Tveir kútar, annar freyðir svakalega.

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Tveir kútar, annar freyðir svakalega.

Post by Sigurjón »

Ég er með tvo bjóra á kútum sem hafa verið í kútunum á nákvæmlega sama þrýsting við nákvæmlega sömu aðstæður.
Á föstudaginn var lokaðist ísskápurinn illa svo bjórarnir hitnuðu eitthvað. Ég lokaði nokkrum tímum seinna og hugsaði ekkert meira út í þetta, en tveim dögum seinna þegar ég ætlaði að fá mér af einum kútnum þá freyðir bjórinn í honum svona svakalega en það er allt í lagi með hinn.
Hefur einhver lennt í þessu eða getur frætt mig um mögulegar ástæður? Þessi sem freyðir er American Amber en þessi sem er í lagi er American Pale.
Þetta er bagalegt þar sem ég ætlaði að setja á flöskur fyrir fundinn á morgun en að fylla eina flösku af freyðibjórnum þíðir að ég tapa svona hálfri flösku í formi froðu og svo er hann hálf flatur eftir alla froðuna (ég prufaði að setja á flösku í gær).
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Tveir kútar, annar freyðir svakalega.

Post by æpíei »

Komdu bara með kútinn með þér, ég er með auka krana ;)

Annars veit ég ekki hvað veldur. Prófaðu að taka þrýstinginn af kútnum, svo aftur á serving pressure. Gáðu hvort það hefur eitthvað að segja.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Tveir kútar, annar freyðir svakalega.

Post by Sigurjón »

Ég hef prufað það nokkuð oft. Ég set líka á flöskur á 2 psi en venjulega servera ég á 10-12 psi.
Það kemur svona froðusprengja fyrst og svo heldur bara áfram að freyða þegar maður serverar. Það safnast líka óvenju mikið "loft" fyrir í bjórlinunni þegar hún er búin að standa í smá stund. Ég hélt fyrst að þetta væri kraninn, en ég tók hann af og þreif en alveg sama sagan eftir það.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Tveir kútar, annar freyðir svakalega.

Post by helgibelgi »

Sigurjón wrote:Ég hef prufað það nokkuð oft. Ég set líka á flöskur á 2 psi en venjulega servera ég á 10-12 psi.
Það kemur svona froðusprengja fyrst og svo heldur bara áfram að freyða þegar maður serverar. Það safnast líka óvenju mikið "loft" fyrir í bjórlinunni þegar hún er búin að standa í smá stund. Ég hélt fyrst að þetta væri kraninn, en ég tók hann af og þreif en alveg sama sagan eftir það.
Ég myndi skoða inn og út tengin á kútnum, skoða hvort þau séu hrein og hvort o-hringir séu í lagi og smyrja þá með kútafeiti. Ætti að vera í lagi fyrir þig að skrúfa tengin af, þó það sé bjór í kútnum, bara vera snöggur af þessu og hleypa þrýsting af á undan.

Ertu annars bara með einn krana sem þú notar fyrir báða kútana?
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Tveir kútar, annar freyðir svakalega.

Post by rdavidsson »

Sigurjón wrote:Ég er með tvo bjóra á kútum sem hafa verið í kútunum á nákvæmlega sama þrýsting við nákvæmlega sömu aðstæður.
Á föstudaginn var lokaðist ísskápurinn illa svo bjórarnir hitnuðu eitthvað. Ég lokaði nokkrum tímum seinna og hugsaði ekkert meira út í þetta, en tveim dögum seinna þegar ég ætlaði að fá mér af einum kútnum þá freyðir bjórinn í honum svona svakalega en það er allt í lagi með hinn.
Hefur einhver lennt í þessu eða getur frætt mig um mögulegar ástæður? Þessi sem freyðir er American Amber en þessi sem er í lagi er American Pale.
Þetta er bagalegt þar sem ég ætlaði að setja á flöskur fyrir fundinn á morgun en að fylla eina flösku af freyðibjórnum þíðir að ég tapa svona hálfri flösku í formi froðu og svo er hann hálf flatur eftir alla froðuna (ég prufaði að setja á flösku í gær).
Ég hef lent í þessu með notaðan kút sem ég á. Ástæðan fyrir þessu hjá mér var sú að lokið var óþétt, eða réttara sagt release valve-inn. Veit ekki hvort það hafi alltaf sogast smá súrefni með þegar ég dældi af honum, og svo var óvenjumikið botngrugg sem kom með líka... Ég keypti allavega nýtt lok og hann varð fínn eftir það... En eins og Helgi segir þá getur líka verið að O-hringirnir séu að leka.
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tveir kútar, annar freyðir svakalega.

