Lítil kolsýra (dextrose) ?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
hjaltith
Villigerill
Posts: 2
Joined: 16. Sep 2014 21:21

Lítil kolsýra (dextrose) ?

Post by hjaltith »

Sæl veriði, ég ákvað að brugga aftur Bee Cave ljósölið sem Hrafnkell er með hjá brew.is , þetta var fyrsti bjórinn sem ég bruggaði og út frá því fékk ég áhugann.
Í þetta sinn notaði ég Kornsykur(Dextrósa) sem ég fékk í ámunni einhvertímann. Ég notaði 6,6 grömm af dextrósanum líkt og áður eftir leiðbeiningum brew.is á hvern lítra sem kom út úr gerjun og tappaði á flöskurnar.
Nú var ég að klára síðustu flöskuna og bjórinn var hálf flatur í þeim öllum. Mín spurning er s.s sú, þarf ég að nota meira af þessum sykri en hefðbundnum strásykri ? Eða er jafnvel eitthvað annað í ferlinu sem ég klikkaði á?

mbk. Hjalti
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Lítil kolsýra (dextrose) ?

Post by Funkalizer »

6,6 grömm er það sem ég hef miðað við ef ég er að nota dextrósa.
Ef þú ert að nota sucrose'a þá þarftu, að mig minnir, bara að nota 80% af dextrosanum.
Rakinn er sem sagt meiri í dextrósanum en sucrose'anum.

Hins vegar er alveg hellingur af ástæðum sem getur valdið lélegri eftirgerjun og litlu gosi.
Í eina skiptið sem ég t.d. rakkaði í secondary lenti ég í því að það var full lítið ger eftir í bjórnum þegar ég smellti á flöskur og það tók gerið miklu, miklu lengur að éta sig í gegnum sykurinn (borðsykur í það skiptið) heldur en það hafði nokkurn tíman gert áður.
Á endanum var bjórinn þó alveg kolsýrður.
Gerjunarhiti getur skipt máli þegar þú ert að kolsýra.
Tími frá gerjunarlokum að átöppun gerir það líka.

Einhvern tíman var mér sagt frá því ráði að ef bjórinn er flatur í flösku eftir 1-2 vikur þá væri gott að taka hverja flösku og hrista hana, það ætti að æsa gerið aðeins upp í að klára sitt.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Lítil kolsýra (dextrose) ?

Post by æpíei »

Það er ágætt að nota þessa reiknivél til að finna út hversu mikinn sykur þarf eftir magni, stíl og hvaða priming sykur þú notar

http://www.northernbrewer.com/learn/res ... alculator/" onclick="window.open(this.href);return false;

Annars tek ég undir það sem funkalizer sagði.
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Lítil kolsýra (dextrose) ?

Post by Sindri »

Ég nota alltaf þessa reiknivél - http://www.brewersfriend.com/beer-priming-calculator/" onclick="window.open(this.href);return false; En passaðu þig bara á að nota punkt en ekki kommu á milli tölustafa. Einnig er tafla þarna fyrir neðan.. ég nota alltaf value sem er fyrir miðju á stílnum.
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Post Reply