Uppfært Firmware fyrir STC-1000

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Uppfært Firmware fyrir STC-1000

Post by rdavidsson »

Góðan dag,

Eflaust eru margir sem hafa gert þetta nú þegar, en fyrir þá sem hafa ekki séð þetta þá ætla ég að skrifa stutta lýsingu á því hvernig hægt er að breyta STC-1000 stýringum í "margþrepa" hitastýringu. Vinnufélagi minn (Landnámsmaðurinn) á heiðurinn af því að ég fór út í þetta.

Það er "algjör óþarfi" að vera með svona stýringu fyrir venjulega ölgerjun, 18°C í 2 vikur og svo coldcrash, en ég sé möguleika í þessu þegar ég geri lagerbjóra og þarf að hækka og lækka gerjunarhita. Einnig er flott að geta notað stýringuna til að hækka/lækka hitastig í þrepum, t.d hækka um 3°C á einni viku o.s.frv.

Vissar gerðir af STC-1000 stýringum eru með PIC örgjörva sem hægt er að endurforrita frekar auðveldlega. Aðeins er hægt að forrita eina gerð af þessum stýringum, þ.e. þær sem eru version 1.0 A400_P, sjá mynd hér að neðan:
Image

Á STC stýringunni eru 5 contactar sem eru "forritunarpinnarnir" fyrir örgjörvann. Ég notaði Arduino UNO til þess að forrita PIC örgjörvann á STC-inum, mjög einfalt, forritinu er upload-að inn á Arduino-inn og síðan eru 5 vírar frá honum tengdir inn á forritunarpinnana á STC stýringunni. Það tekur um 20 sekúndur að færast yfir með tilheyrandi "moskídó hávaða".

Aðal vandamálið hjá mér var að fá alla 5 vírana til að ná sambandi í einu og halda þeim þannig í 20 sekúndur á meðan verið er að "senda" forritið yfir, tók nokkuð margar tilraunir hjá mér...

Svona lítur þetta út þegar búið er að tengja arduino-inn og búið að rífa STC-inn í sundur:
Image

Þessi gaur fer vel í gengum þetta og vísar á slóðina fyrir kóðann:
http://www.blackboxbrew.com/diy/" onclick="window.open(this.href);return false;

Svona virkar stýringin eftir "flössun":
https://www.youtube.com/watch?v=nZst7ETP-w8" onclick="window.open(this.href);return false;
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
landnamsmadur
Villigerill
Posts: 20
Joined: 18. Mar 2013 14:13
Location: Reykjavík

Re: Uppfært Firmware fyrir STC-1000

Post by landnamsmadur »

Ég uppfærði líka firmware fyrir STC og ákvað að láta reyna á þetta. Ég setti í 40 l af lager á sunnudaginn og þetta mallar núna í gerjunarskápnum.
Ég hef aldrei verið spenntur fyrir því að brugga lager vegna þess hve lengi þarf að gerja hann í samanburði við öl og það myndi teppa gerjunarísskápinn of lengi hjá mér. En þegar Hrafnkell setti inn grein um lagergerjun á mikið styttri tíma en ég hafði séð áður sá ég tækifæri á að prófa nýju hitastýringuna (http://brew.is/blog/2014/12/godur-lager-a-stuttum-tima/).
Þessi aðferð við gerjun á lager er frá Brulosopher og ef einhver hefur áhuga á að lesa um hana þá er linkurinn hér http://brulosophy.com/methods/lager-method/.

Þetta á ekki að vera merkilegur bjór, mig langaði bara gera Euro Lager til að borga "aðstöðugjöld" fyrir bruggaðstöðuna í skúrnum hjá pabba.

Hitastigsprófíllinn minn
lagerfagun.png
lagerfagun.png (42.63 KiB) Viewed 12759 times
(Hitastigsprófíllinn frá Brulosopher má finna neðst hér, http://brulosophy.com/2014/07/23/the-bl ... l-and-hot/ ,ég læt hann fylgja því hann er aðeins öðruvísi en hann talar um í bloggpóstinum sem ég vísa á hér ofar)

Ég fann einhverja default lager uppskrift sem kemur með í Beersmith og breytti aðeins til að henta því korni sem ég átti.
85% pilsner malt
10% Flaked Corn
3% CaraPils
2% Dextrine Malt

25 gr Magnum @ 60 mín

Svo fiktaði ég við vatnsviðbætur og setti Whirlfloc töflu útí.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Uppfært Firmware fyrir STC-1000

Post by hrafnkell »

stc1000p er einmitt algjör snilld í þetta - Það leiðinlega við þennan góða lager á stutta tíma er að þurfa að muna eftir að breyta hitanum daglega. Ég er ekki þannig maður. Ég er meira svona set and forget.

Þess má líka til gamans geta að stýringarnar sem ég er með til sölu núna er hægt að flassa með stc1000p. :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Uppfært Firmware fyrir STC-1000

Post by æpíei »

Frábært! Meira svona :)
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Uppfært Firmware fyrir STC-1000

Post by gosi »

hrafnkell wrote:stc1000p er einmitt algjör snilld í þetta - Það leiðinlega við þennan góða lager á stutta tíma er að þurfa að muna eftir að breyta hitanum daglega. Ég er ekki þannig maður. Ég er meira svona set and forget.

Þess má líka til gamans geta að stýringarnar sem ég er með til sölu núna er hægt að flassa með stc1000p. :)
Þá væntanlega sem voru til í janúar á þessu ári? Fékk eina í afmælisgjöf og þetta væri schnilld

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Uppfært Firmware fyrir STC-1000

Post by hrafnkell »

gosi wrote:Þá væntanlega sem voru til í janúar á þessu ári? Fékk eina í afmælisgjöf og þetta væri schnilld
Það er ekki alveg víst. Eina leiðin til að komast að því er að opna stýringuna og sjá hvort hún sé eins og á stc1000p github síðunni.
landnamsmadur
Villigerill
Posts: 20
Joined: 18. Mar 2013 14:13
Location: Reykjavík

Re: Uppfært Firmware fyrir STC-1000

Post by landnamsmadur »

Mjög fljótlegt og þægilegt að opna stýringuna og skoða. Þú losar eina skrúfu, tekur appelsínugulu klemmurnar af og smellir svo húsinu af.
Hérna er myndband. https://youtu.be/-DdTweLYyN0?t=2m45s
Ef þetta lítur út eins og efsta myndin í þessum pósti (hjá rdavidsson) þá er hægt að flassa stýringuna.
Post Reply