetta er bara fínt í stað sykurs.
Plimmó Brugghús
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by kristfin »

frábært.

var að taka til í geymslunni og sækja föturnar og brúsana. held að ég hafi fundið 6 vínmæla og ýmislegt annað.

en er að sótthreinsa 2 fötur núna. epplasafinn og cooperinn býður
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by kristfin »

ég sá þennan snilling, sem btw er skuggalega líkur mér,
http://www.youtube.com/watch?v=sAJKWCdaPq4
hann setur eitthvað malt sírop með coopernum sínum?

er það eitthvað sem ég fæ hér á landi?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by sigurdur »

mögulega með CaraPils steep?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by Oli »

Þú færð ekki bragðgóðan bjór úr þessum kittum ef þú setur kíló af glúkósa í þetta, bjórinn verður þurr og súr. Ég myndi mæla með að prófa bara að setja 2 dollur af því sem þú keyptir í 23 lítra af vatni, sleppa sykrinum. Annar möguleiki er svo að kaupa 2 krukkur af maltextrakti í apótekinu og bæta svo við smá hrásykri til að ná OG, bjórinn verður kannski aðeins dekkri en örugglega bragðbetri.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by kristfin »

það verður ekki aftur tekið. í fötuna fór hann.

setti kíló af dextrosa með honum. laggó.

kaupi mér tima til að græja mig upp áður en ég fer í kornið
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by kristfin »

núna er bjórinn búinn að dunda sér við 21° síðan 17. eða í 6 daga. á öðrum og þriðja degi var mikill hamagangur í gerjuninni, vatnslásinn tæmdist einu sinni. en núna síðustu 3 daga hefur lítið sem ekkert bubbl verið. veit það á slæmt?

hvað á maður að láta þetta gerjast lengi, áður en það fer á flöskur
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by Hjalti »

Færi þetta í "Hvað er verið að gerja"
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by Eyvindur »

Gerjunin er líkast til búin, en ég myndi aldrei tappa á flöskur fyrr en í fyrsta lagi eftir 2-3 vikur. Þótt gerið sé hætt að gerja er það samt að gera heilmargt. Taka til eftir sig, skúra og þurrka af og þannig. Leyfðu því að klára sig af áður en þú lætur það flytja.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by kristfin »

bjórinn og epplavínið sitja hlið við hlið úti í skúr við 21°

ég lagði hvoru tveggja í 17. á eǵ ekki bara að leyfa bjórnum að klára 2 vikur áður en ég fer að stressa mig og eplunum í 6 vikur.

btw, hvernig reikna ég út hvað ég set mikinn dextrosa í bjórinn þegar hann fer á flöskurnar?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by Idle »

kristfin wrote:btw, hvernig reikna ég út hvað ég set mikinn dextrosa í bjórinn þegar hann fer á flöskurnar?
Hér er ágætis reiknivél: http://www.tastybrew.com/calculators/priming.html

Þú velur hve mikinn koltvísýring þú vilt (fyrirmyndar fellivalmynd sem gefur manni hugmyndir), magnið af bjór sem þú hefur (að vísu US gallon), og hitastigið við átöppunina.

Sem dæmi, notaði ég 100 gr. út í 14,5 lítra af síðasta bjórnum mínum, með CO2 hlutfallið 2,6.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by kristfin »

ég setti coopers real ale á flöskur eftir 13 daga. fékk 21 líter af öli eftir fleytingu. bætti við 140 grömmum af dextra til að prima.
setti á 42 hálfslíters plast gosflöskur. flöskurnar eru komnar niður i geymslu sem er við 18-20°, verða undir lopapeysum amk í 2 vikur.

flotvogin sagði 1004 við þetta tækifæri, en ég gleymdi að mæla fyrir gerjunin.

smakk á bjórnum í þessu ástandi minnti mann á piss og pilsner. vona að flöskunin geri eitthvað fyrir hann.

ég mældi áfengismagnið með hárpípumæli og það er sennilega milli 5 og 6 abv.

ef ég geri svona aftur, þá ætla ég að sleppa sykrinum í upphafi og tvöfalda maltið. jafnvel fá einvher speciality grain og steepa með þessu. vonandi fæðist mér vals í vikunni svo ég geti farið að allgreina.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsti bjórinn hans Stjána

Post by sigurdur »

Af minni reynslu þá reynist bjórinn mun betri þegar hann er búinn að fá að geymast aðeins á flöskum heldur en þegar hann er ný búinn með gerjun.
Ég nota að vísu bara glerflöskur, en ég efast um að það breyti nokkru máli á meðan þú drekkur þetta á innan við 1 ári
Post Reply