Nú - átta sólarhringum síðar - ákvað ég að setja eina flösku í kælinn. Var að hella honum í glas, og þó hann sé fjarri því að vera tær, er hann mun tærari en hitt bruggið mitt. Lyktin er sérstök, líklega er það hunangið og maltið.
Freyðir lítið, en er þó furðu léttur og hæfilega gosmikill. Þrátt fyrir hátt áfengismagn (9%) finnst það lítið sem ekkert, enginn "hiti" sem slíkur. Ferskur, smá sæta en með örlítilli sýru á móti.
Ég er svolítið kvefaður og á því erfitt með bragðgreiningar, en mér líkar þetta vel. Frúin er hrifin, og vinkona hennar líka. Ef konum sem drekka helst ekkert annað en Breezer og hvítvín, líkar við afurðirnar, þá get ég ekki annað en verið svolítið stoltur.
Veitir þó ekki af meiri þroskun. Held að ég muni geta óhikað mælt með uppskriftinni minni fyrir þá sem þora.
