15L gerjunarfata

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
robertak
Villigerill
Posts: 8
Joined: 16. Nov 2015 14:05

15L gerjunarfata

Post by robertak »

Góðan daginn

Ég er að velta fyrir mér hvort einhver viti hvar maður myndi finna c.a. 15L plast gerjunarfötu (ekki með krana :D). Langar að fara í það að brugga mjög litla batcha, á maður bara að fara í carboyinn frekar? Mér leiðist að þurfa að vera að dúttla með trekkt og eitthvað, væri voða einfalt að hella bara í plastfötu, sérstaklega þar sem ég er að fara að gera þetta bara í kranalausum potti á eldavél.
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: 15L gerjunarfata

Post by Dabby »

Skoðaðu endilega heimasíðuna hjá Saltkaup. ég asnaðist til að kaupa mér eina 20 l fötu þar sem ég nota aldrei en þeir gætu líka átt 15 l fötur. Þetta eru matvælafötur þ.a. þú verður sjálfur að bora gat fyrir vatnslásnum, en þær eru líka ódýrar þ.a. það er vert að skoða þessa lausn. Hrafnkell getur svo selt þér vatnslás og gúmmí á fötuna.
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: 15L gerjunarfata

Post by eddi849 »

Sæll
Afhverju viltu ekki krana ?
Mig minnir að það sé til 15 L fata í ámuni en hún er með krana. Ég vill allavegana alltaf hafa krana á gerjunarfötuni því þá er svo þægilegt að taka sýni.

Kv Eyþór
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
robertak
Villigerill
Posts: 8
Joined: 16. Nov 2015 14:05

Re: 15L gerjunarfata

Post by robertak »

Ég spurðist fyrir og las mig til og sýndist á öllu að krani á gerjunarfötu væri ekki málið, þá sérstaklega með tilliti til þrifa og sýkingar. Taldi bara að þessar fötur með krana væru þá notaðar í átöppunina frekar. Það er svosem gott að vita af því að það séu einhverjir sem nota þær samt. Ég hugsa að ég sé ekki að fara að taka nein sýni fyrr en bara á átöppun. En kannski maður ætti ekki að láta kranann á ámu fötunni stoppa sig, maður gæti þá bara sleppt því að nota hann.
User avatar
Jökull
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Jan 2015 19:24

Re: 15L gerjunarfata

Post by Jökull »

Sá í byko fötur í ýmsum stærðum en líka tunnur (þessar hvítu með rauða lokinu) í stærðum frá fáum lítrum og eitthvað upp úr, allt saman án krana. Þarf bara að bora fyrir vatnslásnum (þeir seldu þéttigúmmí). Var á gangi með einhverju gerjunardóti sem þeir eru með.
I gerjun: PUNK
A flösku: Rouge Amber ale og Zombie Dust
A kút: :(
Næst: Alt, cream, ljósöl, hveitbjór...
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: 15L gerjunarfata

Post by hrafnkell »

Held að byko séu bara með 10 og svo 20 lítra fötur... 15 lítra virðist vera voðalega "skrýtin" stærð, mér hefur amk gengið frekar illa að finna hana.
robertak
Villigerill
Posts: 8
Joined: 16. Nov 2015 14:05

Re: 15L gerjunarfata

Post by robertak »

Takk fyrir góð svör!

Heyrði í saltkaupum, þeir eiga ferkantaða plastfötu sem er c.a. 17 lítrar, hún kostar reyndar bara einhvern 400 kall eða eitthvað, ætli hún sé þá of þunn? Er annars eitthvað verra að þetta sé ferkantað? Annars er ég að verða heitari og heitari fyrir bara 3 gallona carboy.

Heyrði reyndar líka í þeim í ámunni og fékk þau svör að þeir væru að panta meira af þessum 15L tunnum sem eru með krananum og að þeir myndu líka panta kranalausar ef þær væru til (ætluðu að spyrja framleiðanda). Tékka kannski á þeim í næstu viku og sé til hvort þeir geti svarað því hvort þeir fái þetta eða ekki.
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: 15L gerjunarfata

Post by Dabby »

ég myndi hikstalaust nota annaðhvort 17 lítra box eða 20 l fötu frá saltkaup. Þeir eru svona ódýrir aðallega af því að verðið miðast við umbúðasölu og kaupendur sem kaupa þúsundir eða tugþúsundir eintaka á ári. En vissulega er þetta hugsað sem einnota umbúðir og því eitthvað þynnra í því, en þetta ber sig fullt af vatni og það er nóg... þú getur þá bara endurnýjað oftar. Sumir hafa farið í að endurnýja fötur reglulega vegna sýkinga sem virðast setjast í plastið þ.a. ódýrt og þunnt getur líka verið kostur.
robertak
Villigerill
Posts: 8
Joined: 16. Nov 2015 14:05

Re: 15L gerjunarfata

Post by robertak »

Jamm ok, ég er að hugsa s.s. BIAB með 17 lítra potti - sá fram á að yielda kannski 10 lítra, potturinn er frekar hár og mjór og því vonaðist ég eftir minna boiloffi. Er ég ekki annars að hugsa það rétt að 15 væri nálægt optimal, 12 væri tæpt en geranlegt, 17 væri rúmt og 20 væri komið í að vera of mikið?
arnthor
Villigerill
Posts: 10
Joined: 21. Aug 2015 12:42

Re: 15L gerjunarfata

Post by arnthor »

Hef verið að gera 10l batch-a í 15l potti og það er ágætis stærð meðan maður er að gera litla bjóra.
Verður samt mjög flótt óþægilega fullur ef maður vill gera eithvað sterkara enn 5-6%.
robertak
Villigerill
Posts: 8
Joined: 16. Nov 2015 14:05

Re: 15L gerjunarfata

Post by robertak »

Verður samt mjög flótt óþægilega fullur ef maður vill gera eithvað sterkara enn 5-6%.
vá hvað ég misskildi þetta í fyrstu lesningu :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: 15L gerjunarfata

Post by hrafnkell »

arnthor wrote:Hef verið að gera 10l batch-a í 15l potti og það er ágætis stærð meðan maður er að gera litla bjóra.
Verður samt mjög flótt óþægilega fullur ef maður vill gera eithvað sterkara enn 5-6%.
Ég tek undir þetta. Ég hef stundum verið að gera 10l lagnir á eldavélinni hjá mér í 15-16 lítra potti og hefur fundist hann mætti vera stærri :)
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: 15L gerjunarfata

Post by Herra Kristinn »

Lítið mál að ná 10L úr 13L potti, svo lengi sem mesking fer fram í kæliboxi. Ég nota 15L kælibox og BIAB pokann, c.a. 8L fyrst svo 6L sparge móti 2kg af korni gefur mér c.a. 12-13L í suðu sem endar í nánast sléttum 10L í gerjun. Lítið mál að gera stærri bjóra með þessu, bara sparge'a oftar :-)
Post Reply