40l lögn annar keg skýjaður

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

40l lögn annar keg skýjaður

Post by Bjoggi »

Nú eftir nokkrar 40l lagnir og allt gengið vel þá kom upp smá vandamál með caramellu amber ale.

Allt gekk eins og í sögu með bruggdag. Meskingar hiti "spot on" suða í fínu lagi. Kæling gekk mjög vel.
Látið var gerjast í 2 Carboy þangað til FG var náð.
Sett var á 2 kegs, eftir að leyfa þeim að liggja í rúma viku í keezer þá var bragðað á fyrri keg og hann var ljómandi góður nánast ekkert skýjaður og bragðast vel.
Þegar fyrri keg kláraðist og sá næsti settur í notkun kom í ljós að hann var mjög skýjaður en bragðaðist jafn vel og sá fyrri.
Þrátt fyrir að mörg glös hafa verið drukkinn er hann enn skýjaður. Eins og hann sé blandaður með rjóma!

Nú veit ég ekki hvor keg skammtur var tekin af suðutunnu fyrr. Gæti verið að skýjaði kegginn sé sá sem kom seinna úr BK þar með meira af drasli sem kom með?
Ef svo átti það drasl ekki að setjast á botn í keg hvort sem er?

Það er það eins sem mér dettur í hug að sé vandamálið.

Allar ábendingar vel þegnar!
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: 40l lögn annar keg skýjaður

Post by helgibelgi »

Voru báðir skammtar gerjaðir með sama geri? Sama hitastig? Sami tími í gerjun? Var eitthvað mismunandi?
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: 40l lögn annar keg skýjaður

Post by Bjoggi »

nei allt eins í tveim carboy.
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
HKellE
Villigerill
Posts: 24
Joined: 28. Dec 2013 12:32

Re: 40l lögn annar keg skýjaður

Post by HKellE »

Bakteríuvöxtur í öðru kútnum gæti skýrt þetta. Hugsanlega baktería sem ekki hefur áhrif á bragð (enþá amk)?

Nær rörið neðar í botninn á öðrum kútnum en hinum?

Fengu þeir kolsýru á sama tíma og með sama hætti?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: 40l lögn annar keg skýjaður

Post by helgibelgi »

Mér finnst þá líklegt að þetta sé vegna þess, eins og þú nefnir, að annar kúturinn hafi fengið meira af humladrasli/trub heldur en hinn eða meira af botnfalli úr gerjun við transfer. Voru annars kútarnir geymdir við sama hitastig eftir að þú hafðir fyllt þá af bjór? Ef ekki gæti sá sem var geymdur við kaldara hitastig hafa náð betri úrfellingu á öllu drasli en hinn.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: 40l lögn annar keg skýjaður

Post by rdavidsson »

Ég gerði einu sinni tvöfalda lögn af hafraporter sem ég setti á tvær tunnur. Sá sem var með minna botnfalli , þ.e. fyrra rönn úr suðupottinum, varð mun betri á bragðið en sá sem var með humlunum og botnfallinu.. Það var enginn munur augljóslega á litnum þar sem porterinn er mjög dökkur, en bjórarnir urðu mjög mismunandi á bragðið..
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: 40l lögn annar keg skýjaður

Post by Bjoggi »

Takk kærlega fyrir góð svör!

Ég reikna með það þetta endi sem sýking. Hann er samt enn vel drekkanlegur engin bragðmunur.

HelgiBelig: já báðir fóru beint í keezer á sama tíma.

Spurning hvort maður pæli í hop bag mixi.
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
Post Reply