Geymsla á korni

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Geymsla á korni

Post by æpíei »

Ég er að koma skipulagi á geymsluna og langar að geyma korn, sérstaklega sérkornið, í handhægum einingum sem auðvelt er að koma fyrir og finna í flýti það sem þarf, t.d. plastbox með loki. Mælið þið með einhverju heppilegu og hagstæðu, m.v. að maður þarf allt að 10 box.

Til dæmis þetta hér, einhver reynsla af því? Er það nógu loftþétt? Það má líka hugsa sér að hafa kornið í plastpoka ofan í boxinu þó svo að hafa það í lausu væri ögn þægilegra.

http://www.ikea.is/products/4624" onclick="window.open(this.href);return false;
bjorninn
Villigerill
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík

Re: Geymsla á korni

Post by bjorninn »

Ég var einmitt að taka þetta í gegn hjá mér um daginn. Ég fékk slatta af svona nammiboxum í Krónunni: http://goa.is/uploads/Appollo_lakk_sukk_kurl_(3)_0.jpg Og þau virka fínt. Rúma sirka 2kg, staflast mjög vel og eru gagnsæ, lokið mátulega þétt. Það eru svo margir staðir með nammibari, það hlýtur að vera hægt að fá þetta gefins víða þegar búið er að tæma?

Áður hafði ég keypt tvö svona ikea box til að prófa, en þau eru dálítið klunnaleg í laginu og helst til stór ef maður er kannske bara með hálft til tvö kíló af hverju korni. Þau eru sennilega alveg nógu loftþétt en ég myndi vilja hafa lokið aðeins öruggara. Mér hafði líka áskotnast nokkur svona upphá morgunverðarbox, þar sem hægt er að opna flipa og hella beint úr, en hilluplássið er dálitið takmarkað og ég vildi frekar geta staflað þessu. Þannig að nammiboxin virka best fyrir mínar aðstæður.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Geymsla á korni

Post by Eyvindur »

Ég nota þessi IKEA box. Kann vel við þau. Er með svona bala-skúffugrindasystem frá IKEA (hætt að selja þetta - svona rekkar sem er hægt að setja grindur eða bala í), og geymi grunnmalt í sumum (einn svona bali rúmar akkúrat 25kg), og svo þessa litlu dalla í öðrum (mismunandi stærðir - 10l rúmar 5kg af korni, 5l rúmar 2,5kg). Svo er ég með nokkra dalla þar sem ég geymi poka með því sem ég á í minna magni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Geymsla á korni

Post by rdavidsson »

Þetta væri líka sniðugt fyrir grunnkornið, svipað og Keli er með í búðinni:
http://www.ikea.is/products/32201" onclick="window.open(this.href);return false;
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Geymsla á korni

Post by hrafnkell »

Hellingur til af boxum og döllum í bauhaus og rúmfatalagernum líka. Staflast vel, kosta frekar lítið og mörg með smelltu loki.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Geymsla á korni

Post by Eyvindur »

Já, ég er líka með tvö Sortera box - mjög góð.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply