Já þú mátt alveg endilega drekka hann... þetta er ekkert meistarastykki að mig minnir, eitthvað hunangsöl.
Já ég sá að þetta er í Frakklandi... eeeeen ég dó ekki ráðalaus og sendi mail á Belgian Brewers Association (knights of the mashing fork eða eitthvað slíkt) og bað þá um upplýsingar og þeir sendu strax í morgun pdf skjal með upplýsingum um alla maltara í Belgíu... sem eru reyndar ekki nema sex talsins.
Gaman að heyra að gerið er að standa sig
Ég sótti bjórinn minn og Duvel glösin mín til systur minnar í dag og það er óhætt að segja að bjórsafnið mitt er að verða það girnilegt að ég þarf að fara að fjárfesta í læstum skáp svo ég klári þetta ekki allt. Nú bættust við 3 x 750 ml Duvel og 1 x 750 ml Tripel Karmeliet.
Reyndar smá leiðindi með Duvel glösin... þetta eru einhver dvergglös og taka ekki nema um 270 ml samkvæmt ónákvæmri mælingu hjá mér. Þau heita Duvel Apero og eru, af einhverri ástæðu, asnalega lítil. En þetta eru fullkomin glös fyrir smökkunina og í raun mun betri en stóru Duvel glösin væru

Ég fjárfesti bara í stóru glösunum í Belgíu 2010.