Svo þegar það átti loksins að setja á kút, þá kom það í ljós að þetta var allt pikkfrosið nema kannski 4-5 lítrar neðst í tunnunni. Skápnum var bara lokað aftur.
Svo loksins í gær þá ákváðum við að kíkja aftur á þetta. Náðum að hífa ísinn upp úr og smökkuðum aðeins á því sem var í botninum. Það var eins og gefur að skilja rótsterkt, en bragðið var furðu gott. Það var eitthvað í þessu sem minnti mann ennþá á bjór, frekar sætt bragð og það kom nett hitatilfinning þegar maður kyngdi þessu. Minnti mig einna helst á eitthvað desert vín eða svoleiðis.
við vorum allaveganna það hrifnir af þessu að við settum c.a. 3 lítra á flöskur til að eiga
