Suðupotta-pæling

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Suðupotta-pæling

Post by eddi849 »

Hef soldið langað að uppfæra mig í suðugræjunum en ég er ekkert klár með stýringar og annað.

https://www.highgravitybrew.com/store/p ... 9p3987.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
Sá þetta setup og það er einnmit nákvæmlega eins og ég hefði hugsað mér. Nema kannski með kornkörfuna.

Það sem ég var að velta fyrir mér er; hvað haldið þig að þetta kosti fyrir utan pottinn og hitaelamentið og með í huga það sem er til hér heim t.d hjá Hrafnkeli.
Einnig er einhver hér sem er með svipaðar suðugræjur og hvernig líkar ykkur þær er þetta alveg solid ?
Ef maður kaupir allt í stýringu er samsetningin flókin?
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Suðupotta-pæling

Post by hrafnkell »

Þú getur komið þér upp sambærilegu systemi fyrir ~115k með græjum frá mér:

62 qt. Bayou Classic SS Kettle with SS Ball Valve - 72l pottur, 35.000kr
SS Basket for 62 qt. Kettle - Falskur botn, 8.000kr
15 Gallon Nylon Mesh Bag - 2.000kr
Electric Brewery Controller (EBC-SV) - ~25.000kr - þar af 21.00kr frá mér og smá handlagni frá þér
1.5 in. SS RTD temperature probe - 7.000kr
Chugger SS 1/2"Inline Pump - 15.000kr fyrir grænu dæluna sem ég sel. 30.000kr ef þú vilt chugger (sem ég á til líka)
4 Quick Connector Polysulfone ½ in. MPT - ~4.000kr, ryðfrí
1 Quick Connector Polysulfone ½ in. Barbed - 1.600kr
3 Quick Connector Polysulfone ½ in. Barbed Elbow - ~5.000kr
7 ft of ½ in. ID" PVC Hose (thickwall-reinforced) - ~2.500 - silikon slanga.
4 SS Hose Clamps
Heating Element 4500W Stainless Steel ultra-low watt-density - 8.000kr
SS Weldless Heating Element Kit - ~1.000kr + smá föndur af þinni hálfu.
2 SS Pipe Couplers ½ in. NPT - ~1.000kr (ef þarf?)
User avatar
jniels
Villigerill
Posts: 41
Joined: 24. Jan 2013 17:13

Re: Suðupotta-pæling

Post by jniels »

Já, við erum með svipaðar græjur og setup, nema 78l pott.
Varðandi hitastýringuna, þá er lítið mál að tengja þetta ef þú ert með aðeins meiri þekkingu á rafmagni en þarf til að skipta um kló. Ef þú tekur t.d. PID stýringuna hjá Hrafnkeli þá eru til teikningar af öllum brugg setup-um fyrir hana og lítið mál að tengja þetta. Þetta er m.a.s. búið að vera alveg viðhaldsfrítt hjá okkur í c.a. 13 suður og ekkert sem gefur til kynna að þetta sé að fara að klikka og samt erum við með minni dæluna frá brew.is.

Ég á tengimyndirnar í dropboxinu hjá mér ef þú vilt að ég sendi þér í tölvupósti.
*************
Kveðja
Jóhann N

Education is important, but beer is importanter...
Undirgerjaður
Villigerill
Posts: 7
Joined: 28. Aug 2014 12:03

Re: Suðupotta-pæling

Post by Undirgerjaður »

Ég á eitt sett handa þér með öllu sem þú þarft, mynd af stýringu hér að neðan.
Þetta er má segja nýtt og allt mjög gott og rót virkar.

Image
Post Reply