Amerískur IPA

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Amerískur IPA

Post by Eyvindur »

Þetta var fyrsti bjórinn sem ég gerði all grain. Meskingin var í kaldari kantinum, eða í kringum 66°C, og auk þess löng, eða í kringum tvo tíma. Nýtnin var rúmlega 82%. OG var 1.063 og FG var 1.010, sem gerir tæplega 7% áfengi. Hann er ansi beiskur og humlaangan og bragð eru í forgrunni, miðjunni og bakgrunni. Þótt ég segi sjálfur frá er þetta líklega besti bjór sem ég hef smakkað. Klárlega uppskrift sem ég á eftir að prófa aftur, einhvern daginn.

4500 g Amerískt 2-row malt
500 g Ljóst kristal malt
200 g Cara-Pils® Malt
500 g Speltflögur
10 g Centennial humlar (11.7%) - Settir út í á meðan rann úr meskikerinu (first wort hops), soðnir í 90 mín
20 g Centennial humlar (11.7%) - Settir út í suðuna, soðnir í 60 mín
25 g Centennial humlar (11.7%) - Settir út í suðuna, soðnir í 15 mín
30 g Cascade humlar (5.8%) - Settir út í eftir suðu
30 g Cascade humlar (5.8%) - Settir út í seinna gerjunarílát
Fermentis US-05 Safale US-05 ger
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Amerískur IPA

Post by Hjalti »

Þessi lítur út fyrir að vera aaaaalgert nammi....

maður einfaldlega verður að komast í að smakka þetta hjá þér einhverntíman. Svakalega girnileg uppskrift!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Amerískur IPA

Post by Eyvindur »

Þessi bjór er nammi, og vel það. Jeminn eini hvað ég fór að skilja allt talið um "C-humla" þegar ég smakkaði þennan fyrst. Og þótt ég hafi reyndar engan samanburð held ég að "first-wort" tæknin (að setja smá af humlum út í um leið og virtirinn rennur í pottinn) sé heillaráð. Það á víst að gera beiskjuna rúnnaðri og mýkri... Allavega er þessi bjór vel beiskur, en rennur samt mjög ljúft niður.

Ég gef þér smakk við tækifæri, gegn loforði um smakk af hafra-stout og að sjálfsögðu Fuggle IPA... Nammi nammi, humlar!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Amerískur IPA

Post by arnilong »

Það væri gaman að hittast allir seinna í sumar og drekka afurðir okkar saman. Allir fá smá smakk frá öllum hinum. Jafnvel að hafa eitthvað gott að borða með, baguette, osta. Eða eitthvað....
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Amerískur IPA

Post by Eyvindur »

Ég held að það sé algjörlega óhjákvæmilegt... Í raun ættum við að stefna að mánaðarlegum Fágunarfundi. Held að það ætti að standa skýrt í reglum félagsins.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Amerískur IPA

Post by Hjalti »

Við erum með góðan hauk í horni hjá Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda fyrir svona fundi, þeir gefa okkur ódýrari micro brew og sér herbergi fyrir fundi á efri hæðinni :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Amerískur IPA

Post by Stulli »

Geggjað. Erum við þá bókaðir í Nýlenduvöruverzluninni nk mánudagskvöld kl21?
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Amerískur IPA

Post by Stulli »

Æ, ég meinti 18. maí
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Amerískur IPA

Post by Eyvindur »

Svakalega líst mér vel á þetta á mánudagskvöldið. En upp á reglulegan hitting held ég að við eigum að gera þetta öðruvísi.

Trúlega væri illa séð til framtíðar að við værum að smakka heimagerðan bjór þar, þannig að ég held að það væri best að hafa hina reglulegu fundi í heimahúsum. Við getum róterað á milli staða o.s.frv. Við finnum einhverja sniðuga lausn á því. Held að það sé bæði persónulegra en hitt, og betra upp á smakk og þess háttar. Eins getum við komið með mat og haft samskotakvöldverði og þannig... Þannig finnst mér þetta eiga að vera.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Amerískur IPA

Post by Stulli »

Algerlega sammála Eyvindi. Hafði hugsað það sama. Bara nota Nýlenduvöruverslunina fyrir stofnfund svo að allir geti kynnst og þannig.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Post Reply