Jólakattapiss - Berliner Weisse - Jóladagatal 2015 #13

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Jólakattapiss - Berliner Weisse - Jóladagatal 2015 #13

Post by gm- »

Hér er minn bjór í jóladagatalinu.

Það leit nú á tímabili út fyrir að ég gæti ekki tekið þátt þar sem það tók aðeins lengri tíma en ég hélt að koma sér fyrir eftir flutning á klakann, en hann Siggi (æpíei) formaður kom mér til bjargar og tryggði að ég væri með í ár.

Uppskriftin er einföld:
Batch Size (fermenter): 6.34 gal
OG: 1.042 SG
FG: 1.010 SG
Estimated IBU: 6.0 IBUs

Boil Time: 15 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
2.00 kg Pilsner (2 Row) Ger (2.0 SRM) Grain 1 50.0 %
2.00 kg Wheat Malt, Pale (Weyermann) (2.0 SRM) Grain 2 50.0 %
40.00 g Hallertauer Mittelfrueh [2.70 %] - Boil Hop 3 6.0 IBUs
1.00 Items Whirlfloc Tablet (Boil 5.0 mins) Fining 4 -
0.50 tsp Yeast Nutrient (Boil 5.0 mins) Other 5 -
2.0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast 6 -

100 g Nelson Sauvin - Dry hop 4 days


Bjórinn var súrmeskjaður niður í 3,63, áður en hann var soðinn með Hallertauer humlunum í 15 mínútur.

Eftir það var hann svo gerjaður með 2 pökkum af US-05, áður en hann var þurrhumlaður með 100 gr af Nelson Sauvin í 3-4 daga.

Nafnið dregur hann af einmitt af lyktinni, en súrleikinn og nelson humlarnir minna margt saman á hvítvín, en hvítvínum frá Nýja-Sjálandi er oft lýst að þau hafi angan af kattapissi og gæsaberjum :lol:

Þeim sem þykir hann of súr gætu prófað að bæta smá sýrópi af einhverri gerð útí til að gera hann sætari.

Umræður um bjórinn á Facebook eru hér
Last edited by gm- on 6. Jan 2016 11:07, edited 1 time in total.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólakattapiss - Berliner Weisse - Jóladagatal 2015 #13

Post by Eyvindur »

Ég hef ekki verið svona spenntur fyrir desember síðan ég var barn!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply