stjáni

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

stjáni

Post by kristfin »

sælt veri fólkið.

ég heiti kristján og fer að nálgast fjórða tuginn á árum komanda.

í grunnskóla og menntaskóla var ég í allskonar víngerð, ekki bjór þó, þannig að ég hef prófað ýmislegt.

mitt áhugamál, innan bjórsins, eru goslitlir bjórar eins og london pride og aðrir sem þarf að pumpa í glasið, ekki sprauta! þessir bjórar gera manni það mögulegt að drekka meira án þess að það reyni um of á vömbina.

mig langar að fara í grain bjóra, þar sem í þessu eins og matargerð finnst mér skemmtilegra að vinna með grunnhráefni. ég hræðist ekkert tækjabúnaðinn, á eitthvað og get síðan smíðað úr ryðfríu það sem mig vantar.

er buinn að lesa yfir eitthvað á netinu, fann pdf útgafu af "how to brew" eftir john palmer og hef verið að glugga í

ég byrjaði nú aftur að pæla í þessu þegar ég sá þessa stórsniðugu grein á instructables

i hvaða átt á ég að fara til að búa til góðan bitter?
get ég notað ölvisholtss hráefni í bitterinn?
a'einvher teikningu af svona kornmalara ef ég léti mér detta í huga að smíða svoleiðis?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: stjáni

Post by Eyvindur »

Heill og sæll og velkominn.

Það er ekkert mál að gera fyrirtaks bitter úr hráefnum frá Ölvisholti. Reyndar stendur það til hjá mér (veit ekki hvort hann verður alfarið úr ÖB hráefnum, en þykir það sennilegt). Ég skelli þá þeirri uppskrift hérna inn, eins og vaninn er.

Gúglaðu bara "build your own grain mill" og þá finnurðu örugglega góðar leiðbeiningar varðandi slíka smíði. Ég var einhvern tíma búinn að finna svoleiðis en er fyrir löngu búinn að týna því aftur. Virkaði of flókið fyrir föndurheftan mann eins og mig.

Vonandi nýturðu spjallsins hérna og hefur gagn og gaman af.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: stjáni

Post by sigurdur »

Að búa til kornmillu er ekkert mál ef þú hefur aðgang að rennibekk og átt eitthvað af gegnheilum málmi (þó þú getir notað stálrör) og er ég sjálfur búinn að vera að skoða þetta mikið upp á síðkastið.
Það er mjög einfalt að breyta pastavél í kornmillu, en það er auðvitað gott að geta 'hnúðað' rúllurnar (tígullaga hnúðun) til þess að ná gripi á korninu.
Ef þú hefur aðgang að rennibekk þá ertu nokkuð klár í slaginn.

homebrewtalk.com er mjög góð uppspretta fyrir diy verkefni og fullt af áhugaverðum diy kornmillum þar.

A.m.k., velkominn í hópinn.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: stjáni

Post by Hjalti »

Veistu um einhverjar sérstakar leiðbeiningar að því að breyta pastavél í kornmillu?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: stjáni

Post by sigurdur »

Búinn að vera að slefa yfir þessum leiðbeiningum .. http://www.homebrewtalk.com/f11/using-p ... ain-75784/

Athugaðu að þetta eru 40 síðna spjallþráður.
Það virðist sem að það virki nokkuð vel að taka svona pastavél, stilla hana í þrengstu stillingu og láta borvél hakka á henni (nánari leiðbeiningar í spjallþræðinum) svo að keflin verði nægilega gróf til að geta gripið kornið, svo er bara að útbúa fæðihólf og haldara. No rocket science here.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: stjáni

Post by Hjalti »

Magnað... pastavélinn sem ég á hérna heima er samt eithvað sem kostaði einu sinni 15þ kall þannig að ég er ekki að fara að "modda" hana svona held ég :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: stjáni

Post by sigurdur »

Notaru pastavélina þessa dagana í pastagerð?
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: stjáni

Post by Hjalti »

Hef gert það öðru hvoru en ekki sérlega oft.... en ég tími samt ekki að skemma hana... hún er svo flott :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: stjáni

