Vatnsmagn í BIAB

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Vatnsmagn í BIAB

Post by ALExanderH »

Ég er að spá hvort ég gæti gert eitthvað betur varðandi vatnsmagnið í meskingu hjá mér.

Ég er með 33L pott þar sem ég nota elementið til að hita upp strike vatnið og slekk svo á elementinu þegar það er komið upp í strike temp, pokinn liggur svo á fölskum botni svo það brennist ekki útaf elementinu til öryggis.

Ég hef yfirleitt byrjað með 23-24L strike með 5-6kg korn því það er það sem ég kem fyrir í pottinum, það hefur gengið vel hingað til varðandi hitastig o.fl.

Svo hef ég látið renna aðeins af pokanum eftir 60mín er lokið og sett hann ofaní fötu þar sem ég helli því vatni sem mig vantar til að ná pre boil vol, kannski þá 5-7L af ca 76° heitu vatni.
Hræri vel í korninu ofaní því vatni og leyfi að vera nokkrar mín, læt renna af og kreisti pokann.

Mér finnst þessi aðferð þægileg, virkar í því plássi sem ég er með en vill athuga hvort það sé eitthvað sem ég gæti gert betur.
Einnig gengur mér erfiðlega að setja þetta almennilega upp í Beersmith eins og ég geri þetta án þess að hann sé að segja mér að fly sparge'a með ákveðnu magni og segir mér að þetta passi ekki í mash tun.

Kannski allra helstu spurningar eru
-Ætti ég að nota ákveðið vatnsmagn miðað við korn í stað þess að nota alltaf 23-24L?
-Ætti að vera annað hitastig á "sparge" vatninu?
-Ætti magnið af "sparge" vatninu að vera meira í einu gegn minna vatni í 60mín meskingu?
-Eða ætti ég að nota minna í einu og láta renna oftar ofaní fötuna með korninu(skola því oftar en 1x)?

Ef einhver gæti líka bent mér á hvernig ég gæti best sett þessa eða betrumbætta meskiaðferð í Beersmith væri það vel þegið!
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Vatnsmagn í BIAB

Post by æpíei »

Fyrsta spurning: ertu að ná réttu pre boil gravity og magni? Önnur spurning: ertu að ná réttu OG og magni í gerjunartank?

Ef bæði svör eru já, eða nokkurn veginn, þá ertu að gera þetta nokkuð rétt. Ef ekki gæti verið einfaldast að breyta prófílnum í BS mv þá nýtni og boil-off sem þú ert í raun að fá.

Það má alltaf prófa að breyta og athuga hvort það sé mælanlegur munur og aðlaga sig að því. Menn finna sér oft eitthvað sem virkar fyrir þá og halda sér við það þó svo það gefi ekki endilega hámarks nýtni, enda er það aukaatriði fyrir svona lítið magn. Aðal atriðið er útkoman.
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Vatnsmagn í BIAB

Post by ALExanderH »

Er að fara að byrja að mæla pre boil gravity í næstu lögn.
Er búinn að vera hægt og rólega að breyta og bæta ferlið mitt og er að nálgast núna réttar tölur hugsa ég í öllum losses í boiloff, cool, trub ofl. Magn í gerjunartank verður því líklega dead on næst(síðustu tveir voru aðeins off)
Hef verið að ná OG innan "skekkjumarka" að mínu mati(amk í dag miðað við reynslu) eða ca 2 punktar +/-
Útkoman alltaf verið góð :mrgreen:
Aðallega vildi ég vita hvort ehv væri augljósanlega hægt að gera mikið betur varðandi nýtni og ná sömu nýtni í hverri lögn :D
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Vatnsmagn í BIAB

Post by æpíei »

Ég ætlaði alls ekki að draga úr þér. Það er um að gera að prófa sig áfram. BeerSmith meskingin er held ég fyrst og fremst miðuð við þá sem eru að gera "stepped mash", þá kannski aðallega í meskikeri. Þá byrjar þú á einhverjum hita og ferð svo gegnum nokkrar hitabreytingar sem gegna mismunandi tilgangi og loks skolun https://byo.com/mead/item/1497-the-scie ... ep-mashing

Þetta er gert með því að bæta við sjóðandi vatni til að hita frá fyrri hita að nýjum hita. Beersmith reiknar út fyrir þig hversu mikið af vatni og hvaða hita þú þarft til að ná nýja hitastiginu. Þar sem þú ert með frekar lítinn pott þá er ekki víst að þetta henti þér. Þú ert auk þess með hitaelement í pottinum svo þú gætir alveg þess í stað kveikt á því til að hita upp virtinn í meskingu, bara passa sig að hræra vel í á meðan til að ná jafnri hitabreytingu á öllum virtinum.

Mesta breyting sem þú getur gert er að fá þér hitastýringu og dælu til að taka virtinn að neðan við hitaelementin og dæla ofan á kornið. Þannig ertu alltaf með réttan og jafnan hita í meskingunni og getur auðveldlega fært þig milli hitastiga. Talaðu við Hrafnkel, hann getur örugglega selt þér það sem þarf til þess.

Hvað varðar þessa punkta sem þú nefnir þá myndi ég kannski helst setja spurningamerki við 76 gráðu vatnið. Það er mögulega ekki nógu heitt til að þú náir 76 gráðu hita í skoluninni, því kornið og vatnið sem er falið í því er kaldara (líklega 67 gráður) þegar það kemur úr meskipottinum. Vatnið gæti þurft að vera allt að 10 gráðum heitara en þú ert með, þ.e. 87 gráður, mv. að hitinn í meskipotti sé 67 og þú viljir hita vatn upp um 10 gráður með jafn miklum nýjum vökva og er í kornpokanum (ég slumpa bara á þetta með einföldum meðaltalsreikningi). Mældu hitastigið næst eftir að þú hefur sett kornpokann ofan í og hrært vel í þá ættir þú að sjá þetta.
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Vatnsmagn í BIAB

Post by ALExanderH »

æpíei wrote:Ég ætlaði alls ekki að draga úr þér.

Hvað varðar þessa punkta sem þú nefnir þá myndi ég kannski helst setja spurningamerki við 76 gráðu vatnið. Það er mögulega ekki nógu heitt til að þú náir 76 gráðu hita í skoluninni, því kornið og vatnið sem er falið í því er kaldara (líklega 67 gráður) þegar það kemur úr meskipottinum. Vatnið gæti þurft að vera allt að 10 gráðum heitara en þú ert með, þ.e. 87 gráður, mv. að hitinn í meskipotti sé 67 og þú viljir hita vatn upp um 10 gráður með jafn miklum nýjum vökva og er í kornpokanum (ég slumpa bara á þetta með einföldum meðaltalsreikningi). Mældu hitastigið næst eftir að þú hefur sett kornpokann ofan í og hrært vel í þá ættir þú að sjá þetta.
Tók þessi alls ekki þannig, kann að meta hjálpina

Þetta var einmitt eitthvað í þá áttina sem ég var að leita að með upphafspóstinum. Tékka á þessu og prófa þetta næst.

Varðandi dælu og fleirra, ætla að halda mig við sama tækjabúnað eins og er, annað bíður betri tíma. Finnst ferlið þægilegt eins og er, var bara að leita að hlutum til að fínpússa.

Allra helst er það núna kannski með vatnsmagnið í byrjun, hvort ég ætti að nota alltaf sama hlutfall miðað við korn eða halda mig við að hafa eins mikið og potturinn hefur leyft með korninu.
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Vatnsmagn í BIAB

Post by Funkalizer »

TLDR: You're doing it right!!

Wall of text:
Mér finnst þú vera að gera nákvæmlega réttu hlutina eins og þú listar þá upp í fyrsta innleggi.
Mash prófíllinn minn er lauslega byggður upp á "BIAB, Medium Body" prófílnum sem kemur með BeerSmith.
Þegar þú setur upp prófílinn er svæði, neðst í glugganum, fyrir BIAB and full body mash.
Þú ert í raun að segja BeerSmith að þetta er ekki sparge prófíll með því að haka í þetta box.

Í mash profile glugganum getur þú séð skrefin sem skilgreina profile'inn þinn og með því að tvísmella á eitthvert skrefanna getur þú skilgreint þau frekar.
Ég breytti fyrsta skrefinu í mínum profile þannig að Rise Time er 0.
Ég er að nota BIAB-RIMS þannig að ég get stillt mitt system á 66°C, það nær þeim hita og heldur sig bara þar.
Ef þú skilgreinir Rise Time þá notar BeerSmith tímann í Timer flipanum i uppskriftinni þinni.
Ef þú tekur rise time out þá tekur timerinn bara inn í myndina raunverulegan meskitíma.

Í uppskriftinni þinni, þar sem þú velur meski prófílinn þinn, getur þú síðan hakað í/úr "Adjust Temp for Equip".
Mig minnir að það eigi meira við um ef þú ert að meskja í t.d. kæliboxi en ég hef alltaf hakað úr því.

Ef þú ert búinn að setja upp Equipment profile fyrir pottinn þinn þá ertu væntanlega búinn að skilgreina boil-off rate'ið.
Ef ekki þá er til > reiknivél < fyrir það

Þá ertu líka golden fyrir þessa útreikninga sem BeerSmith notar fyrir upphafsmagn vökva.
BeerSmith segir mér t.d. að nota 30 lítra í byrjun fyrir ákveðna uppskrift með 5,3kg. af korni
Tap á vökva í korni er: Pounds of grain X 12% = 11.6845 X 0.12 = 1,4 gallons (5,3l.) - Djöfll nálægt líter af vatni á móti kílói af korni ;)
Boil off rate hjá mér skilgreindi ég einhvern tíman sem um 3l. á klst.
Við erum þá með 30 - 5 - 3 = 22.
Síðan tapast eitthvað í pottinum og eitthvað tapast í "Trub and Chiller" (aftur í equipment profile'num) en bottomline'ið er að ég er að fá þá lítra í gerjunartunnuna eins og ég lagði upp með (í Batch Size, uppskriftarmegin).

Þetta sem Siggi segir með hitastig á spargevatni er náttúrulega kórrétt en menn eru enn að rífast um hvort það að hækka hitastigið gefi betur af sér þannig að...
Hætta á tanníni úr korninu eykst hins vegar þegar þú hitar vatnið mikið þannig að ég myndi fara rólega út í þær tilraunir.

Langar texti til að segja þér að þú sért að gera þetta rétt :)
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Vatnsmagn í BIAB

Post by ALExanderH »

Er búinn að fikta aðeins í Mash profile í Beersmith og er held ég að ná þessu nokkuð líkt og ég er að gera þetta :)
Var búinn að ná nokkuð góðum equipment profile en ætla að mæla og skrá boiloff, trub og chill í næstu lögnum til að sjá hvort það sé ekki alltaf svipað. Ég hef tekið eftir að ég missi ca 0.3-0.6L per kg af korni(skvííííís).
Ætla að mæla hitastigið á korninu þegar það fer ofaní fötuna hjá mér næst og betur reikna út hvað hitastig ég þarf í skoluninni.
Þakka ykkur fyrir góð svör :D
Post Reply