Að stöðva gerjun

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Að stöðva gerjun

Post by Bónusbruggarinn »

Sælir bruggsérfræðingar.

Ég er að gerja malt (bara öl keypt í Bónus) og þegar ég byrjaði var sykurinn í því líklega 1060. Ég skutlaði út í þetta brauðgeri og bætti við smá vatni og sykri til fróðleiks. (2L malt, 2L vatn, 400gr sykur)

Nú, fimm dögum síðar er sykurinn kominn niður í 1000 og þetta er orðið mjög súrt og herfilegt á bragðið og enn búbblar í heimatilbúna vatnslásnum. Þetta vekur upp nokkrar spurningar

Hvað er það sem stoppar gerjunina (almennt) í bjórbruggun við mátulegan sykurstyrk - t.d 1008 eða eitthvað slíkt ef ég hef skilið málið rétt?

Hvar ætli þessi malthræra mín endi í sykurstyrk með brauðgerinu?

Hvernig kem ég þessu sætu á flöskur þannig að eftirgerjun myndi kolsýru?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Að stöðva gerjun

Post by Oli »

Sæll
Spurning hvort þú hafir mælt þetta rétt, brauðger ætti ekki að ná mikilli gerjun samkvæmt því sem ég hef heyrt.
Ef þetta er orðið súrt er spurning hvort þú hafir náð þér í óæskilegar bakteríur sem valda þessu súra bragði. Þú getur keypt þér gerstopp í ámunni og sett útí til að stöðva gerjun, getur svo prófað að sæta þetta aftur með sykri, sett svo örlítið af nýju geri með þegar þú setur þetta í flöskur, bara fylgjast svo vel með flöskunum eftir að tappinn er kominn og geyma þær á vatnsheldum stað ;)
Annars ætti Andri að svara þessu, hann var einmitt að prófa þetta lika að mig minnir.
Last edited by Oli on 14. Aug 2009 13:18, edited 1 time in total.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Að stöðva gerjun

Post by Eyvindur »

Ef þetta er súrt og komið svona lágt þykir mér ansi líklegt að um sýkingu sé að ræða. Brauðger þolir ekki mikið áfengismagn, og gefst frekar fljótlega upp. Það gera villigerlar hins vegar ekki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Re: Að stöðva gerjun

Post by Bónusbruggarinn »

Þakka fyrir svörin.

Ég var að endurtaka flotvogsmæling og smakka aftur. (það er ~30 klst síðan sú fyrri var gerð) Tvennt kom í ljós. Flotvoginn vigtar þetta alveg eins og kranavatnið, ef eitthvað er örlítið léttara. Ég mundi segja 0999 - sem er í samræmi við fyrri mælingu.

Það sem hefur breyst hinsvegar er bragðið - eða upplifun mín á því. Það er miklu mildara og betra. Maltkeimurinn kemur núna vel í gegn og þetta súra bragð að mestu farið - kominn léttvínskeimur með. Þegar ég tek prufur helli ég úr brúsanum og e.t.v er þetta ekki einsleitt í honum. Kannski var þetta sem ég prófaði í fyrrakvöld úr "efsta laginu" og ekki dæmigert fyrir innihaldið - hvað á maður að halda?

Varðandi sýkingu þykir mér það ólíklegt. Brúsinn sem ég nota er nýr vatnsbrúsi (ónotaður). Ég hreinsaði hann með klór fyrir notkun og skolaði með sjóðandi heitu vatni úr katli. Ég sauð vatnið sem ég notaði og leysti sykurinn upp í því. Auðvitað er möguleiki að pikka eitthvað upp við að hella úr áldós, en ég reyndi að skola toppinn á þeim með heitu vatni (fyrir siðasakir) áður en ég hellti úr þeim. En fyrst að bragðið af þessu hefur lagast horfir málið líka öðruvísi við.

Ég var ekki nægilega nákvæmur með sykurmælinguna í upphafi, hún fór svolítið í rugl. En í upphafi hefur hún verið á bilinu 1045-1060. Áfengismagnið í þessu núna ætti því ekki að vera svo ýkja hátt að brauðgerið stoppi - er það?
Last edited by Bónusbruggarinn on 14. Aug 2009 15:07, edited 1 time in total.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Að stöðva gerjun

Post by Hjalti »

Myndi nú ekki halda að brauðger þoli mikið meira en örfáar prósentur, þú ert afturámóti kominn þarna með drjúgar 8% ef ekki meira!

Getur reiknað þetta hér http://www.brewersfriend.com/abv-calculator/" onclick="window.open(this.href);return false;
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Re: Að stöðva gerjun

Post by Bónusbruggarinn »

Ég var að skola niður prufunni sem ég tók áðan og get vottað að það er talsvert áfengi í þessu.

Ástæðan fyrir því að sykurmælingin hjá mér fór í rugl er að ég byrjaði að gerja maltið og bætti síðan við vatni og sykri sólarhring síðar.

Ég mældi maltið (Bónusmalt) fyrst ~1060. Mögulega hefur sú mæling ekki verið nákvæm vegna kolsýrunnar í því.

