Vatnsslökkvitæki breytt í kút

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Vatnsslökkvitæki breytt í kút

Post by Örvar »

Ég eignaðist 9L vatnsslökkvitæki um daginn sem ég ætla að þrífa rækilega og breyta smávægilega og nota sem lítinn kút.
Ég hafði hugsað mér að bæta við ryðfríu t-stykki milli kúts og loka, þar sem væru settar á nokkrar minnkanir til að minnka úr 1 1/2" niður í 1/4" og tengja gas hraðtengi (fann það bara í kopar) inná kútinn. Með gas hraðtenginu væri þá líka hægt að tappa þrýstingnum af kútnum.

Þar sem ryðfríu fittingsin eru ekki beint gefins var ég að spá hvort það væri í lagi að nota kopar fittings? Koparinn væri ekki mikið í beinni snertingu við bjórinn, þeas myndi ekki liggja í bjórnum en það væri líklegt að bjórinn ætti til að slettast á koparinn þegar kúturinn væri færður til. Væri þetta alveg off?

Hef heyrt að einhverjir hér hafi sett bjór á svona slökkvitæki, hvernig hefur það verið útfært?
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Vatnsslökkvitæki breytt í kút

Post by Feðgar »

Við eigum þónokkur svona tæki sem við reyndar notum nánast ekkert.
Kallinn hann pabbi skipti plaströrinu út fyrir ryðfrítt og kom fyrir hraðkúplingu fyrir gasið.

Annars vegar þá sauð hann fittingu á ofarlegan belginn og svo boraði hann hausinn á þeim flestum á snilldarlegan hátt svo að hægt væri að nota skrúfaðan fittings sem var til staðar á þeim.

Þetta er sniðug lausn og vel nothæft
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Vatnsslökkvitæki breytt í kút

Post by Örvar »

Ég hætti við þessa breytingu eins og er. Kostnaðurinn var kominn uppí ca 10þús með öllum ryðfríu fittingsunum sem ég ætlaði að nota, svo ég ætlaði frekar að spreða í corny kút þegar ég á óþarfa pening.
Er samt forvitinn að vita hvernig þið Feðgar hafið borað hausinn á tækjunum.
Helsti böggurinn á slökkvitækjunum er að loftventillinn sem er til staðar notar sömu dip tube og vatnið, svo það væri sennilega frekar glatað að nota hann fyrir CO2 sem færi þá í bjór dip tube-ið og svo væri ekki hægt að nota hann til að tappa af þrýsting þar sem bjór myndi væntanlega bara koma út en ekki kolsýra.
Væruð þið til í að henda inn mynd af ykkar breytingum?
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Vatnsslökkvitæki breytt í kút

Post by Feðgar »

Ég er ekki með nein tæki hérna hjá mér en skal reyna að lýsa þessu eftir bestu getu.

Tækin eru mismunandi en ein gerðin er þannig að það er hægt að bora með mjög litlum bor (minni en 1 mm) beint upp úr kanntinum fyrir neðan lítinn tappa sem er í hliðinni á hausnum.
Ef það er settur nippill í staðinn fyrir tappann með heilli pakkningu í botninn og borað upp í nippilinn þá lokar maður fyrir rásina niður dip rörið og blæs/léttir af þess í stað beint niður úr hausnum.

Á annari gerð af tækjum þá létum við sjóða litla ró eða stút efst á belginn fyrir pínulitla hraðkúplingu.

Helsti kostnaðurinn við þessar breytingar var rústfría rörið sem við settum í staðinn fyrir plaströrið sem liggur niður orginal, jú og hraðkúplingarnar fyrir gasið.

Ég skal reyna að muna eftir því að taka myndir næst þegar ég fer í skúrinn þar sem tækin eru
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Vatnsslökkvitæki breytt í kút

Post by Örvar »

Takk fyrir upplýsingarnar. Ég held ég átti mig á hvar þið hafið borað, ætla að athuga hvort það sé hægt á mínum tækjum. Virðist vera hálfgert tannlæknaföndur :lol:
En það væri gaman að sjá myndir af þessu við tækifæri :)
Post Reply