Heimasmíði, uppfærsla á búnaði

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
arnier
Villigerill
Posts: 12
Joined: 14. Apr 2013 01:34

Heimasmíði, uppfærsla á búnaði

Post by arnier »

Jæja, ákvað að það væri kominn tími á uppfærslu á tækjabúnaði.
Það var því ýmislegt nýtt keypt og blandað saman eitthvað gamalt sem til var og úr þessu varð eitthvað sem verður vonandi framtíðarbúnaður.

Þetta er ennþá í smá þróun, það virkar ekki allt 100% ennþá og sitthvað sem þarf að snurfusa.

Er í einhverjum vandræðum með stýringuna, finnst ég ekki hafa fullt afl þegar ég er að keyra hitann upp, það stoppaði mig nú samt ekki í að prufukeyra búnaðinn :)


Image
Búnaðurinn, stálpotturinn var keyptur notaður af veitingastað sem fór á hausinn.

Image
Stýringin var sett upp í þennan gamla Dell kassa, er með 4 kw element og nota því aðeins öflugri tengla, græjaði líka 20A öryggi í rafmagnstöflua spes fyrir pottinn.

Image
Breytti aflgjafanum í 12v spennugjafa fyrir dæluna og kælivifturnar

Image
Kæliviftan og SSR, kannski smá overkill kannski :)

Image
IKEA pizzagrind notuð í tvöfalda botninn, stefni samt á að láta klippa út ryðfría gataplötu í þetta.

Image
Dælan, er að nota kopar fittings, þessu verður skipt út í ryðfrítt með tímanum.

Image
Kælirinn, hérna var smá tilraunastarfsemi í gangi með einfaldan rör í rör mótstreymis varmaskiptir. Ég er mikið fyrir einfaldleika og hérna var ég að prófa 12x1,0mm hart koparrör, 2m að lengd með ytri kápu úr 32mm frárennslisröri. Þetta var mjög einfald og ódýrt í smíði. Ég á eftir að fínpússa þetta eitthvað, ég kældi virtinn úr 100°C niður í 35°C á 35 mínútum sem er í sjálfu sér ekki slæmt. Þarf að finna út betri leið til að stilla flæðið.

Image
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heimasmíði, uppfærsla á búnaði

Post by hrafnkell »

Þetta lítur ágætlega út. En ég myndi henda slöngunum í ruslið ef þú ætlar að setja eitthvað yfir 50°C í þær sem á að drekka. Í fyrsta lagi verða þær ofsalega mjúkar og geta verið beinlínis hættulegar og í öðru lagi þá kemur helling af bragði og óæskilegum efnum frá slöngunum við þetta hitastig.

Sjá t.d. specca hér:
http://www.tricoflex.com/pdf/pdf_englis ... nglais.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
(Færð líka fullt af niðurstöðum ef þú googlar pvc temperature tolerance)

Ég er að fíla þessa endurnýtingu á turninum, gaman að þessu :) Ekki allir sem hafa pláss fyrir svona counterflow chiller heldur.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Heimasmíði, uppfærsla á búnaði

Post by helgibelgi »

Sammála því sem Hrafnkell sagði um slöngurnar! Fáðu þér þykkari slöngur úr sílikoni.

Ef ég væri að gera svona flotta uppfærslu myndi ég líka athuga með að stækka dæluna örlítið. Mín, sem er sama stærð og þín, á erfitt með að dæla humlum í gegn og stíflast þá gjarnan alveg.

Ef þú getur stillt flæðið á virtinum í gegnum kælirörið ættirðu að geta fundið hraðann sem gefur akkúrat það hitastig sem þú vilt fá ofan í gerjunarfötuna. Það er samt spurning hvort það muni taka hátt í klukkutíma miðað við þessar tilraunatölur hjá þér.

Þetta er annars virkilega flott hjá þér!
User avatar
arnier
Villigerill
Posts: 12
Joined: 14. Apr 2013 01:34

Re: Heimasmíði, uppfærsla á búnaði

Post by arnier »

Þarf að endurnýja þessar slöngur, sá það mjög fljótlega í meskingunni að þær urðu skýjaðar af hitanum, vona að þetta sleppi núna og bjórinn verði drekkanlegur :)

Ég nota dæluna eingöngu í meskingunni og fæ því aldrei humla í hana, svo hef ég einnig verið að nota humlapoka.

Kælirinn er alls ekki fyrirferðamikill, einungis 2 metrar, hugsunin var sú að ef ég þyrfti meiri afköst þá myndi ég tvöfalda hann. Það er líka möguleiki að fara í 3x 1m búta.

Þeir sem nota 6m kælispíral, hvað eru þeir lengi að ná 20 lítra lögn niður í 20°C ?

Og hvort er betra að kæla allan virtinn rólega úr 100°C niður í 20°C eða kæla lítinn hluta í einu hratt úr 100°C niður í 20°C? Skiptir eflaust engu máli.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heimasmíði, uppfærsla á búnaði

Post by hrafnkell »

Immersion kælir með smá hreyfingu kemur 20l af sjóðandi virti í 20°C á svona 15-20mín. Counterflow chiller (eins og þú ert með) ætti að geta það töluvert fljótar. Minn t.d. kælir eins hratt og dælan hefur undan.

Það er umdeilt hvort maður vilji kæla allan virtinn í einu (immersion) eða smá hluta (counterflow). Ég dæli venjulega úr counterflow chillernum mínum í pottinn þangað til að allt draslið er komið í 70°C, þá er u humlarnir amk hættir að isomerast, þeas hættir að gefa beiskju.
Post Reply