1. Í upplýsingum um gerið er ráðlagt að skilja 1/3 af gerjunaríláti fyrir headspace vegna látanna í gerjuninni. Þegar maður býr til starter úr svona hressu geri (sem kannski er ekki svona hresst á þessum aldri) þarf maður þá að hafa starterinn minni? Síðast gerði ég 1,5 líters starter í 2 lítra Erlenmeyer flösku t.d.
2. Með svona gamalt ger og mögulega þörf á að gera minni starter í einu, myndi maður þurfa að gera starter úr þessu oftar en einu sinni?
Eru þessar pælingar eitthvað í áttina eða er ég að ofhugsa þetta?

Kv. Árni