Hjalti wrote:Andri ofur snillingur tók sig til og hjálpaði mér með að koma brugg settinu saman hjá mér og við tókum smá rúnt í leit að íhlutum og svona.
L1040220.jpg
Ég veit ekki hvort fólk hefur reynslu af þessu eða ekki, en ég var að lesa 'How to brew' og fór í gegn um mashing/lautering kaflann.
Áhugaverður partur var þessi
Another extraction efficiency problem that needs to be considered when designing your tun is preferential flow down the walls. The smooth space between the grainbed and the wall of the tun can be the path of least resistance to the drain. To minimize this short circuiting, false bottoms should fit tightly and manifold tubes should be spaced so that the distance from the outer tubes to the wall of the tun is half of the inner tube spacing (see Figure 88). For example, a manifold with a tube spacing of 6 inches should have 3 inches of space between the manifold and the adjacent walls. Preferential flow is more of a concern in false-bottom systems because a loose fitting false bottom with a gap at the wall presents a unobstructed flow path to the drain.
Þetta skiptir bara máli ef þú notar fly sparge (stöðuga skolun). Ef þú notar batch sparge (lotuskolun) skiptir þetta engu máli. Þá ertu að hræra skolvatninu saman við kornið í hverri skolun (misjafnt hvort fólk skolar einu sinni, tvisvar eða jafnvel þrisvar), þannig að lögun og gerð síunnar í botninum verður aukaatriði.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Athugaðu þó að ef þú ert að lesa netútgáfuna, þá er það fyrsta útgáfa bókarinnar, og þá var tiltölulega nýbyrjað að nota Batch sparge eftir nokkurt hlé, og þá voru töluverðir fordómar gegn slíku. Þetta hefur þó breyst, og í dag held ég að um 70% heimabruggara kjósi heldur lotuskolun en stöðuga skolun. Enda hefur það sýnt sig að ef maður er ekki með mjög fullkomið og nákvæmt kerfi er næsta víst að maður fær meiri nýtni út úr lotuskolun. Hins vegar ef maður nennir að standa í því að gera endalausar prófanir og fullkomna hinsegin kerfi er hægt að fá fyrirtaks nýtni úr henni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Jæjja, reyndi að setja í elementið mitt í dag en vandinn er sá að þetta er ekki alveg þétt, þetta fer að leka þegar það er 15 cm hærri vatn en elementið sjálft... Núna er að finna eitthvað til þess að þétta þetta betur og stækka hringinn örlítið.
Þarf að finna eitthvað út úr því en tankurinn er að ráða vel við kranavatn og bognar ekkert, spurning hvernig hann höndlar suðu samt en það kemur bara í ljós þegar ég næ að þétta elementið almennilega!
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Ef þú ert handlaginn með dúkahníf eða öðru beittu áhaldi (skæri ættu mögulega að duga) og þú átt eitthvað sílíkon bökunardót, þá ættiru að geta útbúið þéttihringi fyrir elementin.
Var að berjast við þetta með dúkahnífnum mínum, skærunum, bor og fleiru áðan en var ekki að ná að gera þetta jafnt og gott.
Það er ágætis sílikon hringur sem coverar þetta en ég held ég þurfi bara að laga gatið betur....
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Síldartunnan er náttúrulega mun þykkari og væri betri kandídat... þessi græna er kanski ekki að fylla út í þessa rönd á gúmmíhringnum
Reynum að þykkja þetta einhvernveginn með því að líma bót þar sem gatið er og gera gat í bótina, svo þarf að rigga eitthvað vatnsþétt rafmagnsbox á elementið því það má ekki vera svona utan á pottinum
mér dettur ekki alveg í hug skemtileg leið til að redda þessu auðveldlega... reyni að fá vinnufélaga minn til að brainstorma þetta með mér á morgun
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Ég myndi sjálfur ekki treysta fiskabúrs sílikoni ef að það er eitthvað "play" á elementinu, það gæti rifnað á óheppilegum tíma ... eins og t.d. 30 mínútur eftir að suða hefur komið upp.
