Tveggja bjóra dagur

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Tveggja bjóra dagur

Post by Eyvindur »

Í dag er ég að gera tvo bjóra. Annars vegar brúðkaupsölið hans Úlfars, sem finna má á síðunni (eina breytingin er að ég nota 500gr af Pale Ale malti, 3500gr af Pilsner malti og 1000gr af Munich malti). Nánast allt maltið sem ég nota er úr Ölvisholti.

Svo er ég að gera mína útgáfu af Fuggles IPA, eins og Hjalti pantaði af Midwest Supplies og gerjaði með góðum árangri. Mín uppskrift er svona:

5 kg Pale Ale malt
500 gr hveitimalt
500 gr Caramunich II
300 gr Carapils
60 gr Fuggles í 60 mín
30 gr Fuggles í 30 mín
30 gr Fuggles í 15 mín
60 gr Fuggles í lok suðu
30 gr Fuggles í secondary

Jæja, meskingin kallar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Tveggja bjóra dagur

Post by Andri »

Lúkking gúd, notar meira af humlum en Hjalti í loka suðuna, líst vel á það :)

Er hægt að bera saman maltið einhvernveginn? Hvernig mun það koma út miðað við F*** you up IPA-inn hans Hjalta?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Tveggja bjóra dagur

Post by Eyvindur »

Það er erfitt að segja nema vita nákvæmlega hvað er í extractinu. Ég set yfirleitt hveiti (í einhverju formi) og carapils til að fá meiri fyllingu og haus án þess að bragðið breytist neitt að ráði. Ég veit reyndar ekki hvort ég set alveg svona mikið í lokin, því ég veit ekki hvort ég á nóg í pellet formi (leiðist að nota heila humla í suðuna). Ætlunin var að gera tilraun með að nota sömu humla sem beiskjuhumla og aroma humla (setja humlana ásamt virti í pressukönnu í upphafi suðunnar, hella af eftir kortér í skál og henda humlunum í pottinn), en mér tókst ekki að redda mér pressukönnu, þannig að ég set væntanlega bara restina úr pokanum í lokin (ætti að vera eitthvað á milli 30 og 50 grömm, er ekki búinn að reikna það nógu nákvæmlega út).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Tveggja bjóra dagur

Post by Eyvindur »

Já, því er við að bæta að ég gerði smá breytingar. Bæði setti ég gips, til að mýkja humlabeiskjuna aðeins, og í sama skyni setti ég 30 grömm af humlum út í á meðan ég var að láta renna úr meskikerinu (first wort hops) og set svo 30 þegar suðan kemur upp. Ég er s.s. að skola núna. Gaman gaman.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Tveggja bjóra dagur

Post by Eyvindur »

Þetta gekk stórvel í gær. Ég fékk um 75% nýtni á báða bjóra, sem er ögn minna en ég hef verið að fá, en ég er með nýtt meskiker. Nú þarf ég að gera upp við mig hvort ég kýs þægindi eða aukna nýtni...

Humladagskráin á Fuggle IPA endaði svona:

30 gr first wort hop
30 gr í 60 mín
30 gr í 30 mín
30 gr í 15 mín
45 gr í lokin

Ég kláraði Fuggle pellet humlana mína í þetta (á 100 gr af heilum).

Í morgun voru báðir bjórar byrjaðir að gerjast fyrir allan peninginn. Tóm gleði í vatnslásum. Ekki amalegt það.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply