Hver bruggaði lakkrísbjór fyrir keppnina í vor?

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Hver bruggaði lakkrísbjór fyrir keppnina í vor?

Post by Classic »

Þetar smakkaðir voru afgangar úr keppninni í vor í skúrnum hjá Rúnari kom þar upp úr krafsinu stout sem innihélt lakkrísduft sem aukahráefni. Þessi bjór er einn af þessum sem menn annað hvort elska eða hata (eða elska að hata), og fell ég algjörlega í fyrri flokkinn. Þetta var geðveikt. Sá sem bruggaði þessa dásemd má gjarnan gefa sig fram með uppskrift. :beer:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Hver bruggaði lakkrísbjór fyrir keppnina í vor?

Post by Plammi »

ætla að giska á að þetta sé þessi bjór, kemur frá Múspell
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply