Mánaðarfundur 2.mars 2015 á Hlemmi Square

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Mánaðarfundur 2.mars 2015 á Hlemmi Square

Post by æpíei »

Mánaðarfundur mars verður haldinn næstkomandi mánudag 2. mars á Hlemmi square frá 20:00 til 22:30

20:00 - Mæting
20:30 - Dagskrá hefst. Ný stjórn mun kynna sig og reifa komandi viðburði
20:45 - Fræðsluerindi um skolun á geri
22:30 - Hefðbundum fundi lýkur

Við minnum á að félagsmenn í Fágun fá 25% afslátt á barnum á Hlemmi Square.

Við kynnum líka þá nýjung að félagsmenn fá 15% afslátt á Skúla bar.

Sjáumst á mánudaginn

Fundargerð: Mánaðarfundur 2.mars 2015 - ritari: Plammi
  • Mættir - og drykkir sem komið var með:
    æpíei - 2x berliner weiss með brómberjum
    Plammi - Hádurtur Reyköl og Tri-Centennial
    eddikind
    HrefnaKaritas
    Sigurjón
    ernir
    hrafnkell - berjavín (kræki- og bláberjablanda) og mjöð/melomel
    gunnarmár
    aðalbjörgkara
  • Fundurinn hófst með léttri umræðu um Bjórhátiðarhöldin sem voru í bænum um helgina. Virtist sunnudagurinn á KEX standa uppúr hjá nokkrum.
  • æpíei leiddi létta umræðu um muninn á milli Gose og Gueuze og í kjölfarið talaði aðeins um súra meskingu. Þá hafði hann með Berliner Weisse bjórinn sinn meskjað kornið, skell bakteríum í hann þangað til æskilegu PH gildi var náð, hitað upp að suðu til að drepa bakteriurnar og svo gerjað á hefðbundin hátt.
    Gæðingur Brugghús fékk bruggmeistara frá Two Roads og Evil Twin í heimsókn til sín og gerðu þeir útgafu af Gueuze með græjunum þeirra Gæðinga. Bjórinn er spennandi þar sem notast var við mysu og/eða skyr (heimildir óljósar) við bruggunina til að ná súrmeskingu.
  • Fundargestir lýstu yfir ánægju með afslættina sem fylgja félgasskírteininu, 25% á hlemmi og 15% á Skúla.
  • Bruggkeppni Fágunar var kynnt:
    Þann 9.maí verður Bruggkeppni Fágunar, formaður dómnefndar hefur staðfest dagsetninguna.
    Keppnin verður haldin á nýjum stað þetta árið, verið er að leita að stað.
    Stefnt er að breytingu á fyrirkomulagi kvöldsins. Sleppa á matnum og leggja meiri áherlsu á að úrslit keppninnar komi fram fyrripart kvölds. Bjóða upp á bjórvænt snarl í staðinn fyrir matinn (osta og þessháttar góðgæti).
    Dómnefnd fengi aðsendan mat í stað matarins sem áður hefur verið í boði á keppniskvöldinu.
  • Rætt var að Fágun færi í heimsókn til Bruggsmiðjunar (Kaldi) eða í ferð á Bjórhátíðina á Hólum. Annar möguleiki væri að bjóðast til að vera með bás á Bjórhátiðinni og bjóða þar gestum upp á ljúffengt heimabrugg.
    Kaldi hefur lýst yfir miklum áhuga á að fá okkur í heimsókn. Þeir eru að gera marga spennandi bjóra þessi misserin og því væri mjög gaman að geta kíkt.
    Aðal kostnaðarliður svona ferðar verður rútan. Skoða þarf hvað svona ferð mun hugsanlega kosta og hvort að félgasmenn sameinist í bíla sé vænlegri kostur.
  • Samþykkt var að Hlemmur Square verði áfram staðurinn fyrir mánaðarlegu fundi Fágunar, enda gestrisni þar frábær.
    Þetta var svo staðfest þegar Villi, nýr rekstrarstjóri Hlemms, kom með 3stk Mikkeler Monk’s Brew til smakks í boði hússins.
  • Nú tók við kynning æpíei á gerskolun.
    Ég hugsa að hann skelli þessu inn á Fræðsla og fróðleikur innann skamms.
    En í stuttu máli þá fer þetta svona fram:
    1. Sótthrensa ílát (skeið/ausa, flaska til að skola gerið með, krukkur til að geyma ger)
    2. Sjóða vatn sem nota á til skolunar og kæla niður í stofuhita
    3. Bjór er fleytt af gerkökunni
    4. Nokkrum skeiðum af gerkökunni er mokað í flöskuna
    5. vatni bætt við flöskuna og hrært
    6. þegar flaskan hefur fengið að standa í 15-20min þá er fleytt yfir í geymsluílátin efsta laginu
  • Eftir það var smökkun og almennt spjall. Rætt var um þurrger vs blautger, slæmar bjórvenjur (spritzers og þessháttar) og ýmislegt fleira sem er kannksi ekki alveg þörf á að þylja upp hér.
  • Nokkrir hlekkir sem ég lofaði að láta fylgja fundargerð:
    Brew Strong - podcast með ýmis fróðleik, mjög skemmtilega framreitt. - Mæli með að byrja á elstu þáttunum.
    Bækur um bjórgerð. - Þessar allra gagnlegustu koma fram í efstu 2 skilaboðunum.
    Beersmith - langvinsælasta uppskriftarforritið
    Brewtarget - open-source uppskriftarforrit
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Mánaðarfundur 2.mars 2015 á Hlemmi Square

Post by Plammi »

bætti inn fundargerðinni
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply