Námskeið um BJCP, bjórstíla og off-flavor

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Námskeið um BJCP, bjórstíla og off-flavor

Post by æpíei »

Fágun stendur fyrir námskeiði um BJCP, bjórstíla og off-flavor smökkun föstudagskvöldið 6. maí nk. Námskeiðið er haldið á Búrinu, Grandagarði 35, og hefst kl. 19:00.

Leiðbeindur eru hjónin Chris Cuzme og Mary Izett sem koma frá New York á vegum Fágunar til að vera með okkur helgina kringum keppnina. Þau hafa hvort um sig verið formenn í Malted Barley Appreciation Society bjórklúbbnum í Brooklyn og New York Homebrewers Guild í New York og eru heiðursmeðlimir þess síðarnefnda. Þau eru bæði með BJCP dómararéttindi og hafa dæmt fjölmargar keppnir í Bandaríkjunum og auk þess staðið fyrir mörgum námskeiðum um bjórsmökkun. Þá halda þau úti podcasti á Fuhmentaboudit og eiga gypsy brugghúsið Cuzett Libations sem starfar í Brooklyn. Þá hafa þau gefið út kennsluefni í bruggun og Mary gaf út bók í fyrra um gerð á léttum drykkjum, Speed Brewing.

Lausleg dagskrá er eftirfarandi:
Short discussion on BJCP
- Encourage knowledge, understanding, and appreciation of the world's diverse beer, mead, and cider styles;
- Promote, recognize, and advance beer, mead, and cider tasting, evaluation, and communication skills; and
- Develop standardized tools, methods, and processes for the structured evaluation, ranking and feedback of beer, mead, and cider.
- BJCP style guide
BJCP beer judge certification
- What are the benefits of having a BCJP judge certification?
- Preparation and exams (online options for Iceland?)
- How are typical BJCP beer competitions judged?
Introduction to off-flavor detecting.
- what are off flavors and why do they appear in your beer?
- what can I do to limit the off flavors?

Þá fer fram smökkun á "off-flavor" bjórum með það að markmiði að þátttakendur læri að þekkja off-flavor í bjórum, hvað veldur og hvernig megi koma í veg fyrir þau.
Aðeins 20 sæti eru í boði. Þátttökugjald er 3000 kr. fyrir gilda félagsmenn Fágunar 2016 en 5000 fyrir aðra. Það nægir að greiða félagsgjald á sama tíma og skráð er í námskeiðið. Sjá nánar hér.

Skráning er skv. fyrstur kemur fyrstu fær. Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 25. apríl kl. 12 á hádegi. Þá verður birtur hlekkur hér á skráningarformið.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Námskeið um BJCP, bjórstíla og off-flavor

Post by æpíei »

Skráningarblað fyrir námskeiðið má finna hér.

Eftir að hafa skráð sig þarf að millifæra upphæð (annað hvort 3000 eða 5000) á Fágun, á reikning 0323-26-63041, kennitala 6304102230, og muna að láta senda kvittun á skraning [hjá] fagun.is, tiltaka "námskeið" í athugasemd. Við munum svo senda staðfestingu á að skráning sé gild.

Ef það verður umframeftirspurn munum við hafa biðlista og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma öllum fyrir sem þess óska. En á þessu stigi getum við bara staðfest þennan fjölda. Því fyrr sem þú skráir þig því öruggari ertu með að komast á þetta námskeið.
HlynDiezel
Villigerill
Posts: 10
Joined: 6. Dec 2010 15:17

Re: Námskeið um BJCP, bjórstíla og off-flavor

Post by HlynDiezel »

Millifæri ég á ykkur 8000 kall ef ég hef hug á að skrá mig í fágun samhliða?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Námskeið um BJCP, bjórstíla og off-flavor

Post by æpíei »

HlynDiezel wrote:Millifæri ég á ykkur 8000 kall ef ég hef hug á að skrá mig í fágun samhliða?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Námskeið um BJCP, bjórstíla og off-flavor

Post by æpíei »

Það fylltist hratt í námskeiðið. Það er þó enn hægt að skrá sig og við munum gera allt sem við getum til að taka við öllum.
MargretAsgerdur
Villigerill
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Re: Námskeið um BJCP, bjórstíla og off-flavor

Post by MargretAsgerdur »

Skráningin á námskeiðið hefur farið fram úr björtustu vonum og því neyðumst við til að hefja nú biðlista. En eins og áður segir munum við gera allt sem við getum til að taka við öllum!
Fyrrverandi forynja Fágunar
Post Reply