sælt veri fólkið.
ég heiti kristján og fer að nálgast fjórða tuginn á árum komanda.
í grunnskóla og menntaskóla var ég í allskonar víngerð, ekki bjór þó, þannig að ég hef prófað ýmislegt.
mitt áhugamál, innan bjórsins, eru goslitlir bjórar eins og london pride og aðrir sem þarf að pumpa í glasið, ekki sprauta! þessir bjórar gera manni það mögulegt að drekka meira án þess að það reyni um of á vömbina.
mig langar að fara í grain bjóra, þar sem í þessu eins og matargerð finnst mér skemmtilegra að vinna með grunnhráefni. ég hræðist ekkert tækjabúnaðinn, á eitthvað og get síðan smíðað úr ryðfríu það sem mig vantar.
er buinn að lesa yfir eitthvað á netinu, fann pdf útgafu af "how to brew" eftir john palmer og hef verið að glugga í
ég byrjaði nú aftur að pæla í þessu þegar ég sá þessa
stórsniðugu grein á instructables
i hvaða átt á ég að fara til að búa til góðan bitter?
get ég notað ölvisholtss hráefni í bitterinn?
a'einvher teikningu af svona kornmalara ef ég léti mér detta í huga að smíða svoleiðis?