Vatnið og sykurinn sem ég bætti í þetta hafði sg 1088 og blandan öll eftir að það var komið saman við maltið (sem þá hafði gerjast í sólarhring) var 1045 sem er þá lágmarks sykurstyrkur í þessu. Spurningin er hvort að brauðgerið hafi á þessum sólarhring verið búið að taka sykurstyrkinn mikið niður úr maltinu. Samkvæmt mælingum virðist svo vera. (það bubblaði líka mikið í vatnslásnum)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Að stöðva gerjun

Post by Oli »

Það er ágætis munur á 1.045 og 1.060 :)
Spurning hvaða hitastig var á vökvanum við báðar mælingar?
En ef þú getur drukkið þetta er kannski engin ástæða til þess að vera að hafa áhyggjur af þessu. :beer:

ed: já kolsýran hefur að sjálfsögðu áhrif á mælinguna, ekkert að marka þá mælingu.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Re: Að stöðva gerjun

Post by Bónusbruggarinn »

Ef það er kolsýra í vökvanum ætti hann að vera léttari og flotvogin að sökkva dýpra ofan í hann. Skekkjan vegna kolsýru er þá í að sýna of lítinn sykurstyrk. Er það ekki rétt athugað hjá mér?
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Að stöðva gerjun

Post by Hjalti »

Kolsýran ýtir vogini upp úr vatninu sem hækkar lesturinn.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Re: Að stöðva gerjun

Post by Bónusbruggarinn »

Ok, það virkar þannig. Takk Hjalti.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Að stöðva gerjun

Post by Hjalti »

Minsta málið :)

Besta leiðinn til að komast hjá því að mæla kolsýruna með er að snúa upp á flotvogina þegar þú ert að mæla þetta. Þá snýr hún kolsýruni í burtu á meðan að hún mælir samtímis.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Re: Að stöðva gerjun

Post by Bónusbruggarinn »

Takk.

Er það ekki rétt skilið hjá mér að ég verði að bíða þar til gerjun hefur klárast áður en ég get sett þetta á flöskur. Og þá get ég laumað smá sykri í þær til að fá kolsýru í þetta?
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Að stöðva gerjun

Post by Hjalti »

Já bíddu þangaðtil að flotvoginn er ekki búinn að hreyfast í 2-3 daga samflett.

Svo fleytirðu þessu yfir á smá sykur ofaní nýju íláti og fleytir þaðan í flöskurnar :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Að stöðva gerjun

Post by Andri »

Ég gerði svona malt tilraun, skellti 4 lítrum í gallon carboy, "OG" Byrjunar þyngdin var 1.055 eða nær 1.06.
Ég skellti þessu á flöskur, örugglega búið að vera einhvern mánuð í þeim eða svo. Ég prófaði þetta 6 dögum eftir að ég setti á flöskur og þá var komið svakalega mikið gos í þetta.
Þetta var sætt, ekki jafn sætt og maltið og mun minna um sig í munninum.. held að fg var í kringum 1.005 líklega nær 1.01 samt (Maður þarf að byrja að halda dagbók um þetta)
Ég tók hálfann líter úr þessu og skellti í pott ásamt sykrinum og sauð, kældi svo og setti aftur út í lögunina og svo í flöskur
Þetta freyðir alveg svakalega, allavegna þessar tvær sem ég hef opnað

Kanski ég opni eitt stykki og checka á þessu.. svo á ég líka til cíder og mjöð á flöskum sem ég smakki kanski líka
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Re: Að stöðva gerjun

Post by Bónusbruggarinn »

Takk fyrir upplýsingarnar meistarar.
Það sem ég gaf upp í fyrsta pósti sýnir rétt hlutföll en ekki rétt magn. Blandan hjá mér er samtals 20L (10L bónusmalt, 10L vatn og 2 kg sykur). Ég "smakkaði" á þessu í gærkvöldi og fullyrði að þetta er að lágmarki 5% áfengt. Líklegast 7-8%. Það er mjög lítil kolsýra í þessu og bragðið ansi flatt. Ég ætla að smella þessu á flöskur og sjá hvað gerist.

Það sem kemur mér á óvart við þessa tilraun er hversu hratt þetta gerjaðist. Að sykurinn fari frá ~1050 og niður í 1000 á fimm sólarhringum - við um 20c°. Ég hef verið að gerja sykurbættan eplasafa og hann gerjast miklu hægar en þetta við sama hitastig. Það virðist vera sem þetta brauðger sem ég er að nota dafni vel í malti. Sem leiðir hugann að því hvort að malt væri ekki ágætt í aðrar blöndur sem gernæring í litlu magni. Það er næsta tilraun.

Eins og notendanafnið mitt gefur til kynna brugga ég (í bili) einungis úr vörum sem fást í matvöruverslunum (Bónus). Sykurflotvogin er eina sérhæfða varan sem ég nota og hana fann ég í europris. Þeir voru með einhverjar bruggvörur en virðast vera hættir því. Eiga þó enn nokkrar flotvogir hér á selfossi fyrir um 900 kr.

Ps. Malthræran mín hefur fengið nafnið Jóhannes enda úr Bónusmalti.
Last edited by Bónusbruggarinn on 15. Aug 2009 18:31, edited 2 times in total.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Að stöðva gerjun

Post by Andri »

ég keypti einhverja flotvog og hitamæli í europris, þetta var svo ónákvæmt..
Ég lét hitamælinn í sjóðandi vatn og hann fór ekki ofar en 90°C, og ég er ekki það hátt yfir sjávarmáli...
Lét sykurflotvogina í vatn við það hitastig sem hún á að mæla við og hún sýndi 1.010 en átti að sýna 1.000
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Re: Að stöðva gerjun

Post by Bónusbruggarinn »

Sú sem ég keypti fyrst var brotin í hylkinu. Númer tvö virðist vera fín og sýnir kranavatnið hjá mér 1000. Hvort að hún sýnir rétt að öðru leyti veit ég ekki. Mælingin þín á maltinu Andri er mjög sambærileg því sem ég hef fengið. Það er góðs viti.
Post Reply