Skipti á bjór í jóladagatali 2016

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply

Staður og tegund

Poll ended at 22. Nov 2016 19:44

Fimmtudagur 24
11
22%
Þriðjudagur 29
16
31%
--------------------
1
2%
Hratt og fljótt
7
14%
Meira mingl
16
31%
 
Total votes: 51

User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Skipti á bjór í jóladagatali 2016

Post by æpíei »

Við viljum biðja ykkur um að velja hvaða dagur hentar best fyrir flöskuskiptin. Það sem kemur til greina er fimmtudagur 24. nóv eða þriðjudagur 29. nóv. Það væri líka gaman að heyra hvernig þið viljið hafa þennan viðburð, hratt og fljótt eða meira mingl með veitingum og slíku. Fyrir þann síðarnefnda kost er ekkert því til fyrirstöðu að allir geti mælt, ekki bara þau sem eru að skipta á flöskum. Stefnum á Friðarhúsið hvort kvöldið sem er valið.

Veljið hér að ofan. Ef ykkur er sama getið þið valið báða dagana og báða valmöguleikana um tegund viðburðar.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Skipti á bjór í jóladagatali 2016

Post by æpíei »

Skiptin fara fram annað hvort fimmtudaginn 24. eða þriðjudaginn 29. nóv, fer eftir vali ykkar hér að ofan. Líklegast verður það í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 (á horni Snorrabrautar). Allir sem skráðir eru í dagatalið verða að mæta þá ef þeir hafa ekki skilað af sér bjórnum áður. Bjór verður þá skipt upp á þátttakendur og fara þeir með hann heim þá um kvöldið. Bjór sem berst eftir það verður ekki með í dagatalinu og þeir sem skila eftir það fá ekki bjóra frá hinum þátttakendunum.

Ef fólk sér ekki fram á að komast í Friðarhúsið verður hægt að skila af sér bjór fyrirfram hjá brew.is fram til kl. 18:00 daginn sem skiptin verða. Einnig verður líklega hægt að koma bjór í Friðarhúsið fyrr þann dag. Þeir sem skila bjór þannig geta sótt bjóra sína í brew.is daginn eftir skiptin.

Staðið verður að skilum og skiptum á eftirfarandi hátt:

- Merkja skal tappann á hverri flösku með númeri dags (sjá hér hvaða númer hver er með).
- Önnur merking á flöskum er frjáls en gaman væri að flöskur hefðu fallegan miða eða upplýsingar um innihaldið.
- Skila skal inn 26 flöskum
- Flöskum frá hverjum þátttanda er komið fyrir í Friðarhúsinu í röð, þ.e. 1 til 26
- Þegar allur bjór er kominn fer þátttakandi nr. 1 og tekur eina flösku af hverju númeri, og svo koll af kolli
- Ef það vantar einhver númer þá verða þátttakendur sjálfir að sjá um að fylla í þau er heim kemur.
- Þátttakandi tekur allar umframflöskur (ef einhverjar) af sínu númeri en er frjálst að skipta við aðra eða deila þeim á hvern þann hátt er hann kýs.
- Þátttakendur eru hvattir til að deila uppskrift sinni á uppskriftavef Fágunar.

Á hverjum degi í desember mun Fágun setja inn mynd af bjór dagsins á Facebook síðu sína. Þátttakendur eru hvattir til að kommenta á myndina hvað þeim finnst um bjór dagsins.

Þátttakendur eru hvattir til að koma með sér eitthvað af auka bjór og öðru í Friðarhúsið þannig að þetta verði skemmtileg samkoma. Sjáumst þá.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Skipti á bjór í jóladagatali 2016

Post by æpíei »

Við minnum á skiptin á jólabjórnum á þriðjudag kl. 8 í Friðarhúsi. Ef þið getið ekki komið þá þá getið þið skilað til Brew.is fram að því og náð í strax á miðvikudag.

Tveir hafa dottið úr og einn komið í staðinn þannig að þetta verða 25 bjórar. Heppilegt að nr. 26 datt út svo það verður ekki neitt gap.

Þar sem þetta eru 25 bjórar þá megið þið koma með 24 st flöskur í skiptin. Passið þá að merkja vel kassann ykkar ef þið skilið honum til brew.is svo þið fáið réttan kassa (þann sem er ekki með ykkar flösku í) til baka.

Við ætlum að hafa dagatal á Facebook eins og í fyrra. Það er mjög vel séð ef þið vilduð merkja flöskurnar ykkar eða skreyta á einhvern hátt. Þó það væri ekki nema ein flaska handa okkur (eða þið getið sent mér mynd). Ef þið treystið ykkur ekki til þess þá áskiljum við okkur rétt á að sýna flöskur ykkar hvernig sem við viljum ;)

Loks hvetjum við ykkur til að setja inn uppskrift hér á fagun undir Uppskriftir.

Sjáumst á þriðjudag!
Post Reply