Miðað við fjölda sjálfskynningarpósta í þar til gerða foruminu sýnist mér að nokkuð margir séu í svipuðum sporum og ég, þ.e. nýgræðingar sem langar að byrja að brugga bjór.
Er þá ekki tilvalið fyrir einhvern vanan bruggara að halda byrjendanámskeið? Bjóða nokkrum áhugasömum til sín, fara í gegnum suðu og kælingu á einhverri einfaldri extract uppskrift og svo jafnvel taka upp þráðinn nokkrum vikum síðar og fara yfir töppun á flöskur. Þá gætu þátttakendur gert sinn eigin bjór í millitíðinni, með leiðbeiningarnar í fersku minni eftir hvort kvöldið fyrir sig. Og svo jafnvel hist í þriðja skiptið með afraksturinn, og fengið ábendingar um hvað hefði mátt fara betur.
Vissulega er til ógrynni af leiðbeiningum og myndböndum á netinu en það jafnast aldrei á við að sjá þetta gert með eigin augum. Ég myndi a.m.k. hiklaust borga nokkra þúsundkalla fyrir eitthvað svona, hljómar eins og mjög góð leið til að starta áhugamáli eins og þessu.
Takk fyrir að orða það sem ég hugsaði fyrir nokkrum dögum. Ég var hinsvegar orðinn svo spenntur að byrja, að ég lét bara vaða eftir að hafa lesið og horft á ógrynnin öll af greinum og myndböndum.
Ég held að þetta sé alls ekki galið fyrir félagið og alla áhugasama.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Ég hef haft þetta í huga um hríð. Það er aldrei að vita nema ég bjóði einhverjum í heimsókn og leyfi að fylgjast með bruggi. Hafa fleiri áhuga á þessu?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Við Úlfar erum að hugsa um að blása til lítils námskeiðs um næstu helgi fyrir þá sem hafa áhuga. Eitthvað málamynda gjald verður, algjörlega í lágmarki, og við förum þá í gegnum all-grain ferlið og drepum á muninum á því og extract bruggi. Hafa menn áhuga á svoleiðis löguðu?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Hvernig fór með þetta námskeið? Er því lokið eða á enn eftir að halda það ?
Var að ákveða að demba mér í þetta hobbý og var að spá í að fara á námskeið hjá Ámunni en finnst það heldur dýrt fyrir 1 klst. (tæpar 13.000 kr.) eða hvað segið þið um það ? Finnst þetta námskeið sem þið voruð að tala frekar líklegra til árangurs og fagna góðu framtaki ef af verður...
Hlynur wrote:Hvernig fór með þetta námskeið? Er því lokið eða á enn eftir að halda það ?
Var að ákveða að demba mér í þetta hobbý og var að spá í að fara á námskeið hjá Ámunni en finnst það heldur dýrt fyrir 1 klst. (tæpar 13.000 kr.) eða hvað segið þið um það ? Finnst þetta námskeið sem þið voruð að tala frekar líklegra til árangurs og fagna góðu framtaki ef af verður...
Innifalið í "námskeiðinu" þeirra er áhaldapakkinn sem kostar tæpar 13.000 kr. Ég spurði þá út í þetta námskeið, og var sagt að þetta væri frá hálftíma og upp í klukkutíma, og lauslega farið yfir notkun þess sem er í áhaldapakkanum. Ekki sérlega mikið að græða á því.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Æ, fyrirgefið þið, elsku kallarnir mínir. Eigum við ekki að stefna á næstu helgi? Köllum þetta þúsund kall fyrir margra klukkutíma námskeið (ég myndi bara brugga eins og lög gera ráð fyrir, sem tekur yfirleitt 4-5 tíma - en menn ráða því auðvitað hvort þeir staldra við allan tímann...).
Hvernig líst ykkur á það?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
sérstaklega ef einvher væri til í að festa þetta á mynd og pósta á vefinn. ég á ekki heimangengt um helgina. of mikið af laxi til að veiða og gæsum til að skjóta.
einvher. myndir?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Mér líst alveg óendanlega vel á það!
Ég hef hins vegar sömu veiki og kristfin og verð í því að veiða tilvonandi graflax næstu helgi... ekki nema þetta verði á sunnudagskvöldið, þá er ég mættur!
Þetta verður á sunnudaginn, líklega snemma (læt ykkur vita aðeins seinna með nákvæmari tímasetningu). Svo komið þið væntanlega aftur eftir 3-4 vikur og þá setjum við bjórinn á flöskur og allir fá 1-2 flöskur með sér heim, til að leyfa að þroskast og gæða sér svo á.
Hljómar það ekki bara príma?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Jæja, þá er tímasetningin loksins komin á hreint. Við Úlfar ætlum að hefjast handa um tíuleytið, en þar sem fyrstu skrefin eru ekki mjög merkileg (mala korn og hita malt) er nóg að þeir sem hafa áhuga mæti klukkan ellefu á sunnudagsmorguninn. Þið sem hafið hug á að mæta þurfið að senda mér skilaboð og staðfesta það, því það fer svolítið eftir því hversu margir mæta hvar við gerum þetta.
Pælingin var að námskeiðið kosti þúsundkall, og verði tvö skipti. Í fyrra skiptið tökum við meskinguna og suðuna og í seinna skiptið (sem verður látið vita af seinna) setjum við á flöskur og allir fá tvær flöskur með sér heim. Hvernig hljómar það?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Þetta hljómar glæsilega, en eins og venjulega koma örlögin og skemma fyrir. Var kallaður út á vakt á sunnudaginn vegna veikinda, og verð því að afboða.
Frekar kaldhæðnislegt þar sem ég startaði nú þessum þræði, en ég verð bara að koma næst. Góða skemmtun, þið sem mætið.
Ég vona að menn mæti vel á þetta, svona sýnikennsla býðst ekki á hverjum degi, tala nú ekki um að fá handleiðslu fróðra manna, sem þeir Úlfar og Eyvindur eru.
Í gerjun: Jólaöl 2009 Í þroskun: Bláberjalambic 2007 Í flöskum: Margt Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
Þetta var fámennt en góðmennt. Og afspyrnu skemmtilegt, fannst mér. Við gerðum skemmtilegt rauðöl, en allt kornið var úr Ölvisholti (humlarnir reyndar ekki). Við ætlum að gera aðra útgáfu af uppskriftinni til að setja hérna inn, og skipta þá humlunum út fyrir Ölvisholtshumla (og minnka hana úr 50l í 25).
Við skiptum þessu auðvitað í tvennt, og erum að gera smá tilraun til að sjá bragðmuninn eftir því hvort maður síar humlahratið frá virtinum eða ekki þegar hann fer í fötuna. Látum vita hverjar niðurstöðurnar verða.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór