Sjálfvirk Hitastýring fyrir Meskipott

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Sjálfvirk Hitastýring fyrir Meskipott

Post by Kornráð »

Góða kvöldið! Ég er búinn að vera að smíða stýringu að undaförnu, með hjálp félaga mínum sem forritar tölvuna fyrir mig.

Hún er þeim kostum gefin að:

Þú býrð til skýrslu, þar sem þú heldur yfir hráefni og magn þeirra. Skýrir lögnina og færð serialnúmer fyrir hverja lögn, skráir inn upplísingar úr gerjun, allar upplísingar úr meskingunni, þessi skrá geymist á tölvunni og getur prentað út, ef það er ástæða eða vilji fyrir því.

Meski stýringin er snjöll PID tölva sem regglar kraftinn á hitaelementinu eftir hvern vinnuhring. Þú stillir inn þær hitatölur sem þú vilt og hversu lengi tölvan á að halda þeim hita þar til hún fer í næsta hita stig, einnig velur þú kraftinn sem er notaður til að fara úr hitastigi1 í hitastig2, eftir að öllum hitastigum er lokið, slekkur hann á elementinu.

Eftir meskingu skráir þú inn SG og hitastig lagnar, reiknar sjálfkrafa hvert SG er mv 20 graður.
Skráir inn hitastig lagnar þegar þú setur gerið í lögnina. Svo skráir þú FG þegar lögnin er tilbúin og "lokar" lögninni
Öllum skráningum fylgir dagsetning og tími, svo það er hægt að fara til baka og skoða tíma, hitastig og umhverfishita við gerjun.

Þetta var fyrst og fermst ætlað fyrir mig og mína brjálæðis græju greddu. En svo datt mér í hug að það væri kanski fleiri sem hefðu áhuga á svona fullorðins stýringu?

Ég gæti sett þetta saman með SSR, tenglum, tölvu og boxi. eða bara tölvu og forriti, sem þyrfti þá að tengja við SSR sem er til staðar. Þið hafið þetta bakvið eyrað!
HKellE
Villigerill
Posts: 24
Joined: 28. Dec 2013 12:32

Re: Sjálfvirk Hitastýring fyrir Meskipott

Post by HKellE »

Deildu endilega sem flestu. Forritskóða er fínt að deila gegnum GitHub.
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Sjálfvirk Hitastýring fyrir Meskipott

Post by Kornráð »

HKellE wrote:Deildu endilega sem flestu. Forritskóða er fínt að deila gegnum GitHub.
Vinn bara frítt fyrir sjálfan mig, enda yrði reikningsgerðin frekar skrítin ef ég myndi reina rukka sjálfan mig.

Ef það er einhver áhugi fyrir þessu, þá yrði bara að finna einhvað sanngjarnt verð á þetta.

Við fluttum inn SSR, hitanema og tölvuna á ca 15.000kr, þá vantar kassa og tengla, svo að reikna sér einhvað skíta kaup við samtsetningu og forritun. Þarf ekki að vera dýrt.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sjálfvirk Hitastýring fyrir Meskipott

Post by hrafnkell »

Hvaða tölvu notið þið?
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Sjálfvirk Hitastýring fyrir Meskipott

Post by Kornráð »

hrafnkell wrote:Hvaða tölvu notið þið?
Nýju, eða uppfærðu útgáfuna af RP
Post Reply