Mjölur (Braggot)

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Eyvindur »

Ég hef aldrei heyrt um að menn sjóði lager með lokið á. Menn lýsa bragðinu sem því fylgir sem svipuðu og soðnu káli... Hljómar ekki eins og æskilegt bragð í lager.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Oli »

Nei kannski óþarfi að sjóða með lokið á allan tímann. Fer eftir því hversu mikið DMS þú vilt hafa í lagerbjórnum þínum.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Færði mjölinn yfir í hreinan kút rétt áðan. Nálgast áætlað FG (1.021), komið niður í 1.030. Hugsa að ég leyfi honum að liggja óáreittum næstu fjórar vikurnar, og tappa svo á flöskur. Fallegur litur, þó hann sé enn töluvert skýjaður.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Stulli »

Sælt veri fólkið!

Katlar í brugghúsum eru alltaf með strompi til þess að hleypa gufunni og ýmsum volatíseruðum efnum út. Auk DMS, er maður einnig að hleypa ilmolíum frá humlunum út. DMS er framleitt úr SMM (S-metýl-methíónín) sem að umbreytist í DMS í suðunni. SMM umbreytist í DMS við minna en 100C og er því hætta á að maður endi með DMS í bjórnum eftir að suðu er lokið ef að virtirinn fær að standa of lengi fyrir kælingu þar sem að DMS fær ekki að volatíserast. Umbreyting á SMM í DMS og vólatísering á DMS gerist einmitt líka í möltuninni. Því meiri sem að maltið er ristað, því minna af SMM er í maltinu og þal í bjórnum. Það er þessvegna sem að nokkurt magn af DMS er venjulega í lagerbjórum, ekki vegna þess að það er eftirsóknarvert, heldur vegna þess að til að hafa bjórinn eins ljósan og hægt er, er maltið ristað eins lítið og mögulegt er (í rauninni bara þurrkað) og þal er mikið af SMM í maltinu. Það er því mitt persónulega álit að það er útlit bjórsins frekar en bragð sem að stýrir DMS magninu (þeas að framleiðendur sækjast eftir því að gera eins ljósan bjór og mögulegt er þótt að það framleiði óæskilegt bragð. Lífið er ein stór komprimísa :D )
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Það fer að líða að því að ég komi þessum á flöskur - er bara að safna Erdinger flöskum í rólegheitum til að nota undir mjölinn. :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Mjölur (Braggot)

Post by sigurdur »

Ég reyndi að tappa eina Erdinger flösku núna um daginn, hún hikstaði þannig að ég fleytti þessu yfir á aðra flösku. Ertu búinn að prófa átöppun á Erdinger?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Oli »

Erdinger virka vel hjá mér :D
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

sigurdur wrote:Ég reyndi að tappa eina Erdinger flösku núna um daginn, hún hikstaði þannig að ég fleytti þessu yfir á aðra flösku. Ertu búinn að prófa átöppun á Erdinger?
Nei, ég hef ekki prófað það (hef notað Skjálfta, Oxford Gold og Samuel Adams). Náðirðu ekki að loka henni nógu vel?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Mjölur (Braggot)

Post by sigurdur »

Þetta var eina Erdinger flaskan sem að ég var með í öllum skjálftahópnum.
Ég reyndi aðeins við hana, en vélin var eitthvað ekki að ná taki á flöskunni (þegar ég var að ýta handföngunum niður) þannig að ég svissaði bara á milli flaskna.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Setti mjölinn á flöskur í gærkvöld (nærri því eingöngu Erdinger), og það gekk alveg ágætlega. FG reyndist 1.025, en áætlað af BeerSmith var 1.021. Ég er sáttur. :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Nú - átta sólarhringum síðar - ákvað ég að setja eina flösku í kælinn. Var að hella honum í glas, og þó hann sé fjarri því að vera tær, er hann mun tærari en hitt bruggið mitt. Lyktin er sérstök, líklega er það hunangið og maltið.
Freyðir lítið, en er þó furðu léttur og hæfilega gosmikill. Þrátt fyrir hátt áfengismagn (9%) finnst það lítið sem ekkert, enginn "hiti" sem slíkur. Ferskur, smá sæta en með örlítilli sýru á móti.

Ég er svolítið kvefaður og á því erfitt með bragðgreiningar, en mér líkar þetta vel. Frúin er hrifin, og vinkona hennar líka. Ef konum sem drekka helst ekkert annað en Breezer og hvítvín, líkar við afurðirnar, þá get ég ekki annað en verið svolítið stoltur.

Veitir þó ekki af meiri þroskun. Held að ég muni geta óhikað mælt með uppskriftinni minni fyrir þá sem þora. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply