Vantar hjálp með beersmith

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Vantar hjálp með beersmith

Post by eddi849 »

Hæ, ég heiti Eyþór og er tilturlega nýr bruggari hef gert 4 bjóra. Núna er maður búinn að fá sér Beersmith.
Sá einhverstaðar á þráðinum þessa mynd fyrir suðutunnuna frá Brew.is
http://fagun.is/download/file.php?id=825

Setti hana í Equipment prófíl. En síðan þegar ég var setja í nýja lögn tók ég eftir að vatnsmagið sem beersmith gaf upp var meiri en ég nota vanalega og gat ekki breytt því.
Er prófíllinn ekki nógu nákvæmur eða þarf ég að breyta einhverju fleiru, er vanur að nota 27 lítra. Þetta er allta svo ruglandi fyrir mér í beersmith :oops:
Og er einhverir fleiri fítusar sem maður ætti að breyta/ nýta sér?
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Vantar hjálp með beersmith

Post by bergrisi »

Beersmith myndböndin hjálpuðu mér. Horfðu á þau öll.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Vantar hjálp með beersmith

Post by Plammi »

Sæll Eyþór
Það er margt sem hefur áhrif á hvað Beersmith mælir með af vatni, t.d. suðutími, magn af korni og hvað þú vilt enda með í bottling volume.
Suðutíminn er sérstaklega mikilvægur því stæðsti útreikningurinn í þessu er boiloff rate (s.s. hve mikið af vatni fer við suðu).
Boiloff rate getur líka verið breytilegur á milli manna þótt við séum með sömu græjurnar. T.d. er útreikningurinn minn á myndinni miðað við að soðið sé úti við minna en 10°C.

Það væri gott að fá aðeins meira info, t.d. uppskriftina eins og hún kemur fram í beersmith.

Kveðja
Pálmi
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Vantar hjálp með beersmith

Post by sigurdur »

Ég skrifaði einu sinni tól til að hjálpa manni að fylla í allar Equipment profile eyðurnar í BeerSmith - http://sigginet.info/brewing/tools/equi ... le-helper/" onclick="window.open(this.href);return false;
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Vantar hjálp með beersmith

Post by Sigurjón »

Ég mæli endregið með að nota þessa reiknivél. Ég notaði fyrst þetta sem var á myndinni í upphaflega innlegginu og undirskaut alltaf OG vegna þess að boiloffið var ofreiknað. Auðvitað eru það mistök mín megin að fylgja einhverju eftir í blindni, en svona lærir maður ;)
Hérna er svo mynd af uppfærðum prófíl fyrir suðutunnuna sem virkar vel fyrir mig.
Attachments
Uppfærður prófíll
Uppfærður prófíll
suðutunna.png (122 KiB) Viewed 9591 times
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Post Reply