Broddur/Oddur American Amber Ale

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Broddur/Oddur American Amber Ale

Post by æpíei »

Ég kom með kút af þessum bjór á keppniskvöld 2015. Margir lýstu ánægju sinni með hann og því birti ég uppskriftina hér. Ég get ekki eignað mér heiðurinn að honum því hann er eftir uppskrift annars. Upphafið rek ég til stórskemmtilegs þáttar þeirra Gervarps manna þar sem þeir ræddu við Chris Colby og James Spencer um eitt og annað, þar á meðal bjór sem spækaður er með ákavíti. Þetta langaði mig að prófa. Ég útbjó því uppskrift eftir þeirra forskrift.

Þegar kom að því að tappa honum þá skipti ég honum í tvennt: helmingur fór á flöskur með smá ákavíti, hinn fór á kút og var boðinn í partýi fyrir gaman vinahóp. Í þeim hópi var fólk sem drakk ekki endilega bjór, helst þá lagera. En allir lýstu mikilli ánægju með hann og hann kláraðist hratt. Ég vissi því að hér væri kominn bjór sem hentaði vel í samkvæmi. Ákvað að gera hann aftur fyrir keppniskvöldið. Í þetta sinn fóru 5 lítrar á lítinn kút með smá bourboni, en meirihlutinn fór á keppniskvöldið.

Nafnið er tvíþætt. Þegar ég spæka hann með sterku áfengi fær hann nafnið Broddur, en þegar hann er settur hreinn á kút/flöskur er broddurinn farinn úr honum og eftir stendur Oddur.

23 lítrar, 70% nýtni, 60 mín suða
OG 1.063 / FG 1.013
IBU 35
AVB 6,6%

5,17 kg Pale malt
0,69 kg Munich I
0,39 kg Caramunch II
0,23 kg Caramunch III
0,03 kg Carafa special II
40 g Northern brewer 60 mín
W1968 London ESB ger, 1,11 lítra starter
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Broddur/Oddur American Amber Ale

Post by Sigurjón »

Þessi var mjög góður og ég ætla að prufa að gera hann við tækifæri.
Takk fyrir uppskriftina!
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Broddur/Oddur American Amber Ale

Post by æpíei »

Ég minntist á kútinn sem ég setti búrbón útí. Hann var drukkinn í gær. Kom mjög vel út. Mig minnir að ég hafi sett 1 sjúss af Makers Mark búrbon per lítra bjór. Það var alveg passlegt, skemmtilegur búrbon ilmur og kom vel fram í bragði án þess að vera yfirþyrmandi. Þetta væri fínn vetrar vermir.
Attachments
IMG_4110.jpg
Post Reply