Belgía: Hvað á maður að sjá?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
kiwifugl
Villigerill
Posts: 7
Joined: 9. Sep 2014 19:33
Contact:

Belgía: Hvað á maður að sjá?

Post by kiwifugl »

Sæl öll

Ég og betri helmingurinn erum að fara að taka okkur vænan tíma í sumar í flakkerí og stefnum að vestur- og miðevrópu fyrst og fremst. Að sjálfsögðu heimtaði ég að við myndum eyða nægilegum tíma í Belgíu á bjórsmakkeríi, en það er þess vegna sem ég kem til ykkar. Ég er ekkert voðalega vel að mér í þeim brugghúsum/klaustrum sem sniðugast er að heimsækja og þekki lítið meira en þær tegundir sem eru mikið seldar hér.

Hvert mælið þið með að ég kíki? Einvherjar reynslusögur?
---------------------------
Þórir Bergsson, besservisser

Hey, smelltu hér til að lesa og hlusta á okkur Helga þykjast vita eitthvað!
hjaul
Villigerill
Posts: 11
Joined: 13. Jan 2015 10:07

Re: Belgía: Hvað á maður að sjá?

Post by hjaul »

Cantillon brugghúsið í Brussel er skemmtilegt. Tourinn um brugghúsið er að vísu ekkert gríðarlega merkilegur en það er af nógu að taka í taproominu þeirra :D. Must-see fyrir áhugamenn um Lambic. http://www.ratebeer.com/p/cantillon-brewery-museum/861/" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég heimsótti líka Het Anker Brouwerij í Mechelen síðast þegar ég var þarna. Þar færðu alveg 1-1,5klst guided tour um allt brugghússvæðið. Kannski frekar túristalegur tour fyrir þá sem þekkja þetta allt saman fyrir. http://www.ratebeer.com/p/brasserie-het-anker/12623/" onclick="window.open(this.href);return false;

Kulminator barinn í Antwerpen er merkilegur líka, svakalegur lager af allskyns belgískum flöskum og oft einhver veisla á krana líka. Eigendurnir eru stórskrýtnir en mjög almennilegir. http://www.ratebeer.com/p/kulminator/533/" onclick="window.open(this.href);return false;

Uppáhaldsstaðurinn minn er samt sennilega M-cafe í Leuven (frábær bær líka). Þetta er lítið kaffihús sem er byggt við safn í Leuven, lítur alls ekki út merkilegt að utan en eigandinn er heimabruggari og mikill bjóráhugamaður. Hann er bæði með skemmtilegar belgískar flöskur og svo er hann alltaf með gestalista af krönum sem er yfirleitt samsetning af einhverjum meira þekktum (Mikkeller, BrewDog etc.) og svo nokkrum minna þekktum bjórum frá Belgíu og Hollandi. http://www.ratebeer.com/p/m-cafe-leuven/25696/" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo ef þú ert kominn til Leuven þá er Bottle shop þar með mjög gott úrval en frekar há verð miðað við aðra staði. http://www.ratebeer.com/p/belgian-beer- ... ven/42940/" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo eru eflaust milljón aðrir staðir sem er skemmtilegra að sjá, þetta er bara mitt persónulega input. Einu ráðin sem ég myndi gefa er að halda sig sem mest í flæmska hlutanum. Fólkið er svo miklu skemmtilegra þar. :beer:
Post Reply