Mánaðarfundur 15. febrúar mánudaginn á Hlemmi Square

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
MargretAsgerdur
Villigerill
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Mánaðarfundur 15. febrúar mánudaginn á Hlemmi Square

Post by MargretAsgerdur »

Sælir kæru gerlar!

Mánaðarfundur febrúar verður haldinn á Hlemm Square, mánudaginn 15. febrúar kl.20:00.
Hlemmur Square er til húsa á Laugarvegi 105 en þar er 25% aflsáttur til félaga Fágunar, hægt verður að nálgast félagsskírteini þar, minni alla á að skrá sig í félagið.
Vegna mikillar umræðu sem hefur skapast á facebook group-unni Heimabruggarar mun fræðslu erindið snúast um sjálfvirkar og hálfsjálfvirkar brugggræjar og rætt um helstu týpur.
Fyrrverandi forynja Fágunar
MargretAsgerdur
Villigerill
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Fræðsluerindi fundarins frá Hrafnkeli

Post by MargretAsgerdur »

Hálf- og sjálfvirk bruggtæki

Grainfather
Grainfather er tiltölulega nýtilkomið. Kom á markað fyrir um það bil ári frá Nýsjálensku fyrirtæki sem heitir Imake. Þeir framleiða einnig allskonar bjór og vín kit, en eru sennilega þekktastir fyrir grainfather og mangrove jacks ger línurnar.
Grainfather er framleiddur í Kína og er frekar "basic", miðað við aðrar all in one græjur. Grainfather kemur með dælu, einfaldri hitastýringu og varmaskipti - counter flow chillir. Það eru til tvö hitaelement í grainfather, 2000W og 500W. 500W fyrir meskingu og 2000W (+500W) fyrir suðu.

Kostir
-Til í einni stærð, sem getur gert 20-25 lítra lagnir. Hægt að meskja allt að 9kg af korni í einu
-Nokkrir aukahlutir til, t.d. vatnshitari, hitajakki, eimingarhattur og fleira á góðu verði
-Verð. Grainfather er á frábæru verði.
-Einfalt og margir sem eiga grainfather. Auðvelt að fá aðstoð með notkun og "mods"
-Sveigjanleiki - meira korn sem getur þýtt sterkari bjórar og meiri sveigjanleiki í uppskriftum
-Kælir fylgir með - minna sem þarf að kaupa auka til að geta byrjað að brugga

Gallar
-Hitastýringin er of einföld (on/off, ekki PID) og það þarf að nota minna element til að hún skjóti ekki yfir hitastig í meskingu
-Framleidd í Kína og það sést, þynnra í pottina og minna "robust" partar

Braumeister
Græjur sem hafa verið á markaðinum í u.þ.b. 5 ár. Framleiðandinn, Speidel, framleiðir líka ýmis stærri tæki og tanka fyrir stór brugghús.
Braumeister er til í 5 stærðum, 10, 20, 50, 200 og 500 lítra. Eru þekktar fyrir einfalt viðmót og mikla sjálfvirkni. Nýja útgáfan, sem kom út árið 2015 er með fullkomna tölvu með litaskjá og hægt að tengja við wifi og uppfæra hugbúnaðinn.

Kostir
-Fullkomin tölva sem stýrir elementi með reiknilíkani sem tryggir mikla nákvæmni
-Heldur utan um uppskriftir og með timer og bjöllur sem láta vita þegar það þarf að gera eitthvað, eins og t.d. þegar bæta á korni í, taka það úr, bæta við humlum o.fl.
-Meskiprógrömm í mörgum stigum - t.d. byrja á prótein rest og vinna sig hægt og rólega upp í mashout í skrefum án athygli frá notanda.
-Wifi og húgbúnaðaruppfærslur í boði
-Support. Framúrskarandi þjónusta, no questions asked varahlutir o.fl.
-Gæða partar. Allir partar eru valdir með gæði og endingu í huga, vekki verð

Gallar
-Kostnaður. Braumeister kostar 2x meira en grainfather og flestir eiga erfitt með að réttlæta það að borga a.m.k. 2x mera fyrir fídusana sem braumeister bjóða upp á
-Takmarkað kornmagn - krókaleiðir til að gera stóra bjóra

Hvort er betra? - Niðurstaða?
Það fer eftir notandanum. Ég [Hrafnkell] held að lang flestir myndu kaupa braumeister ef hann væri á svipuðu verði og grainfather. Grainfather eru frábærar græjur, á frábæru verði. Grainfather er næstum á þannig verði að það væri svipað dýrt að smíða græjur sjálfur. Grainfather hefur sína vankanta, en fyrir flesta þá er það ekkert sem þvælist fyrir.
Ég [Hrafnkell] hef bruggað með báðum og þegar það kom að því að velja græjur fyrir brew.is endaði ég á því að velja 10 lítra braumeister, aðalega vegna þess að ég get bruggað í búðinni á meðan ég er að afgreiða. Braumeister sér um það mikið fyrir mig að ég get sinnt búðarstörfum á meðan braumeister lullar á bakgrunninum. 10 lítra lagnir eru líka mjög hentug stærð fyrir tilraunamennsku.

Aðrar græjur

Picobrew / Zymatic
Al sjálfvirk græja, lítil reynsla komin á þær. Bætir humlum í sjálfvirkt og gríðarlega einfalt í notkun. Hár verðmiði.

Blichmann Breweasy
Einnig frekar dýrar græjur, e.t.v. örlítið ódýrari en braumeister, en töluvert sveigjanlegri og hands on.

Brew boss
BIAB með hringrás og korn körfu. Þekki þær ekki vel, en stýringin er nettengd og fleira spennandi.
Fyrrverandi forynja Fágunar
Post Reply