Súkkulaði sjeikinn

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
Jóhann K.
Villigerill
Posts: 6
Joined: 29. Jan 2015 12:56

Súkkulaði sjeikinn

Post by Jóhann K. »

Mér skilst að það sé hefð fyrir því að birta uppskriftir ef manni gengur ágætlega í keppninni hjá fágun. Mér finnst þetta skemmtileg hefði, þó ég hafi verið skammalega lengi að drullast til þess að setja þetta inn. Á móti kemur þá deildi ég uppskriftinni með þeim sem spurðu í milli tíðinni.

Brugghúsið við hafið sendi inn tvo bjóra í keppnina og annar þeirra var víst mestmegnis mold ( ætli ég sleppi því ekki að birta þá uppskrift) en hinn var vel drekkanlegur, við þökkum hlý orð í okkar garð. Ég hafði reyndar gaman af því að lesa báða dómana og finnst báðir vel drekkanlegir 

Sá bjór sem hlaut almennt góðar viðtökur var VANILLA CHOCOLATE MILK AMERICAN STOUT....og flokkast víst sem Stout – 13E. það er svolítið gaman að sjá framan í fólk þegar maður segir nafnið, maður hljómar allt af svolítið eins og versti bjór perri. Ég er að velta fyrir mér einhverjum þjálli nöfnum. Héðan í frá mun ég tala um súkkulaði sjeikinn, admirállinn heldur á :)
Type All-grain, OG 1.055, FG 1.014, Color 42 SRM, IBU 47, ABV 5.4% og uppáháldið mitt Cal. 182 per 12oz. Boil Vol 23L, Boil Length 60mín.
Uppskriftin er í sjálfum sér einföld, tvisvar humlar og allt annað á 10 mín.
Korn
Pale Malt, maris otter 4.100gr.
Chocolate Malt 680gr.
Roasted Barley 227gr.
Humlar
Fuggles 43gr. @ 60
Fuggles 28gr. @ 30
Misc
Whirfloc 1stk @10 (sem er algert kjaftæði fyrir bjór sem lítur út eins og olía en samt...)
Vanilla Bean 3stk @ 10 (ég notað 3stk sem ég skar eftir endilangt, ætla að nota meira næst. Það var góður vanilu eftir keimur áður en gosið kom í hann en mér fannst það eiginlega hverfa þegar gosið var komið.)
Lactose 500gr. @ 10
Ger
American Ale 1056. ( gerði ekki starter).

Ég vona að þið njótið og að aðrir sem gerðu gott mót, birti líka sínar uppskriftir. Meðfylgjandi er miðin sem ég gerði fyrir þennan bjór.


Bkv.
Jói

Útgáfa af þessum bjór var í Jóladagatali 2015 og má lesa umræður um hann á Facebook
Attachments
Miðinn
Miðinn
Vanilla chocolate milk stout lable .jpg (289.79 KiB) Viewed 7872 times
Jóhann K.
Villigerill
Posts: 6
Joined: 29. Jan 2015 12:56

Re: Súkkulaði sjeikinn

Post by Jóhann K. »

Þar sem ég var sérstaklega spurður þá pantaði ég vanilluna frá þessum gaur og var bara frekar sáttur.

http://www.ebay.co.uk/itm/10-VANILLA-PO ... AQ:GB:1123" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Súkkulaði sjeikinn

Post by æpíei »

Glæsilegt, til hamingju með sigurinn í litla flokkinum árið 2015. Þessi uppskrift og framsetning sýnir mikinn metnað. Enn til hamingju.
Post Reply