Post by hrafnkell »

Ertu viss um að bjórinn sé ekki of kolsýrður bara?
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Tveir kútar, annar freyðir svakalega.

Post by Herra Kristinn »

Ég lenti í mjög svipuðu með síðasta kút sem ég var með.

Ég bruggaði á 3 kúta fyrir brúðkaupið mitt og var afgangur af einum þeirra eftir veisluna. Á meðan veislu stóð var allt í himna lagi, þ.e. bjórinn flæddi fínt og flottur haus en tveim vikum seinna þegar ég tengdi hann heima ( reyndar þá við stofu hita ) kom ekkert nema froða, sama hvaða þrýsting ég setti.

Ef að ég lét standa í sólarhring eða svo þá kom fyrst fínn bjór en um leið og það var búið sem var í slöngunni og nýtt úr kútnum farið að flæða í glasið var bara froða sem segir mér að vandamálið sé í kútnum en ekki í krana/slöngu.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Tveir kútar, annar freyðir svakalega.

Post by Sigurjón »

Ég skoða kútinn við tækifæri.
Og já, pottþéttur á því að bjórinn sé ekki of kolsýrður. Tveir kútar í sömu aðstæðum við sama þrýsting og annar freyðir, hinn er góður. Ég hef líka alltaf notað sömu aðferð við að kolsýra bjórinn og notast við sama serving/maintainance þrýsting sem er 10-12 psi og þetta hefur ekki gerst hjá mér áður.
Það er sitthvor kraninn á kútunum.
Ég náði að fá aðeins betri bjór með því að láta leka varlega úr krananum þangað til bjórlínan var orðin loftlaus. Þá skellti ég í flöskurnar og þá freyddi ekki eins mikið. Það kemur svo bara í ljós í kvöld hvort bjórinn sé orðinn flatur ;)
Þakka góð svör!
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tveir kútar, annar freyðir svakalega.

Post by hrafnkell »

Herra Kristinn wrote:Ég lenti í mjög svipuðu með síðasta kút sem ég var með.

Ég bruggaði á 3 kúta fyrir brúðkaupið mitt og var afgangur af einum þeirra eftir veisluna. Á meðan veislu stóð var allt í himna lagi, þ.e. bjórinn flæddi fínt og flottur haus en tveim vikum seinna þegar ég tengdi hann heima ( reyndar þá við stofu hita ) kom ekkert nema froða, sama hvaða þrýsting ég setti.

Ef að ég lét standa í sólarhring eða svo þá kom fyrst fínn bjór en um leið og það var búið sem var í slöngunni og nýtt úr kútnum farið að flæða í glasið var bara froða sem segir mér að vandamálið sé í kútnum en ekki í krana/slöngu.
Volgur bjór freyðir alltaf mikið meira en kaldur. Ef hann er ríflega kolsýrður þá er oft ekki hægt að servera við stofuhita.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Tveir kútar, annar freyðir svakalega.

Post by Sigurjón »

Smá updeit.
Síðasta laugardag fékk ég mér aftur af kútnum og sama froðan mætti mér í glasinu.
Síðan þá hefur ekkert tækifæri gefist til þess að setjast niður með glas, en loksins í kvöld breyttist það.
Ég ákvað að prufa froðubjórinn því mér finnst hann betri, og viti menn! Engin froða! Bara ljúffengur AAA (American Amber Ale).

Letinginn ég hafði ekki enn skoðað kútinn svo allt hafði verið óhreyft og undir sama þrýsting.

Semsagt, þetta leystist af sjálfu sér!

Allt er gott sem endar í bjór!
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Post Reply