.

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Reynir
Villigerill
Posts: 9
Joined: 20. Jan 2013 21:49

.

Post by Reynir »

.
Last edited by Reynir on 18. Nov 2023 16:10, edited 1 time in total.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Vesen með sýkt brugg

Post by rdavidsson »

Reynir wrote:Ég er orðinn hálf leiður á því að allt sem ég brugga sýkist á einn eða annan hátt, hef bruggað 2 lagnir af bjór sem báðir voru fínir til að byrja með en fóru svo að gjósa ótæpilega eftir nokkrar vikur á flöskum ( ekki of mikill sykur, passaði það).
Svo er ég búinn að gera tvær tilraunir til að gera cider sem báðar enduðu meira eins og edik. Ég hef alltaf hreinsað öll áhöld vel með joðófor, aldrei opnað ílát nema nauðsinlegt sé og alltaf notað joðófor blandað vatn í vatnslásana mína þannig að ég skil ekki alveg hvernig þetta endar svona, ekki beint hvetjandi fyrir áframhaldandi brugg. Eitthver átt við sama vandamál að stríða?
Það er mjög skrítið.. Notaðir þú sömu gerjunartunnu í bæði skiptin? Er hún gömul eða ný? Þú sótthreinar tappa líka er það ekki..
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
Reynir
Villigerill
Posts: 9
Joined: 20. Jan 2013 21:49

.

Post by Reynir »

.
Last edited by Reynir on 18. Nov 2023 16:10, edited 1 time in total.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Vesen með sýkt brugg

Post by helgibelgi »

Ertu viss að um sýkingu sé að ræða? Búinn að fá það staðfest? Ertu með einhverjar myndir af bjórnum sem gætu hjálpað við að fá það staðfest?

Hvað leyfirðu bjórnum að gerjast lengi? Tókstu final gravity mælingu? Tókstu hana oftar en einu sinni, þ.e. aftur degi seinna?

Hvernig reiknarðu út sykurmagnið sem þú setur við átöppun?

btw, hvernig smakkast bjórinn?

annað btw, hvaða safa ertu að nota í cider?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vesen með sýkt brugg

Post by Eyvindur »

Ertu viss um að þú sért að miða við rétt hitastig í gerjuninni þegar þú reiknar út sykurmagnið? Getur verið að það séu humlaagnir að komast með í flöskuna? Það er ótal margt sem getur valdið því að bjórinn gjósi.

Ef flöskurnar eru bara að gjósa, en það er ekkert óeðlilegt bragð af bjórnum, er líklegra að þetta sé eitthvað svona vesen en sýking. Ef þetta er sýking myndi ég skoða hreinlætisferlið. Þrífurðu allt nógu vel áður en þú sótthreinsar það? Sótthreinsiefni virka ekki nema allt sé tandurhreint. Ég myndi íhuga að leggja hluti í klórsóda í nokkra klukkutíma, jafnvel yfir nótt. Skola svo og nota joðófór 2 mínútum fyrir notkun. Það ætti að vera alveg skothelt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Vesen með sýkt brugg

Post by Dabby »

Svona flöskugos hefur verið viðvarandi vandamál hjá mér. Skýringin hefur þó ekki verið sýking. Ég hef bjargað þessu með því að hafa bjórinn vel kaldann og hella honum í glas strax og flaskan er opnuð. Margir bjórar hafa verið þ.a. þetta er ekki vandamál ef bjórinn kemur beint úr kæli en stórt vandamál ef hann er ~10°C eða heitari.

Vegna botnfallsins er hvort eð er skemmtilegra að hella bjórnum strax í glas.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Vesen með sýkt brugg

Post by drekatemjari »

Ég hef fengið sýkingar nokkrum sinnum þar sem bjórinn hélt áfram að gerjast í flöskunum og súrnaði með tímanum.
Ég fór yfir allt bruggferlið og þrifin og það sem mér datt í hug að gæti valdið þessu var að laktó gerlar úr korninu (korn er yfirleitt þakið laktó gerlum) gæti verið að komast í bjórinn eftir kælingu.
Ég fattaði að ég átti stundum til að nota sömu sleif til að hræra í meskingu og ég notaði til að hræra í virtinum við kælingu. Þar var einn möguleiki á lacto mengun.
Annað sem ég gerði var að ég notaði sama tunnulok á suðutunnuna í meskingu og þegar ég var að kæla bjórinn án þess að þrífa á milli. Þar var annar möguleiki á sýkingu. Lacto gerlar að komast í lokið við meskingu og síðan gufaði virturinn upp við kælingu og settist í lokið og lak aftur ofaní.
Í dag nota ég aðra sleif til að hræra í virtinum við kælingu og álpappír með starsan til að covera tunnuna við kælingu.
Ég hef allavega ekki fengið sýkingu í síðustu átta lögnum síðan ég gerði þessar breytingar.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Vesen með sýkt brugg

Post by Plammi »

Í þau skipti sem ég hef lent í flöskugosi hefur verið hægt að rekja það til að gerjun hefur stoppað of snemma og farið svo af stað aftur þegar á flöskurnar er komið. Þetta get ég oftast staðfest með gravity mælingum.
Varðandi ciderinn, þá væri fínt að fá meiri upplýsingar. Hvaða safi er notaður, auka sykurmagn, ger og þessháttar, þú getur aldrey veitt of miklar upplýsingar, sérstaklega ef það á að tækla einhver vandamál.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vesen með sýkt brugg

Post by Eyvindur »

Lacto sýking veldur þessu varla. Í fyrsta lagi gefur lacto ekki frá sér mikla (ef nokkra) kolsýru. Í öðru lagi á lacto mjög erfitt uppdráttar í flestum bjórum - þolir humla og áfengi afar illa, og víkur auðveldlega fyrir saccharomyces. Þetta hljómar miklu frekar eins og annað hvort of mikill sykur eða einhverjar agnir í flöskunni sem valda gosi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Vesen með sýkt brugg

Post by hrafnkell »

Kannski eins og plammi segir að gerjun hafi lent í vandræðum á einhverjum tímapunkti og ekki klárast alveg. T.d. vegna ójafns hitastigs. Svo farið aftur í gang í flöskunni.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vesen með sýkt brugg

Post by Eyvindur »

Hljómar ekki ósennilega, en ef þetta er að gerast ítrekað er spurning hvort það geti staðist. Ertu nokkuð of óþolinmóður að tappa á flöskur, OP?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply