Blackout IPA

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Blackout IPA

Post by helgibelgi »

Ákvað að skella inn uppskrift að þessum frábæra IPA sem mér tókst að brugga.

Þetta er Amerískur IPA og fellur líklega undir West Coast IPA hattinn. Hann öðlaðist nafn sitt eftir að hafa sýnt hversu hættulegur hann getur verið fyrir saklausa bjórþambara (saga sem ekki verður sögð hér, en nafnið ætti að gefa til kynna viss atriði í henni). Það finnst ekki vottur í bragðinu af 7% áfengismagninu, sem ásamt því að vera að öllu leiti mjög auðveldur á leiðinni niður (tiltölulega þurr, meðalþétt body o.s.f.) gerir hann stórhættulegan! :twisted:

Planið var að ná honum alveg rauðum. Þess vegna notaði ég meira hlutfall af dökku crystal malti og smá súkkulaði malt. Útkoman er ekki langt frá því en hallast meira að dökk-appelsínugulum lit. Þó virðist hann vera rauður í ákveðinni birtu. Það fór óvart smá Maris Otter í uppskriftina þar sem Pale Ale kornið mitt kláraðist. Ykkur er því óhætt að sleppa því, en bæta við Pale Ale í staðinn.


Type: All Grain
Batch Size: 21,00 l
Boil Size: 23,94 l
Boil Time: 60 min
End of Boil Vol: 21,94 l
Final Bottling Vol: 19,00 l
Est Original Gravity: 1,065 SG
Est Final Gravity: 1,014 SG
Estimated Alcohol by Vol: 6,7 %
Bitterness: 67,2 IBUs
Est Color: 14,7 SRM


Date: 05 Aug 2014
Brewer: Helgi
Equipment: Rafha
Efficiency: 75,00 %
Est Mash Efficiency: 75,4 %

Bygg:
4,50 kg Pale Malt (2 Row) US (2,0 SRM) - 74,7 %
0,70 kg Pale Malt, Maris Otter (3,0 SRM) - 11,6 %
0,55 kg Caramel/Crystal Malt - 60L (60,0 SRM) - 9,2 %
0,22 kg Caramel/Crystal Malt - 20L (20,0 SRM) - 3,7 %
0,05 kg Chocolate Malt (450,0 SRM) - 0,8 %

Í heildina 6,02 kg meskjað við 66°C í klukkutíma.

Humlar í Suðu:
24,00 g Citra [13,50 %] - Boil 60,0 min - 36,4 IBUs
30,00 g Citra [13,50 %] - Boil 10,0 min - 16,5 IBUs
30,00 g Mosaic (HBC 369) [11,80 %] - Boil 10,0 min - 14,4 IBUs
30,00 g Citra [13,50 %] - Boil 0,0 min - 0,0 IBUs
30,00 g Mosaic (HBC 369) [11,80 %] - Boil 0,0 min - 0,0 IBUs
Þurrhumlun:
30,00 g Simcoe [13,00 %] - Dry Hop 3,0 Days - 0,0 IBUs
30,00 g Mosaic (HBC 369) [11,80 %] - Dry Hop 3,0 Days - 0,0 IBUs

Ger:
1,0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) [50,28 ml]

Gerjaður við 19°C í 3 vikur.


Measured Original Gravity: 1,062 SG
Measured Final Gravity: 1,009 SG
Actual Alcohol by Vol: 7 %
Calories: 582,4 kcal/l
Blackout IPA minni.jpg
Blackout IPA minni.jpg (64.3 KiB) Viewed 12084 times
Ég gæti ekki verið sáttari með útkomuna. Þessi bjór er fullkomnun á amerískum IPA eins og ég vil hafa þá! Hann er gullfallegur í útliti með flottan haus og rosalegt humla "lacing". Hann angar af tropical fruit, sítrusávöxtum og blómum. Beiskjan er nákvæmlega þar sem ég vil hafa hana, bragðast voðalega svipað og lyktin gefur til kynna = eins og ávaxtasafi nánast. Crystalmaltið gefur örlítinn maltsætukeim sem mér finnst spila vel til þess að jafna út beiskjuna ásamt því að passa með humlunum. Þessi blanda af Citra og Mosaic svíkur engan!

Mæli með þessum bjór fyrir þá sem langar í humlasprengju! :skal:
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Blackout IPA

Post by æpíei »

Ég er mikið fyrir IPA, eins og nafn mitt á þessari síðu ber vitni um. Ég er algjörlega sammála þér með beiskjuna. Nú stefni ég alltaf á 64 IBU í beiskju, þó svo ég sé að gera vel humlaða bjóra. Mér finnst það gefa best drykkjarhæfan IPA. Það má alltaf setja miklu meiri humla í lok suðu og þurrhumlun til að fá kikk í bragði og lykt. En mikilvægt er að gera greinarmun á bitterness og hoppyness.

Þessi verður eflaust skruggufínn. Hlakka til að smakka.
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: Blackout IPA

Post by Bjoggi »

Hljómar og lýtur vel út!

Býður þú upp á heimsendingu?

;)
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Blackout IPA

Post by helgibelgi »

Bjoggi wrote:Hljómar og lýtur vel út!

Býður þú upp á heimsendingu?

;)

Þessi er því miður á krana, annars myndi ég glaður skutla á þig flösku! Þú (og æpíei) ert samt velkominn að kíkja í smakk hvenær sem er (svo lengi sem leyfi fæst hjá swmbo).
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Blackout IPA

Post by eddi849 »

Þurhumlaðir þú í primary ?
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Blackout IPA

Post by helgibelgi »

eddi849 wrote:Þurhumlaðir þú í primary ?
Já, ég þurrhumla í primary ílátinu. Fleyti venjulega ekki yfir í secondary Svo þurrhumla ég líka á kútnum (kúthumlun).
Post Reply