Himbjór - Hindberja bjór

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
MargretAsgerdur
Villigerill
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Himbjór - Hindberja bjór

Post by MargretAsgerdur »

Gerði einn á 10l á hellunni um daginn. Þetta var algjör frumraun í einhverju ávaxta fikti en kom mjög vel út, þó ég segi sjálf frá. Uppskriftin er nokkurn vegin svona.

1,5 kg Vienna
0,38 kg Pilsner
0,20 kg Hveitimalt
10 g Mosaic í 60 mín.
1,39 kg Rasberry Puree frá Vintners í secondary (Fæst í brew en fyrir þá sem vilja skipta út fyrir fersk ber þá notar maður 10-15% meira af þeim.)

Setti kornið í 7L af 66-67°C vatni og skolaði það með 5L af 72°C heitu vatni. Hann var bara soðin í 60 mínútur þar sem pilsner hlutfallið var það lágt og höfum hingað til ekki greint neitt DMS bragð í bjórnum. OG var 1.040.

Bjórinn var gerjaður í stofu hita með US-05. Eftir ca. viku var allt orðið rólegt og þá skellt þessu á hindberjamaukið, þá fer allt af stað aftur og bara beðið þar til þetta er búið. Ég pældi ekki í FG útaf hindberjamaukinu og þeim útreikningum sem fylgdi því, annars átti þetta bara að vera skemmtileg tilraun. Honum var að lokum skellt á kút og settur á 20 Psi í svona 2-3 daga og svo niður í 10 Psi.

Hann hefur mjög léttan hindberja keim, smá hindberjasýra samt mjög léttur og crisp. Er hissa hvernig hveitið er ríkt í bragðinu þrátt fyrir lítið magn. Alls ekki maltaður og mjög fínn kellingabjór. Mjög léttur og flottur sumarbjór.
Fyrsta smakk
Fyrsta smakk
himbjór.jpg (80.9 KiB) Viewed 7099 times
Last edited by MargretAsgerdur on 25. Jul 2015 14:52, edited 1 time in total.
Fyrrverandi forynja Fágunar
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Himbjór - Hindberja bjór

Post by æpíei »

Spennandi. Kannski maður noti berin úr garðinum í svona tilraun. Það er ekki hægt að éta berjasultur endalaust.
MargretAsgerdur wrote: 1,39 kg Rasberry Puree frá Vintners í secondary (Fæst í brew en fyrir þá sem vilja skipta út fyrir fersk ber þá notar maður 10-15% meira af þeim.)
Myndir þú gera eitthvað meira en bara kremja berin?
MargretAsgerdur
Villigerill
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Re: Himbjór - Hindberja bjór

Post by MargretAsgerdur »

æpíei wrote:Spennandi. Kannski maður noti berin úr garðinum í svona tilraun. Það er ekki hægt að éta berjasultur endalaust.
Myndir þú gera eitthvað meira en bara kremja berin?
Ég notaði puree-ið til að losna við áhættur á smiti, en það er pasteurized og því frekar þæginlegt að "henda" því með. Fyrir utan það þá er það líka steinahreinsað. En myndi klárlega kremja þau og sía þau svo bara með berjasíu til að taka steinana frá, aðallega hugsað ef á að setja á kút, kannski myndu þeir falla í cold-crashi.

Annars er líka önnur hugmynd að sjóða berin bara ein og sér, þannig að þau springi sjálf og ekki þurfi að kremja, og sía það (ef þarf og vilji er fyrir hendi). Það er allavegana pælingin næst og nota þá frosin hindber til samanburðar. (Það verður að viðurkennast að purree-bragðið er sterkt en skemmir ekkert bjórinn og ekkert gervilegt. Smakkaði það bara áður og það situr svolítið í mér.) Einnig myndi ég prófa að setja late hop edition svona fyrir eitthvað meira á móti berjunum, ég hafði hugsað mér kannski simcoe eða centennial, væri alveg til í pælingar á það, svona til að gera hann "bjórlegri" :D
Fyrrverandi forynja Fágunar
Post Reply