Enn ein útgáfan af HERMS stjórnborði

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply

Var þetta hjálplegt?

2
100%
Nei
0
No votes
Vantar smátriði
0
No votes
 
Total votes: 2

cresent
Villigerill
Posts: 6
Joined: 20. Apr 2014 00:21

Enn ein útgáfan af HERMS stjórnborði

Post by cresent »

Góða kvöldið.

Þar sem ég notaði fagun.is mikið við smíði á stjórnboxi, þá langar mig að deila hér með ykkur niðurstöðunni minni.

Grunnhugmyndin er sótt af fagun.is, að mig minnir hér: http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=2566

* Tækin gera ráð fyrir einni 12V dælu fyrir hringrás í vatnstankinum/Hot liquor tank og einni 220V dælu sem dælir meskinguna og whirlpoolið að lokinni suðu.
* Takið eftir því að aflið til elementsins kemur inn í boxið og fer út aftur, ég er ekki að notast við contactor og læt SSR:ið alfarið um að opna og loka fyrir strauminn til elementsins, enda yfir-dimensionerað viljandi.
* Rofar eru búnir ljósi sem kviknar þegar ýtt er á viðkomandi rofa, og sjálft takkaljósið gengur fyrir 220V, t.d. er einn takkinn að opna/loka fyrir 12V, en ljósið gengur samt sem áður fyrir 220V.
* Ég átti til tvö lítil rafmagnsbox, þannig að control-panellinn er tvískiptur, og 12V er leitt á milli frá primary boxinu yfir í secondary control panel. Secondary control panel er frábrugðinn Primary að því leyti að í Secondary er enginn 220V -> 12V straumbreytir, og Primary er með úttak fyrir bæði 12V og 220V dælu, annars enginn munur. Boxin eru úr plasti og því engin jarðtengingar/leiðni issue.
* Ég valdi að hafa 12V straumbreytinn inni í boxinu, það má spara pening með því að hafa hann utanáliggjandi í stað þess að notast við DIN-mounted straumbreyti sem kostar augun úr.
* Öryggið (10A) gegnir því hlutverki að verja elektróníkina (m.a. PID) fyrir skammhlaupi. Ef skammhlaup verður við elementið sér rafmagnstaflan í íbúðinni hjá mér að slá út.
* Allur 220V straumur inn og út fer um snúrur, mér fannst það öruggara.

Þið sem hafið meira vit á rafmagni en ég (nánast ekkert) megið endilega koma með ábendingar um breytingar/viðbætur, annars fékk ég smá tilsögn hjá gamalreyndum rafeindavirkja við smíðina.
Endilega spyrja hérna á spjallborðinu ef þið hafið spurningar/pælingar ;)

Hér koma svo myndir:

Í smíðum:
Í smíðum #1
Í smíðum #1
IMG_0471.JPG (125.42 KiB) Viewed 18154 times
Í smíðum #2
Í smíðum #2
IMG_0472.JPG (111.35 KiB) Viewed 18141 times
Í smíðum #3
Í smíðum #3
IMG_0473.JPG (106.31 KiB) Viewed 18141 times
Control Panel, Primary og Secondary:
Primary og Secondary Control panel
Primary og Secondary Control panel
image1.JPG (73.06 KiB) Viewed 18141 times
* Rauði takkinn lokar fyrir signal frá PID yfir í SSR.
* Gula ljósið synir að það sé verið að senda straum í gegnum SSR:ið (í raun sama ljós og er á PID:inu, kannski óþarft)
* Bláu takkarnir kveikja á dælum, efri fyrir 12V dælu og neðri f. 220V dælu.

Primary og seconday á hlið:
Primary og Secondary á hlið
Primary og Secondary á hlið
image2 - Copy.JPG (67.08 KiB) Viewed 18140 times
Primary, innihald:
Primary að innan #2
Primary að innan #2
image4.JPG (116.18 KiB) Viewed 18120 times
Teikningar:
ControlPanel.pdf
Teikningar
(265.84 KiB) Downloaded 774 times
Með teikningunum fylgir "innkaupsmynd" aftast í PDF:inu, þar finniði tengla í söluaðila við hvern hlut. Að vísu keypti ég raðtengin hjá Bjarnþóri hjá S. Guðjónsson á Smiðjuvegi, ekki hjá Auberins eins og gefið er til kynna á myndinni. Íhlutir eina lika powerplug fyrir 12V úttak, einhverja takka líka, en mér leist best á takkana hjá Auberins þar sem þeir eru ekki "háir" og taka því minna pláss.

Njótið vel:
Cresent
Last edited by cresent on 15. Jul 2015 22:05, edited 7 times in total.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Enn ein útgáfan af HERMS stjórnborði

Post by æpíei »

Glæsilegt! Það vantar að vísu myndir hjá mér. Hvernig er það hjá öðrum? Kann að vera tengt nýju síðunni.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Enn ein útgáfan af HERMS stjórnborði

Post by rdavidsson »

æpíei wrote:Glæsilegt! Það vantar að vísu myndir hjá mér. Hvernig er það hjá öðrum? Kann að vera tengt nýju síðunni.
Engar myndir hér heldur..
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Enn ein útgáfan af HERMS stjórnborði

Post by Herra Kristinn »

Image
Þetta er Dropbox aðgangsstillingar en ekki nýja síðan sem er að valda þessu.

Mæli eindregið með að fá imgur reikning fyrir myndir sem á að deila á spjallborðum, einfalt í notkun og ekkert aðgangsstýringabull.

Hlakka annars til að sjá myndirnar, mig langar alveg óskaplega að útbúa mér svona græjur og þá er fínt að sjá hvernig aðrir eru að gera þetta.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Enn ein útgáfan af HERMS stjórnborði

Post by æpíei »

Eins og Kári benti á í öðum pósti þá virðist sem það séu permission vandamál með viðhengi (og þar með myndir). Við erum að athuga með það. Takk fyrir þolinmæðina með þennan nýja vef.
cresent
Villigerill
Posts: 6
Joined: 20. Apr 2014 00:21

Re: Enn ein útgáfan af HERMS stjórnborði

Post by cresent »

Hvernig er þetta núna, eru menn að sjá myndirnar?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Enn ein útgáfan af HERMS stjórnborði

Post by æpíei »

Já, hvað gerðir þú?
cresent
Villigerill
Posts: 6
Joined: 20. Apr 2014 00:21

Re: Enn ein útgáfan af HERMS stjórnborði

Post by cresent »

Ég fór í "Upload attachment" flipann og hlóð upp myndinni. Þá endaði hún neðst í færlsunni.
Til að fá myndina inn í textann, þá hakaði ég í "Place inline". Við það verður til attachment tag sem vísar í myndina:
addAttachments
addAttachments
addAttachment2.jpg (61.83 KiB) Viewed 18087 times
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Enn ein útgáfan af HERMS stjórnborði

Post by æpíei »

Þetta virðist þá virka eins og það á að gera
Post Reply