Post by sigurdur »

getur keypt nýja á 10 þús ;-)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: stjáni

Post by Hjalti »

Hvar færðu pastavél á 10þ kall? Þetta er eithvað sem kostar í dag mikið meiri pening en það....
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: stjáni

Post by sigurdur »

Pipar og salt í miðbæ reykjavíkur, 9900 staðgreitt. Handsnúin pastavél. :beer:
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: stjáni

Post by Andri »

Ég er að pæla í að læra að sjóða, er búinn með rafvirkjann þannig að ég ætla að finna eitthvað annað skemtilegt til að læra.
Hvar myndirðu mæla með að læra þetta, ég hugsa að ég myndi bara vilja eitthvað svona suðukúrs og þarf líklega ekki neitt annað ... og ég kann að nota rennibekki.
En velkominn í hópinn, gaman að fá "gamla" bruggara inn.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: stjáni

Post by kristfin »

þú færð bara lánaðan transa eða hlífðargasvél og prófar þig áfram. ekkert mál að sjóða. kíktu á youtube.
fáðu samt einhvern til að skoða hja´þér áður en þú sýður vatns eða vökvaleiðslur. ég tók reyndar kúrs í þessu í fjölbraut fyrir mörgum árum af því mig vantaði einingar.

en ég hef aðgang að rennibekk og einhverjum afgöngum af járni. kannski að maður skoði þetta nánar.

ég er reyndar orðinn svo spenntur að leggja í að kannski fer bara svo að maður leggi í fyrstu umferð með maltextract.

en hlakka til að byrja aftur af krafti.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: stjáni

Post by sigurdur »

Andri, ef þú hefur klárað rafvirkjun, þá hlýturu að hafa þurft að klára smá suðu í grunndeildinni.

En ég mér skilst að það þurfi TIG suðu til þess að sjóða ryðfrítt, en það má vera að ég sé að rugla hlutum fram og til baka..

ódýrasta TIG suðuvélin sem að ég fann á íslandi var í kring um 40-50 þús, fullkomin fyrir lítil verkefni ;-)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: stjáni

Post by kristfin »

ef suðan á að vera falleg eða þegar maður er að sjóða þunnt þá þarf maður að tigga. en það eru til rústfríir pinnar líka, maður notar þá í jeppaferðunum eða þegar maður er með lélegat transa því þeir þurfa lága kveikispennu.

ég nota svona þegar ég er að sjóða saman mótórhjólin eða að föndra með járn svart og rústfrítt. þessi vél er hinsvegar jafnstraumsvél svo að ég get ekki soðið ál. það er næsta skref
Image

get bæði tiggað og soðið með pinna. mér finnst svo gaman að sjóða með pinna að ég geri mikið af því. ég á reyndar líka hlífðargasvél, en ég lánaði hana. næ í hana fyrir veturinn. ég er líka með plasma skera sem ég nota við að skera út dót í málmi.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: stjáni

Post by sigurdur »

Ég held að þú sért búinn að redda þér framtíðarbruggi frá öllum sem þurfa að bæta við/breyta græjunum sínum ...
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: stjáni

Post by Eyvindur »

Nokkuð öruggt...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: stjáni

Post by Andri »

Ég var bara settur í smá suðu þar, fór á smá kúrs í iðnskólanum hafnarfirði.. maður lærði nú ekki mikið þar.
Ég var settur í að búa til lítinn kubb sem var með 10cm hliðar..en rennibekks kennslan var mjög fín
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: stjáni

Post by halldor »

sigurdur wrote:Pipar og salt í miðbæ reykjavíkur, 9900 staðgreitt. Handsnúin pastavél. :beer:
Skemmtilegt hvernig svona kynningarþráður getur stökkbreyst á augabragði :)
Plimmó Brugghús
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: stjáni

Post by arnilong »

halldor wrote:
sigurdur wrote:Pipar og salt í miðbæ reykjavíkur, 9900 staðgreitt. Handsnúin pastavél. :beer:
Skemmtilegt hvernig svona kynningarþráður getur stökkbreyst á augabragði :)
Lol :D
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
Post Reply