Jæjja, eftir smá pælingar þá er ég búinn að ákveða að hvíla að panta meira extract dót að utan og ég ætla að smíða mér smá "Rig"
Byrjum á grunninum sem er Pottur eða Ketill.
Ég hef enga aðstöðu til að vera með helluborð eða 50L pott á hellunum heima þannig að ég hef ákveðið að láta vaða í Síldartunnuna sem Sigurður var að tala um í öðrum þræði hérna.
Ég ætla að fá mér 3 hitaelement úr svona
http://www.byko.is/vorur/?ew_7_cat_id=1 ... ory_id=622" onclick="window.open(this.href);return false; sem gefur mér tæp 6 KW að hita vatnið með og setja þau upp þannig að þau eru nálægt botninum á þessari tunnu.
Svo ætla ég að setja krana neðst á tunnuna til að geta fært yfir virtin yfir í gerjunartunnuna án þess að þurfa að hreyfa suðuketilinn.
Ég ætla svo að smíða smá stand fyrir tunnuna til að geta verið með þetta í vinnuhæð og svo að þetta geti staðið á borði án þess að skemma borðið.
Meskikerið mitt er 25L kælibox sem ég þarf að koma fölskum botn í eða eithvað síjunarkerfi.
Ef einhver veit um hagstæða leið að smíða falskan botn í svona kælibox þá eru allar hugmyndir einstaklega vel þegnar.
Kranin á kæliboxinu verður mjög svipaður krananum á síldartunnuni.
Nú veit ég ekki hvort ég sé að gleyma einhverju en ég ætla að fara að teikna þetta dót upp og reyna að gera þetta svolítið flott.
Ef það er einhver sem vill detta með mér í þetta plan og smíða saman þá er það meira en velkomið.