En ég kíkti í BYKO í gær og ætlaði að kaupa 2 ódýra hraðsuðukatla, hinsvegar þá var sagt mér að þeir væru búnir og kæmu ekki aftur. Hjalti, fékkst þú þína senda í gær?
sigurdur wrote:Ég keypti mér einmitt 35 lítra kælibox í húsó núna áðan á tæpann 1400 kall (aðeins nokkur stykki eftir), en ég þarf að annað hvort hafa racking system á þessu eða þá að bora í boxið (mun án efa enda á því) og setja einhverja lekavörn á þetta.
Í múrbúðinni þá má finna ódýr klósetttengi (einhverstaðar í 300-500 krónum býst ég við). Svo er auðvitað líka verkfæralagerinn, spurning hvort að eitthvað finnst þar.
En ég er mikið til í að smíða eitt svona sett með þér.
Ég var að hringja í Húsasmiðjuna og athuga hvort þetta væri til, en svo var víst ekki. Spurning hvar maður getur fundið ódýrt kælibox annarsstaðar?
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Það voru til ódýr ~25 lítra í rúmfatalagerinum (svona græn nákvæmnlega eins og hjalti keypti) en ég keypti mitt fyrir rúmum mánuði .. spurning hvort að þetta sé enn til.
Ég fékk mitt box í skútuvogi, það voru nokkur box eftir á pallettu nálægt afgreiðslukössunum, það eru kanski nokkrir þar eftir.
En svo þú brennir þig ekki á því að leita að hraðsuðukötlum hjá Byko, ég fór þar í gær (kópavogi) og ætlaði að kaupa svoleiðis en það voru ekki nein til og ekki von á nýjum.
Fór aftur áðan í Húsasmiðjuna og Blómaval, og fann ekki neitt - nema allskyns gras og glingur. Endaði í lagnadeildinni og náði mér í kúluloka með stút, en þeir áttu engar pakkningar af réttri stærð. Leit við í Múrbúðinni og náði mér í svona klósettbarka og hosuklemmur. Brá mér því næst í forsöluna í Byko; lagnadeildin var lokuð, og ég fann engin hæfileg ílát (að undanskildu 45 lítra kæliboxi á 14.000 kr!).
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Hjalti og Andri, hvað notuðið þið fyrir þéttingu fyrir kúlulokakerfið?
Ég finn ekki fyrir litla lífið í mér sílikon o-hringi hér á landi og er mjög tregur við að vilja nota nokkuð annað ...
How is the tap sealed on the mash tun? I've been stuck at that stage for a while, (stuck == lazy over summer) I was looking for a food safe glue, or some suitable washers, but didn't find anything
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Það er erfitt að finna nokkuð að ráði um Viton hringina, ég get a. m. k. hvergi séð að þeir séu merktir "food grade". Á romantik.is er hægt að fá hringi úr sílikoni, þráðlausa og alles!
Hér er talað um að þeir þoli allan fjandann (og hitastig upp að 200°C), en séu ekki sérlega þolnir gagnvart heitu vatni og gufu. http://www.dkirubber.com/materials.asp
Væri gaman að vita hvernig Hjalti og Andri leystu þetta, áður en maður pantar þetta hreinlega að utan.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Við skrúfuðum þetta nú barasta saman nógu helvíti þétt og það virðist halda.....
Engin meiri stærðfræði við það alltsaman
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Ég er búinn að upplifa sannleika laga Murphy's of oft til að leyfa svona hlutum að vera ótryggum, það munu verða matvæla þéttihringir sem að verða keyptir .. hægt að kaupa 50 í pakka á einhverja 7USD plús sendingargjald frá McMaster Carr. Mikið að spá í að kaupa svoleiðis.