Kynning

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.

Kynning

Postby cresent » 14. Jul 2015 22:16

Gott kvöld.

Timi til kominn að kynna sig til leiks.
Ég fékk áhuga á gerjun og bjórframleiðslu eftir að hafa unnið með þremur forföllnum bjórbruggurum á haustdögum 2013.
Fyrstu þrír mánuðurnir voru nokkurnveginn þannig að maður var mállaus fluga á vegg í daglegri umræðu á vinnustaðnum, þar sem maður var svo gjörsamlega fatlaður þegar kom að bjórbruggun.
Þetta hefur, sem betur fer, breyst all hressilega.
Ég byrjaði á því að brugga í eitt skipti hjá hvorum þessara þriggja samstafsmanna. Allir voru með mismunandi uppsetningu á tækjum... allt frá því að vera með einfeldnina að leiðarljósi yfir í það að tengja HERMS kerfi við Arduino og horfa á tölur og línurit á tölvuskjá, prumpa nokkrum sinnum og dæla svo yfir í gerjunarílát.
Þetta var góð reynsla, því þarna kynntist ég mismunandi aðferðum/tækjakosti við framleiðsluna. Það merkilega var að árangurinn varð frábær í öll þrjú skiptin, óháð tækjakostinum. Við þetta varð mér ljóst að bjórbruggun fjallar meira um hantverk en tækjakost.
Hálfvitinn Ég fór samt, þrátt fyrir allt sem myndi teljast heilbrigð skynsemi, í það að smíða mér full blown HERMS með electricbrewery-ish stjórnborði, með bjöllum og ljósum. Þetta varð mér dýrkeypt, þó mest í tíma. Ég dúllaði mér í rúma 10 mánuði við það að sanka að mér öllu sem til þurfti, hugsa óendanlega mikið og prjóna svo draslið saman. Time is bjórbruggun!!! Þarna missti ég nokkra mánuði í það að smíða tæki sem ég hefði geta notað í að brugga ;)
Það verður samt að segjast eins og er að mér finnst það jafn spennandi að smíða tækin, eins og að nota þau.
Sem stendur er ég að fara breyta setup-inu, eitthvað meira í ætt við RIMS og er að nota poka við meskjunina :roll:
"Less is more"

Að lokum:
Eitt sem ég hef gert mér grein fyrir, er það að margir hafa mjög sterkar skoðanir á framleiðsluferlinu, en.... þetta eru ekki geimvísindi og maður er ekki að fara kljúfa atómið neitt bráðlega.
Þótt hitastigi skeiki um nokkra gráðuna, og hvort maður geri hitt eða þetta í framleiðslunni, þá gildir einu að hafa gaman að þessu.
Þekkingaröflun í bjórbruggun er þroskaferli, ég er rétt byrjaður og á langt í land :)
cresent
Villigerill
 
Posts: 6
Joined: 20. Apr 2014 00:21

Re: Kynning

Postby æpíei » 14. Jul 2015 22:58

Velkominn til leiks. Tek undir það sem þú segir í niðurlaginu, það er um að gera að hafa gaman að þessu. Gaman væri líka ef þú með tímanum settir inn lýsingu á græjunum á græjuþráðinn hér. Þú ert ekki einn um það að hafa verulegt græjublæti í tengslum við þetta hobbý! :)
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Kynning

Postby Funkalizer » 15. Jul 2015 01:22

Velkominn!

Djöfulsins eðal gaurar voru þetta að leyfa þér að fikta svona í tækjunum sínum... :D
Er einhver sérstök ástæða fyrir því að fara úr HERMS yfir í RIMS?
Funkalizer
Kraftagerill
 
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Kynning

Postby helgibelgi » 15. Jul 2015 06:48

Velkominn

Það væri gaman að sjá myndir af græjunum þínum. Nú er ég sjálfur með RIMS kerfi, nokkurs konar, með meskipoka. Það hefur virkað ágætlega, en er þó að hugsa um að breyta pokanum í fötu einhvern tímann í framtíðinni.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland


Return to Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests

cron