Mig langaði að setja inn smá þráð um það sem ég er að brasa í þessa dagana. Ég er með þessar klassísku 50L BIAB græjur með PID regli og tilheyrandi.
Er að lenda í því alltof oft (20-30% tilvika) að pokinn er að stíflast hjá mér í meskingu, þurfti t.d að kaupa nýtt element og hellar 20L af bjór um daginn eftir að dælan fyllti pokann af virt og var þar með búin að sjúga allan virt frá elementinu, sem fór auðvitað í gang og brann yfir...
Ég hef verið að skoða HERMS kerfi en þar sem ég er með mjög lélega aðstöðu þá hentar það mjög illa. í Staðinn þá datt mér annað setup í hug sem ég hef ekki ennþá fundið á netinu, sjá mynd:

Þetta er í raun svipað og HERMS, nema að vatninu úr ytri pottinum er dælt í gengum spíralinn sem liggur ofan í korninu og heldur þannig hitanum nokkuð stöðugum. Vatnið kemur svo út úr spíralinum og aftur ofan í ytri pottinn. Einnig umlykur vatnið í ytri pottinum innri pottinn sem ætti að lágmarka hitatap í meskingu.
Eftir meskingu myndi maður svo hita vatnið í ytri pottinum upp í 76°C og halda áfram að dæla í gegnum spíralinn (sama á við frá mashout upp í suðu).
Eftir suðu myndi ég síðan dæla heita vatninu af ytri pottinum og setja kalt vatn í staðinn og dæla köldu vatni í gengum spíralinn beint úr vatnskrananum .
Með svona setup-i kemst virtinn heldur aldrei í snertingu við elementið...
Hvernig lýst fólki á þessa uppsetningu, komið endilega með komment á þetta!