Bruggplan Hjalta

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Bruggplan Hjalta

Post by Hjalti »

Jæjja, eftir smá pælingar þá er ég búinn að ákveða að hvíla að panta meira extract dót að utan og ég ætla að smíða mér smá "Rig"

Byrjum á grunninum sem er Pottur eða Ketill.

Ég hef enga aðstöðu til að vera með helluborð eða 50L pott á hellunum heima þannig að ég hef ákveðið að láta vaða í Síldartunnuna sem Sigurður var að tala um í öðrum þræði hérna.

Ég ætla að fá mér 3 hitaelement úr svona http://www.byko.is/vorur/?ew_7_cat_id=1 ... ory_id=622" onclick="window.open(this.href);return false; sem gefur mér tæp 6 KW að hita vatnið með og setja þau upp þannig að þau eru nálægt botninum á þessari tunnu.

Svo ætla ég að setja krana neðst á tunnuna til að geta fært yfir virtin yfir í gerjunartunnuna án þess að þurfa að hreyfa suðuketilinn.

Ég ætla svo að smíða smá stand fyrir tunnuna til að geta verið með þetta í vinnuhæð og svo að þetta geti staðið á borði án þess að skemma borðið.

Meskikerið mitt er 25L kælibox sem ég þarf að koma fölskum botn í eða eithvað síjunarkerfi.

Ef einhver veit um hagstæða leið að smíða falskan botn í svona kælibox þá eru allar hugmyndir einstaklega vel þegnar.

Kranin á kæliboxinu verður mjög svipaður krananum á síldartunnuni.

Nú veit ég ekki hvort ég sé að gleyma einhverju en ég ætla að fara að teikna þetta dót upp og reyna að gera þetta svolítið flott.

Ef það er einhver sem vill detta með mér í þetta plan og smíða saman þá er það meira en velkomið.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Bruggplan Hjalta

Post by arnilong »

Ég hef alltaf notað klósettslöngutengið. Ég hef heyrt sagt að virtirinn verði fyrr tær í þessu heldur en með falskann botn, en ég hef sjálfur ekki reynslu af því. Ég hef einungis verið að vorlaufa einn til tvo lítra áður en virtinn er nægilega tær í "koparinn" svo að skolunin hefur gengið mjög hratt fyrir sig hjá mér. Svo er þetta einfalt að setja í kæliboxið og nokkuð ódýrt.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bruggplan Hjalta

Post by sigurdur »

Ég keypti mér einmitt 35 lítra kælibox í húsó núna áðan á tæpann 1400 kall (aðeins nokkur stykki eftir), en ég þarf að annað hvort hafa racking system á þessu eða þá að bora í boxið (mun án efa enda á því) og setja einhverja lekavörn á þetta.
Í múrbúðinni þá má finna ódýr klósetttengi (einhverstaðar í 300-500 krónum býst ég við). Svo er auðvitað líka verkfæralagerinn, spurning hvort að eitthvað finnst þar.

En ég er mikið til í að smíða eitt svona sett með þér.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Oli »

Ég er einmitt með eitt svoleiðis box og svo stálfléttuslöngu. Virkar vel og er ódýrt.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Bruggplan Hjalta

Post by andrimar »

Nú verð ég að viðurkenna fáfræði mína og spyrja hvernig svona "klósetttengi" lítur út? Myndir?
Kv,
Andri Mar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bruggplan Hjalta

Post by sigurdur »

Farðu að klósettinu heima hjá þér, eða í vinnunni. Þá muntu líklegast sjá slöngu sem að fer frá kaldavatnstenginu og yfir í klósettkassann. Þessi "mjúka" slanga er klósetttengið fræga.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Hjalti »

Andri ofur snillingur tók sig til og hjálpaði mér með að koma brugg settinu saman hjá mér og við tókum smá rúnt í leit að íhlutum og svona.
Kæliboxið 24.5L (Mash Tun) og Lauftunnan 37L  (Suðutunnan) sem við fundum
Kæliboxið 24.5L (Mash Tun) og Lauftunnan 37L (Suðutunnan) sem við fundum
L1040217.jpg (119.33 KiB) Viewed 26033 times
Kranin á Mash tunnuni
Kranin á Mash tunnuni
L1040218.jpg (144.54 KiB) Viewed 26033 times
Kranin á Suðutunnuni
Kranin á Suðutunnuni
L1040219.jpg (170.8 KiB) Viewed 26033 times
Falski botnin, smíðaður með barka sem var gataður að neðan með borvél.
Falski botnin, smíðaður með barka sem var gataður að neðan með borvél.
L1040220.jpg (101.62 KiB) Viewed 26033 times
Nærmynd af barkanum. Hægt að leika sér helling með hann! Beyglast eins og ég veit ekki hvað
Nærmynd af barkanum. Hægt að leika sér helling með hann! Beyglast eins og ég veit ekki hvað
L1040224.jpg (128.1 KiB) Viewed 26033 times
Gatið fyrir fyrsta elementið.
Gatið fyrir fyrsta elementið.
L1040221.jpg (160.59 KiB) Viewed 26033 times
Elementið 1850-2000W
Elementið 1850-2000W
L1040222.jpg (138.04 KiB) Viewed 26033 times
Festingin fyrir elementið
Festingin fyrir elementið
L1040223.jpg (134.04 KiB) Viewed 26033 times
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Bruggplan Hjalta

Post by arnilong »

Til hamingju með þetta Hjalti!
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Eyvindur »

Geðveikt! Til hamingju.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Hjalti »

Þetta er samt ekki tilbúið ennþá og ég hef ekki græna um það hvernig það höndlar hitan frá 2-3 elementum og sjóðandi vatni.

Græna tunnan kostaði nákvæmlega 1040 krónur í Blómaval og er food grade en gerð fyrir að safna saman laufum :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Andri »

Food grade merkt og merkt PP sem þolir 135°C :D
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bruggplan Hjalta

Post by sigurdur »

Glæsilegt!!

Hvað kostuðu kúlulokarnir og allt það hjá landvélum?

Hvað á að nota mörg element í þetta?
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Hjalti »

Helvítis helling....

Held að heildarreikningurinn fyrir kúluloka, tengidót, barka, slöngu og slöngutengi (Slöngutengin fyrir meskikerið var næstum helmingurinn af kostnaðinum) með öllu hafi ferið rétt yfir 11þ kall.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bruggplan Hjalta

Post by sigurdur »

Á ekkert að gera tímamælingu með einu elementi og 25-30 lítrum á meðan þið sötrið bjór og virðið fyrir ykkur nýskapaða verkið?
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Hjalti »

Mig vantar skrúfur til að festa elementið og svo geri ég það sennilega, fer í Wurth minnir mig að það heitir og redda því á morgun.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Andri »

Wúrth er á bíldshöfða, eigilega bara hliðina á american stæl og líka á smiðjuvegi
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Andri »

kanski það sé hægt að fá ódýrari slöngutengi í lagnadeild býkó... veit ekki ...
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Hjalti »

Jæjja, búinn að panta 2 Hraðsuðukatla í viðbót í Byko og fæ þá væntanlega afhenta á mánudaginn.

Þá fer maður og klárar dæmið og verður vonandi kominn með fyrsta AG bruggið komið á stað næstu helgi!

Nú er bara spurningin, hvar er ódýrast að kaupa koparrör og hvað á það að vera þykkt og langt til að geta notað það sem immersion chiller.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Oli »

Við ræddum þetta í þessum þræði : http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=215" onclick="window.open(this.href);return false;

ódýr koparhönk í Íshúsinu stærð. 3/8 var á 15 þús
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bruggplan Hjalta

Post by sigurdur »

þú meinar 6 þúsund fyrir 15 metra vonandi ;-)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bruggplan Hjalta

Post by sigurdur »

Hjalti wrote:Jæjja, búinn að panta 2 Hraðsuðukatla í viðbót í Byko og fæ þá væntanlega afhenta á mánudaginn.

Þá fer maður og klárar dæmið og verður vonandi kominn með fyrsta AG bruggið komið á stað næstu helgi!

Nú er bara spurningin, hvar er ódýrast að kaupa koparrör og hvað á það að vera þykkt og langt til að geta notað það sem immersion chiller.
Panta katla?
Ferðu ekki bara á staðinn og pikkar þetta upp?
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Hjalti »

Var ekki til en það er samt hægt að panta :clap:
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Oli »

sigurdur wrote:þú meinar 6 þúsund fyrir 15 metra vonandi ;-)


hehe var aðeins að flýta mér :) nei er ekki fínt að fá 6 m á 15 þús...
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Andri »

Oli wrote:Við ræddum þetta í þessum þræði : http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=215" onclick="window.open(this.href);return false;

ódýr koparhönk í Íshúsinu stærð. 3/8 var á 15 þús
3/8 er circa 9,5mm. Landvélar selja þetta í metravís held ég (10mm) ég forvitnaðist ekki um verðið
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Re: Bruggplan Hjalta

Post by Bónusbruggarinn »

Barki í Kópavogi er með allskonar vökva- og loftlagnaefni. Svipaðir og Landvélar. Mín reynsla er að þeir eru oftast ódýrari og afar þægilegir viðureignar ef maður er í einhverju föndri. :idea:
Post Reply