Hvaða ger notar maður fyrir sterka belgíska stíla?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Hvaða ger notar maður fyrir sterka belgíska stíla?

Post by halldor »

Sælir

Kemst maður upp með að nota þurrger ef maður ætlar að fara upp í 8, 9 eða jafnvel 10% í alc/vol?
Hversu hátt hafið þið farið með þurrger?
Lifir Wyeast af ferðalagið yfir Atlantshafið í farangursgeymslu flugvélar?
Hvaða þurrger hafið þið verið að nota í Dubbel, Tripel, Quadrupel, Belgian Strong Ale o.s.frv.
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvaða ger notar maður fyrir sterka belgíska stíla?

Post by Eyvindur »

Árni er maðurinn til að svara þessu. Ég veit að hann hefur jafnan ræktað upp ger úr flöskum með botnfalli.

Og já, fljótandi ger getur vel lifað ferðina yfir hafið af. En það gæti líka alveg klikkað. Þurrgerið er öruggara, en hitt er ekkert útilokað.

Hvað þurrger varðar eru Fermentis með tvær gertegundir sem henta í belgískt öl, Safbrew T-58 og Safbrew S-33. Báðar tegundir eru sagðar þola áfengismagn upp á 11,5%. Þú getur fundið upplýsingar um þetta á http://www.fermentis.com.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Hvaða ger notar maður fyrir sterka belgíska stíla?

Post by arnilong »

Ég hef smakkað Strong Golden gerðan með T-58 geri og hann var um 8%, mjög góður.

Ég er frekar nýbyrjaður að nota þurrger, ég hef alltaf keypt fljótandi ger að utan með góðum árangri. Þegar ég hef verslað það hef ég ætíð keypt þetta hérna með sem mér þykir nauðsyn:
http://www.northernbrewer.com/brewing/c ... -pack.html

Ég hef bara einu sinni fengið dautt ger að utan af svona 20 skiptum sem ég hef verslað fljótandi ger.

En varðandi það að rækta uppp ger úr flöskum, þá er það ekkert mál en tekur frekar langan tíma. En ef þú vilt Halldór, þá er ég alveg til í að rækta upp úr einum Saison Dupont og við splittum starternum. Ja, eða einhverjum öðrum sem þú villt rækta upp úr, ég veit að þú átt nóg af girnilegum gerlum :D . Þó girnist ég meira lambic flóruna úr villtu bjórunum þínum :beer:
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Hvaða ger notar maður fyrir sterka belgíska stíla?

Post by arnilong »

Ég þarf ekkert endilega að vera í með þessu en þú ættir endilega að byggja upp starter úr einhverjum af þessum ljúfu bjórum sem þú átt. Ég get fylgt þér í gegnum það.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Hvaða ger notar maður fyrir sterka belgíska stíla?

Post by halldor »

Hvað segirðu um að þú kennir mér öll trixin í þessu og þú mátt í staðinn rækta upp úr Gueze-inum Faro-inum Saison-inum Duvel-unum og bara öllu sem þú girnist. Ætli Duvel sé conditionaður með sama primary gerinu? Ég mun allavega eiga nóg af honum innan skamms :)

Hvað segirðu um að ég kíki til þín með Saison Dupont-inn í næstu viku og þú sýnir mér hvernig þetta er gert? Þú mátt eiga allt gerið og i staðinn fæ ég að smakka Lambic-inn þinn :) Áttu eitthvað af honum óblandað eða settirðu bláber í allt? Svo væri ég heldur betur til í að smakka gullna sterkölið þitt.
Plimmó Brugghús
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Hvaða ger notar maður fyrir sterka belgíska stíla?

Post by arnilong »

K-L-árlega!!

Óblandaði Lambic-inn er reyndar ekki til lengur, hann er allur á kafi í berjum. En ég á jú Strong golden sem þú mátt gæða þér á.

Duvel er sagður af framleiðanda vera gerjaður í primary af tveimur gerlum og primaður með öðrum af þeim fyrrnefndu.

Saison Dupont gerlarnir hafa einmitt þótt góðir í ræktun úr flösku, mig hlakkar mikið til.

Láttu bara vita samdægurs og ég útbý virtinn.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Hvaða ger notar maður fyrir sterka belgíska stíla?

Post by arnilong »

Halldór, þið Elli gleymduð bjór hjá mér í gær. Á ég að drekka hann? Hvað er í honum(merktur #5)?

Svo skjátlaðist mér með Franco-Belges möltunina, hún er víst í grennd við París í Frakklandi.

Já, og ég bætti meiri virti ofan á starterinn í morgun, þetta virðist vera hörkuger sem þú komst með til mín :D
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Hvaða ger notar maður fyrir sterka belgíska stíla?

Post by halldor »

Já þú mátt alveg endilega drekka hann... þetta er ekkert meistarastykki að mig minnir, eitthvað hunangsöl.

Já ég sá að þetta er í Frakklandi... eeeeen ég dó ekki ráðalaus og sendi mail á Belgian Brewers Association (knights of the mashing fork eða eitthvað slíkt) og bað þá um upplýsingar og þeir sendu strax í morgun pdf skjal með upplýsingum um alla maltara í Belgíu... sem eru reyndar ekki nema sex talsins.

Gaman að heyra að gerið er að standa sig :)

Ég sótti bjórinn minn og Duvel glösin mín til systur minnar í dag og það er óhætt að segja að bjórsafnið mitt er að verða það girnilegt að ég þarf að fara að fjárfesta í læstum skáp svo ég klári þetta ekki allt. Nú bættust við 3 x 750 ml Duvel og 1 x 750 ml Tripel Karmeliet.

Reyndar smá leiðindi með Duvel glösin... þetta eru einhver dvergglös og taka ekki nema um 270 ml samkvæmt ónákvæmri mælingu hjá mér. Þau heita Duvel Apero og eru, af einhverri ástæðu, asnalega lítil. En þetta eru fullkomin glös fyrir smökkunina og í raun mun betri en stóru Duvel glösin væru :) Ég fjárfesti bara í stóru glösunum í Belgíu 2010.
Plimmó Brugghús
Post Reply