Skil í jóladagatal 2015

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Skil í jóladagatal 2015

Post by æpíei »

Að frumkvæði Guðjóns félaga okkar frá Kanada þá verður í fyrsta skipti í ár haldið bjóra-jóladagatal á Íslandi. Viðtökurnar voru strax gríðarlega góðar og er löngu fullbókað í dagatalið alla 31 daga desembermánaðar. Allt um dagatalið má sjá hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=3566

Nú fer að líða að skilum í dagatalið og skiptingu á bjórnum. Því er ekki úr vegi að taka saman hér hvernig staðið er að því.

Skiptin fara fram miðvikudaginn 25. nóvember kl. 20:00 í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 (á horni Snorrabrautar). Allir sem skráðir eru í dagatalið verða að mæta þá ef þeir hafa ekki skilað af sér bjórnum áður. Bjór verður þá skipt upp á þátttakendur og fara þeir með hann heim þá um kvöldið. Bjór sem berst eftir það verður ekki með í dagatalinu og þeir sem skila eftir það fá ekki bjóra frá hinum þátttakendunum.

Ef fólk sér ekki fram á að komast í Friðarhúsið verður hægt að skila af sér bjór fyrirfram hjá brew.is fram til kl. 18:00 miðvikudaginn 25. nóvember. Einnig er hægt að koma bjór í Friðarhúsið frá 16:00 þann dag. Þeir sem skila bjór þannig geta sótt bjóra sína í brew.is frá fimmtudeginum 26. nóvember.

Staðið verður að skilum og skiptum á eftirfarandi hátt:

- Merkja skal tappann á hverri flösku með númeri dags (sjá hér hvaða númer hver er með).
- Önnur merking á flöskum er frjáls en gaman væri að flöskur hefðu fallegan miða eða upplýsingar um innihaldið.
- Skila skal inn einum kassa, einni kippu og 1 stakri flösku (nema menn hafi betri aðferð til að koma öllum bjórnum saman). Merkja skal kassa að utan með númeri.
- Flöskum frá hverjum þátttanda er komið fyrir í Friðarhúsinu í röð, þ.e. 1 til 31.
- Þegar allur bjór er kominn fer þátttakandi nr. 1 og tekur eina flösku af hverju númeri, og svo koll af kolli
- Ef það vantar einhver númer þá verða þátttakendur sjálfir að sjá um að fylla í þau er heim kemur.
- Þátttakandi tekur allar umframflöskur (ef einhverjar) af sínu númeri en er frjálst að skipta við aðra eða deila þeim á hvern þann hátt er hann kýs.
- Þátttakendur eru hvattir til að deila uppskrift sinni á uppskriftavef Fágunar.

Á hverjum degi í desember mun Fágun setja inn mynd af bjór dagsins á Facebook síðu sína. Þátttakendur eru hvattir til að kommenta á myndina hvað þeim finnst um bjór dagsins.

Þátttakendur eru hvattir til að koma með sér eitthvað af auka bjór og öðru í Friðarhúsið þannig að þetta verði skemmtileg samkoma. Sjáumst þá.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Skil í jóladagatal 2015

Post by æpíei »

Elvar stefnir á að vera í Friðarhúsi frá kl 16. Hringið í mig í 6926141 ef þið lendið í vandræðum með að hitta á hann.

Við hefjum skiptin um leið og allar flöskur hafa skilað sér, þó ekki seinna en 21:00 nema eitthvað sérstakt komi upp á.

Það er alveg leyfilegt að taka með sér auka flöskur af ykkar bjór eða öðrum, gefa smakk, þyggja smakk, bítta flöskum eða hvað eina annað. Góða skemmtun.
Post Reply